

Stóraukinn stuðningur við leigjendur
Samtals er um að ræða heildarhækkun á grunnupphæð um 4.000 kr. á hverjum mánuði. Samhliða hefur tekjuskerðingarhlutfall verið lækkað og tekjumörk hækkuð.
Veruleg hækkun á mánuði
Þessar breytingar þýða umtalsverða hækkun á stuðningi við leigjendur og mun stærri hópur leigjenda á nú rétt á húsnæðisbótum en áður. Sem dæmi um stóraukinn stuðning má nefna að hjón eða sambýlisfólk með eitt barn og 460 þús. krónur í mánaðartekjur fá eftir þessa hækkun rúmar 16.300 kr. á mánuði, en fengu áður engar bætur. Hjón eða sambýlisfólk með tvö börn sem eru með mánaðarlegar heimilistekjur upp á 500 þús. kr. samtals fá eftir þessar hækkanir samtals 21.500 kr. í húsnæðisbætur á mánuði en fengu áður aðeins 3.000 kr. í bætur. Hér er því um verulega hækkun að ræða.
Í samræmi við þá stefnu sem mótuð hefur verið um nýtt húsnæðisbótakerfi undir forystu Samfylkingarinnar koma enn frekari úrbætur og stuðningur, ekki síst við leigjendur til framkvæmda um næstu áramót. Þá verður stuðningur við leigjendur og íbúðareigendur reiknaður út frá fjölda heimilismanna óháð aldri. Þannig verður hætt að skerða bætur þegar börn á heimili hafa náð 18 ára aldri eins og nú er. Jafnframt verða allar húsnæðisbætur greiddar úr mánaðarlega sem er mikið framfaraskref.
Mikilvægt réttlætismál
Í allri umræðu um skuldavanda heimilanna hefur lítið verið vikið að stöðu leigjenda, en þeir sem eru á leigumarkaði hafa þurft að bera mestu raunhækkunina vegna húsnæðiskostnaðar eftir efnahagshrunið. Á síðustu árum hefur leigjendum stórfjölgað og eru nú um fjórðungur allra á húsnæðismarkaði. Það er afar mikilvægt réttlætismál að jafna stöðu leigjenda að sambærilegu marki og sá stuðningur sem íbúðareigendur hafa fengið í formi stórhækkaðra vaxtabóta á síðustu árum.
Sú mismunun sem verið hefur á milli réttinda kaupenda og leigjenda er bæði ósanngjörn og óverjandi. Nú horfir til betri tíðar með stórauknum stuðningi við leigjendur. Fyrstu áfangar nýs húsnæðisbótakerfis hafa þegar tekið gildi og það er mikilvægt að Samfylkingin fái þann styrk og stuðning í komandi þingkosningum að tryggt verði að húsnæðisbótakerfið taki að fullu gildi um komandi áramót.
Þeir sem eru á leigumarkaði ættu að hafa þessi lykilatriði skýrt í huga þegar þeir koma í kjörklefann.
Skoðun

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar