Páskabréf til Björns Bj. Össur Skarphéðinsson skrifar 28. mars 2013 06:00 Björn Bjarnason skrifar í Fréttablaðinu í gær að Ísland geti víst haft áhrif á mótun löggjafar í EES-samstarfinu. Þar séu vannýtt tækifæri og EES-samstarfið lifi góðu lífi. Því miður hefur örlað á að forysta hans eigin flokks tali stundum eins og hún sé jafnvel reiðubúin að setja í uppnám veigamikla hluta af EES-samningnum. Það gleður mig því að Björn er ekki kominn á slóðir sömu öfga hvað Evrópu varðar. Hann man enn þá kosti Evrópusamvinnunnar. Það er hins vegar ekki nóg að muna. Menn verða líka að hugsa rökrétt. Í nýlegri norskri skýrslu um stöðu EES-samstarfsins tala frændur okkar Norðmenn jákvætt um Evrópusamvinnuna. EES-samningurinn sé traustur þverbiti undir efnahagslífið. Þeir hamra hins vegar á hinum stóra galla sem felst í fullveldisafsalinu sem honum fylgir. Sama sagði Carl Bildt. Staðan er því miður ekki betri hjá okkur. Á síðasta ári tókum við upp 486 lagagerðir inn í EES-samninginn – án þess að Ísland hefði teljandi áhrif á mótun þeirra. Er hægt að auka áhrifin í EES-samstarfinu með virkari þátttöku eins og Björn hvetur til? Norðmönnum hefur ekki tekist það með miklu meiri fjármunum og mannafla en við. Það breytir ekki heldur þeirri staðreynd að í EES sitjum við ekki við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar heldur hírumst á ganginum, þaðan sem meira að segja Norðmönnum gengur illa að pukra skilaboðum inn í sal. Hjá Birni kemur hins vegar fram mikilvægt sjónarmið sem margir af skoðanabræðrum hans þverskallast við að viðurkenna: Ísland getur haft áhrif í alþjóðasamstarfi. Geti Ísland haft áhrif í EES-samstarfinu utan af gangi eins og Björn fullyrðir, þá hljóta þau að verða meiri ættum við sæti við borðið. Niðurstaðan er einföld: Aðild að ESB mun treysta fullveldi Íslands. Að lokum. Björn notar grein sína til að saka flokksbróður sinn Carl Bildt bæði um rógburð og klæki – og það rétt fyrir sjálfa páskana. Það skyldi þó ekki vera að þetta pínlega persónuníð gagnvart öllum sem ekki eru á „hinni einu sönnu skoðun“ sé að fæla fólk frá Sjálfstæðisflokknum þessa dagana? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason skrifar í Fréttablaðinu í gær að Ísland geti víst haft áhrif á mótun löggjafar í EES-samstarfinu. Þar séu vannýtt tækifæri og EES-samstarfið lifi góðu lífi. Því miður hefur örlað á að forysta hans eigin flokks tali stundum eins og hún sé jafnvel reiðubúin að setja í uppnám veigamikla hluta af EES-samningnum. Það gleður mig því að Björn er ekki kominn á slóðir sömu öfga hvað Evrópu varðar. Hann man enn þá kosti Evrópusamvinnunnar. Það er hins vegar ekki nóg að muna. Menn verða líka að hugsa rökrétt. Í nýlegri norskri skýrslu um stöðu EES-samstarfsins tala frændur okkar Norðmenn jákvætt um Evrópusamvinnuna. EES-samningurinn sé traustur þverbiti undir efnahagslífið. Þeir hamra hins vegar á hinum stóra galla sem felst í fullveldisafsalinu sem honum fylgir. Sama sagði Carl Bildt. Staðan er því miður ekki betri hjá okkur. Á síðasta ári tókum við upp 486 lagagerðir inn í EES-samninginn – án þess að Ísland hefði teljandi áhrif á mótun þeirra. Er hægt að auka áhrifin í EES-samstarfinu með virkari þátttöku eins og Björn hvetur til? Norðmönnum hefur ekki tekist það með miklu meiri fjármunum og mannafla en við. Það breytir ekki heldur þeirri staðreynd að í EES sitjum við ekki við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar heldur hírumst á ganginum, þaðan sem meira að segja Norðmönnum gengur illa að pukra skilaboðum inn í sal. Hjá Birni kemur hins vegar fram mikilvægt sjónarmið sem margir af skoðanabræðrum hans þverskallast við að viðurkenna: Ísland getur haft áhrif í alþjóðasamstarfi. Geti Ísland haft áhrif í EES-samstarfinu utan af gangi eins og Björn fullyrðir, þá hljóta þau að verða meiri ættum við sæti við borðið. Niðurstaðan er einföld: Aðild að ESB mun treysta fullveldi Íslands. Að lokum. Björn notar grein sína til að saka flokksbróður sinn Carl Bildt bæði um rógburð og klæki – og það rétt fyrir sjálfa páskana. Það skyldi þó ekki vera að þetta pínlega persónuníð gagnvart öllum sem ekki eru á „hinni einu sönnu skoðun“ sé að fæla fólk frá Sjálfstæðisflokknum þessa dagana?
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar