Alltaf í lokaúrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2013 00:01 Sverrir Þór Sverrisson með dóttur sinni Lovísu Bylgju eftir að Njarðvíkurkonur unnu bikarinn í fyrra. Mynd/Valli Sverrir Þór Sverrisson og lærisveinar hans í Grindavík hefja annað kvöld leik í úrslitaeinvíginu í Dominos-deild karla á móti Stjörnunni í Grindavík. Sverrir Þór er búinn að koma liði sínu alla leið í lokaúrslitin á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki karla en hann er langt frá því að vera ókunnugur því að fara alla leið með liðið sitt. Sverrir Þór hafði áður gert frábæra hluti með kvennalið Njarðvíkur og kvennalið Keflavíkur og státar nú af þeim frábæra árangri að fara með lið sitt alla leið í úrslit á fyrstu fimm tímabilum sínum sem þjálfari meistaraflokksliðs. Sverrir Þór hefur þegar gert tvö lið að Íslandsmeisturum, Keflavík 2005 og Njarðvík 2012 og lið hans hafa samtals unnið níu af ellefu einvígum sínum í úrslitakeppni. Keflavíkurliðið fór einnig í úrslit árið eftir (2006) og Njarðvíkurkonur voru öllum að óvörum í lokaúrslitum 2011 þrátt fyrir að enda aðeins í fimmta sæti í deildinni. Sverrir Þór varð sjálfur þrisvar sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður en hann var lykilmaður í meistaraliði Keflavíkur frá 2003 til 2005. Keflavík fór einnig í lokaúrslitin árið 2002 og spilaði því Sverrir Þór fjögur ár í röð um titilinn. Þetta Keflavíkurlið er jafnframt síðasta liðið sem náði því að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn (2005) en Grindavík á því möguleika á því að vera fyrsta liðið í átta ár sem lyftir Íslandsmeistarabikarnum tvö ár í röð. Grindvíkingar eru þegar búnir að næla sér í tvenn verðlaun á tímabilinu, því þeir urðu deildarmeistarar og urðu í öðru sæti í bikarnum eftir tap á móti Stjörnunni í bikarúrslitum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fimm tímabil Sverris Þórs sem þjálfara í meistaraflokki en á þessum fimm tímabilum hafa lið hans spilað 35 leiki í úrslitakeppni og unnið 23 þeirra eða 65,7 prósent. Sigurhlutfall liða hans í deildarkeppninni er bara örlítið betra (77 sigrar í 110 leikjum eða 70 prósent).Yfirlit yfir tímabilin fimm.Mikilvægi fyrsta leiksins í úrslitaeinvíginu hefur verið mikið í þjálfaratíð Sverris en í öllum fjórum úrslitaeinvígum hans hjá konunum hefur það lið unnið Íslandsmeistaratitilinn sem landaði sigri í fyrsta leik lokaúrslitanna. Nú er að sjá hvort Sverrir Þór komist í klúbb þeirra þjálfara sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni hjá bæði körlum og konum. Meðlimirnir eru aðeins tveir í dag – Benedikt Guðmundsson og Sigurður Ingimundarson.Tímabil Sverris Þórs Sverrissonar sem þjálfari í meistaraflokki:2004-05 Keflavík, konurDeildin: 17 sigrar - 3 töp (Deildarmeistari)Undanúrslit: Keflavík 2-1 ÍS {77-71 (64-64), 54-75, 79-73}Úrslitaeinvígi: Keflavík 3-0 Grindavík {88-71, 89-87 (81-81), 70-57}Niðurstaða: Íslandsmeistari2005-06 Keflavík, konurDeildin: 12 sigrar - 8 töp (3. sæti)Undanúrslit: Grindavík 0-2 Keflavík {83-90, 72-97}Úrslitaeinvígi: Haukar 3-0 Keflavík {90-61, 79-77, 81-77}Niðurstaða: 2. sæti2010-11 Njarðvík, konurDeildin: 10 sigrar - 10 töp (5. sæti)1.umferð: Haukar 0-2 Njarðvík {71-84, 83-55}Undanúrslit: Hamar 2-3 Njarðvík {85-77, 78-86, 83-47, 70-79, 67-74}Úrslitaeinvígi: Keflavík 3-0 Njarðvík {74-73, 67-64, 61-51}Niðurstaða: 2. sæti2011-12 Njarðvík, konurDeildin: 20 sigrar - 8 töp (2. sæti)Undanúrslit: Njarðvík 3-1 Snæfell {87-84, 83-85, 93-85, 79-78}Úrslitaeinvígi: Njarðvík 3-1 Haukar {75-73, 74-56, 66-69, 76-62}Niðurstaða: Íslandsmeistari2012-13 Grindavík, karlarDeildin: 18 sigrar - 4 töp (Deildarmeistari)8 liða úrslit: Grindavík 2-0 Skallagrímur {103-86, 102-78}Undanúrslit: Grindavík 3-1 KR {95-87, 72-90, 95-80, 92-88}Úrslitaeinvígi: Grindavík ?-? Stjarnan Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson og lærisveinar hans í Grindavík hefja annað kvöld leik í úrslitaeinvíginu í Dominos-deild karla á móti Stjörnunni í Grindavík. Sverrir Þór er búinn að koma liði sínu alla leið í lokaúrslitin á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki karla en hann er langt frá því að vera ókunnugur því að fara alla leið með liðið sitt. Sverrir Þór hafði áður gert frábæra hluti með kvennalið Njarðvíkur og kvennalið Keflavíkur og státar nú af þeim frábæra árangri að fara með lið sitt alla leið í úrslit á fyrstu fimm tímabilum sínum sem þjálfari meistaraflokksliðs. Sverrir Þór hefur þegar gert tvö lið að Íslandsmeisturum, Keflavík 2005 og Njarðvík 2012 og lið hans hafa samtals unnið níu af ellefu einvígum sínum í úrslitakeppni. Keflavíkurliðið fór einnig í úrslit árið eftir (2006) og Njarðvíkurkonur voru öllum að óvörum í lokaúrslitum 2011 þrátt fyrir að enda aðeins í fimmta sæti í deildinni. Sverrir Þór varð sjálfur þrisvar sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður en hann var lykilmaður í meistaraliði Keflavíkur frá 2003 til 2005. Keflavík fór einnig í lokaúrslitin árið 2002 og spilaði því Sverrir Þór fjögur ár í röð um titilinn. Þetta Keflavíkurlið er jafnframt síðasta liðið sem náði því að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn (2005) en Grindavík á því möguleika á því að vera fyrsta liðið í átta ár sem lyftir Íslandsmeistarabikarnum tvö ár í röð. Grindvíkingar eru þegar búnir að næla sér í tvenn verðlaun á tímabilinu, því þeir urðu deildarmeistarar og urðu í öðru sæti í bikarnum eftir tap á móti Stjörnunni í bikarúrslitum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fimm tímabil Sverris Þórs sem þjálfara í meistaraflokki en á þessum fimm tímabilum hafa lið hans spilað 35 leiki í úrslitakeppni og unnið 23 þeirra eða 65,7 prósent. Sigurhlutfall liða hans í deildarkeppninni er bara örlítið betra (77 sigrar í 110 leikjum eða 70 prósent).Yfirlit yfir tímabilin fimm.Mikilvægi fyrsta leiksins í úrslitaeinvíginu hefur verið mikið í þjálfaratíð Sverris en í öllum fjórum úrslitaeinvígum hans hjá konunum hefur það lið unnið Íslandsmeistaratitilinn sem landaði sigri í fyrsta leik lokaúrslitanna. Nú er að sjá hvort Sverrir Þór komist í klúbb þeirra þjálfara sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppni hjá bæði körlum og konum. Meðlimirnir eru aðeins tveir í dag – Benedikt Guðmundsson og Sigurður Ingimundarson.Tímabil Sverris Þórs Sverrissonar sem þjálfari í meistaraflokki:2004-05 Keflavík, konurDeildin: 17 sigrar - 3 töp (Deildarmeistari)Undanúrslit: Keflavík 2-1 ÍS {77-71 (64-64), 54-75, 79-73}Úrslitaeinvígi: Keflavík 3-0 Grindavík {88-71, 89-87 (81-81), 70-57}Niðurstaða: Íslandsmeistari2005-06 Keflavík, konurDeildin: 12 sigrar - 8 töp (3. sæti)Undanúrslit: Grindavík 0-2 Keflavík {83-90, 72-97}Úrslitaeinvígi: Haukar 3-0 Keflavík {90-61, 79-77, 81-77}Niðurstaða: 2. sæti2010-11 Njarðvík, konurDeildin: 10 sigrar - 10 töp (5. sæti)1.umferð: Haukar 0-2 Njarðvík {71-84, 83-55}Undanúrslit: Hamar 2-3 Njarðvík {85-77, 78-86, 83-47, 70-79, 67-74}Úrslitaeinvígi: Keflavík 3-0 Njarðvík {74-73, 67-64, 61-51}Niðurstaða: 2. sæti2011-12 Njarðvík, konurDeildin: 20 sigrar - 8 töp (2. sæti)Undanúrslit: Njarðvík 3-1 Snæfell {87-84, 83-85, 93-85, 79-78}Úrslitaeinvígi: Njarðvík 3-1 Haukar {75-73, 74-56, 66-69, 76-62}Niðurstaða: Íslandsmeistari2012-13 Grindavík, karlarDeildin: 18 sigrar - 4 töp (Deildarmeistari)8 liða úrslit: Grindavík 2-0 Skallagrímur {103-86, 102-78}Undanúrslit: Grindavík 3-1 KR {95-87, 72-90, 95-80, 92-88}Úrslitaeinvígi: Grindavík ?-? Stjarnan
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira