Rapparastríð leiðir til ákæru gegn Móra Stígur Helgason skrifar 9. apríl 2013 00:01 Erpur ræðir við lögreglumann rétt eftir atvikið. Fréttablaðið/Vilhelm Atlaga rapparans Móra að Erpi Eyvindarsyni, kollega hans í rappinu, þegar þeir voru á leið saman í útvarpsviðtal hefur nú getið af sér ákæru rúmum þremur árum eftir atvikið. Móri, sem heitir réttu nafni Magnús Ómarsson, hefur verið ákærður fyrir að hóta Erpi með því að elta hann um húsnæði útvarpssviðs 365 vopnaður hnífi og vekja með því hjá Erpi ótta um líf sitt og heilbrigði. Móri hafði meðferðis rafbyssu, sem er ólöglegt, og er því jafnframt ákærður fyrir vopnalagabrot. Það var síðdegis mánudaginn 15. febrúar 2010 sem Móri mætti á útvarpssvið 365, vopnaður hnífnum og rafbyssunni og með stóran doberman-hund sér við hlið. Hann var á leið í viðtal í þættinum Harmageddon á X-inu ásamt Erpi, þar sem þeir hugðust grafa stríðsöxina í beinni útsendingu eftir opinberar skærur sem höfðu staðið nokkra hríð, meðal annars um hvor þeirra væri meiri frumkvöðull á rappsviðinu. Móri réðst hins vegar beint að Erpi, dró upp hnífinn og elti hann um gólfið. Erpur varðist honum með skúringamoppu og stökkti honum að lokum á flótta. Lögregla var kvödd til, Móri gaf sig fram skömmu síðar og eðlilega varð lítið úr fyrirhugaðri sátt.Hér á sjónvarpsvef Vísis má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá 2010. Málið hefur síðan velkst í kerfinu í þrjú ár. Lögregla felldi málið niður eftir stutta rannsókn og skýrði þá ákvörðun þannig að líklega hefði verið um sviðsettan atburð að ræða. Lögmaður Erps, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sætti sig ekki við þann rökstuðning og kærði ákvörðunina til Ríkissaksóknara, sem fór fram á það seint á árinu 2011 að lögregla rannsakaði málið til hlítar. Málið var þá tekið upp á nýjan leik og sú rannsókn hefur nú leitt til ákærunnar. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. apríl.Atlagan náðist á öryggismyndavél. Hér sést Móri, fyrir miðju, elta Erp, til vinstri. Á eftir fylgir Frosti Logason, annar umsjónarmanna Harmagedddon.Magnús Ómarsson, Móri, gaf út samnefnda plötu árið 2002 sem náði miklum vinsældum og innihélt meðal annars lagið Atvinnukrimmi. Nýverið sendi hann frá sér lagið Vaknið!, það fyrsta í rúman áratug. Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Sjá meira
Atlaga rapparans Móra að Erpi Eyvindarsyni, kollega hans í rappinu, þegar þeir voru á leið saman í útvarpsviðtal hefur nú getið af sér ákæru rúmum þremur árum eftir atvikið. Móri, sem heitir réttu nafni Magnús Ómarsson, hefur verið ákærður fyrir að hóta Erpi með því að elta hann um húsnæði útvarpssviðs 365 vopnaður hnífi og vekja með því hjá Erpi ótta um líf sitt og heilbrigði. Móri hafði meðferðis rafbyssu, sem er ólöglegt, og er því jafnframt ákærður fyrir vopnalagabrot. Það var síðdegis mánudaginn 15. febrúar 2010 sem Móri mætti á útvarpssvið 365, vopnaður hnífnum og rafbyssunni og með stóran doberman-hund sér við hlið. Hann var á leið í viðtal í þættinum Harmageddon á X-inu ásamt Erpi, þar sem þeir hugðust grafa stríðsöxina í beinni útsendingu eftir opinberar skærur sem höfðu staðið nokkra hríð, meðal annars um hvor þeirra væri meiri frumkvöðull á rappsviðinu. Móri réðst hins vegar beint að Erpi, dró upp hnífinn og elti hann um gólfið. Erpur varðist honum með skúringamoppu og stökkti honum að lokum á flótta. Lögregla var kvödd til, Móri gaf sig fram skömmu síðar og eðlilega varð lítið úr fyrirhugaðri sátt.Hér á sjónvarpsvef Vísis má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá 2010. Málið hefur síðan velkst í kerfinu í þrjú ár. Lögregla felldi málið niður eftir stutta rannsókn og skýrði þá ákvörðun þannig að líklega hefði verið um sviðsettan atburð að ræða. Lögmaður Erps, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sætti sig ekki við þann rökstuðning og kærði ákvörðunina til Ríkissaksóknara, sem fór fram á það seint á árinu 2011 að lögregla rannsakaði málið til hlítar. Málið var þá tekið upp á nýjan leik og sú rannsókn hefur nú leitt til ákærunnar. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 18. apríl.Atlagan náðist á öryggismyndavél. Hér sést Móri, fyrir miðju, elta Erp, til vinstri. Á eftir fylgir Frosti Logason, annar umsjónarmanna Harmagedddon.Magnús Ómarsson, Móri, gaf út samnefnda plötu árið 2002 sem náði miklum vinsældum og innihélt meðal annars lagið Atvinnukrimmi. Nýverið sendi hann frá sér lagið Vaknið!, það fyrsta í rúman áratug.
Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Sjá meira