Að fórna vatni Stefán Jón Hafstein skrifar 25. mars 2013 00:01 Hvellur – ný kvikmynd um fyrsta „umhverfishryðjuverkafólkið?" á Íslandi er merkileg heimild sem skorar samtímann á hólm. Enginn efast nú um að það hafi verið rétt hjá Þingeyingum að sprengja Miðkvíslarstíflu í Laxá og koma í veg fyrir að Laxárdal og hluta Mývatnssveitar yrði sökkt. Landsvirkjun beitti öllu sínu afli til að knýja í gegn áform sem best er lýst sem klikkun í dag. Fyrrverandi umhverfisráðherra efast ekki andartak um að það hafi verið rétt ákvörðun hjá sér að berja í gegn dauðadóm yfir lífríki Lagarfljóts. Hagsmunir réðu. Sams konar hagsmunir og Landsvirkjun taldi sig þjóna þegar hún vildi drepa Laxá.Nú eru fleiri mál á dagskrá Nýsamþykkt Rammaáætlun um verndarnýtingu náttúrusvæða mun ekki gefa umhverfisverndarsinnum tóm til að fagna. Brotaviljinn gegn náttúru landsins er eindreginn. Hér eru nokkur dæmi um stórsóknarfórnir í undirbúningi: 1. Orkuveitan hélt á dögunum gott þing um vernd vatnsbóla Reykjavíkur í Heiðmörk. Mikilvægi þeirra er gríðarlegt, allir sammála um að verja þessa góðu auðlind. Varað við umferð, olíuleka, hestum, skokkurum, sumarhúsum, vegum og alls konar. Getum við sett vernd vatnsbólanna í forgang var spurt? Svarið er: Já, gerum það endilega og hættum við að leggja háspennulínu yfir Heiðmörk, tröllslegt mannvirki þar sem slysa- og mengunarhætta verður mikil við brunn- og verndarsvæði. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti þessa línulögn á sínum tíma, svokallaða Suðvesturlínu. Hún er í hrópandi mótsögn við allt sem kom fram á málþinginu. Hér er tekin gríðarleg áhætta til að skila niðurgreiddu rafmagni í álver í Helguvík. „Hagsmunirnir" af orkusölunni vega engan veginn upp hættuspil með miklu meiri hagsmuni. 2. Atvinnuráðherra og þáverandi formaður umhverfisverndarflokksins, VG, kom í sjónvarp til að kynna niðurgreidda stórverksmiðju á Bakka við Húsavík. Tók sérstaklega fram að hún yrði knúin orku frá gufuaflsvirkjun við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Langt er síðan umhverfismat fór fram vegna virkjunarinnar og síðan hefur þekking á eyðileggingarmætti þess konar virkjana aukist. Hvar ætti frekar að fara varlega en í ofurviðkvæmu lífríki Mývatnssveitar? Virkjunin byggir á því að hægt verði að dæla niður affallsvatni án þess að menga og trufla grunnvatnsstrauma til Mývatns – og því að brennisteinsvetni frá henni spilli ekki heilsu og gróðurfari. Um þetta má stórefast í ljósi reynslunnar. 3. Reynsla af jarðvarmavirkjun áþekkri þeirri sem á að reisa í Bjarnarflagi er fyrir hendi á Hellisheiði. Orkuveitan leitar nú undanþágu frá viðmiðunarmörkum vegna brennisteinsmengunar sem hún ræður ekki við – að eigin sögn. Í nýlegri skýrslu frá heilbrigðisnefnd Kópavogs kemur fram að mengunartoppar séu enn vandamál á höfuðborgarsvæðinu, en það sem vekur ugg er sú staðhæfing að enn sé lítið vitað um langtímaáhrif brennisteinsmengunar á fólk – þótt undir skilgreindum álagstoppum sé. Auðvitað verður undanþága veitt. 4. Við Svartsengi er jarðvarmavirkjun. Þar hafa menn nú gefist upp við að koma affallsvatni aftur niður í jörðina og ætla að gera milljarðaskurð til að koma því út í sjó. Mývatn? Einhver? Verður það sama uppi á Hellisheiði á næstu árum? 5. Á Nesjavöllum fer affallsvatnið beint út í Þingvallavatn. Eru menn alveg vissir um að það sé góð hugmynd? Reyndar ekki. Menn vita ekki – eða vilja ekki vita – hver langtímaáhrifin verða.Borgaraleg óhlýðni Svona er ástandið á rányrkjubúinu Íslandi. Umhverfisstofnun Evrópu segir í skýrslu um nýframkvæmdir: „Í 84 af 88 tilfellum sem rannsökuð voru, þar sem varað var við skaðlegum áhrifum á heilsu eða umhverfi, reyndust gagnrýnendur hafa haft rétt fyrir sér." (Fréttabl. 14. febrúar). Þetta segir mikið um gildi varúðarreglunnar. Hún skiptir þó litlu máli þegar brotaviljinn er eindreginn eins og hér á landi. Sannarlega eru þeir til sem telja fullkomlega réttlætanlegt að drepa allt kvikt í einu stærsta vatni landsins fyrir meinta meiri hagsmuni. Ákvörðun um það var upplýst og enginn vafi lék á að sú yrði niðurstaðan. En hvað með vatnsból Reykvíkinga? Mývatn? Þingvallavatn? Öndunarfæri þeirra sem búa í grennd við Hellisheiði? Þingeyingar sýndu fádæma manndóm á sínum tíma þegar þeir björguðu Laxá. Hver harmar hvellinn í dag? Nú mun enn á reyna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hvellur – ný kvikmynd um fyrsta „umhverfishryðjuverkafólkið?" á Íslandi er merkileg heimild sem skorar samtímann á hólm. Enginn efast nú um að það hafi verið rétt hjá Þingeyingum að sprengja Miðkvíslarstíflu í Laxá og koma í veg fyrir að Laxárdal og hluta Mývatnssveitar yrði sökkt. Landsvirkjun beitti öllu sínu afli til að knýja í gegn áform sem best er lýst sem klikkun í dag. Fyrrverandi umhverfisráðherra efast ekki andartak um að það hafi verið rétt ákvörðun hjá sér að berja í gegn dauðadóm yfir lífríki Lagarfljóts. Hagsmunir réðu. Sams konar hagsmunir og Landsvirkjun taldi sig þjóna þegar hún vildi drepa Laxá.Nú eru fleiri mál á dagskrá Nýsamþykkt Rammaáætlun um verndarnýtingu náttúrusvæða mun ekki gefa umhverfisverndarsinnum tóm til að fagna. Brotaviljinn gegn náttúru landsins er eindreginn. Hér eru nokkur dæmi um stórsóknarfórnir í undirbúningi: 1. Orkuveitan hélt á dögunum gott þing um vernd vatnsbóla Reykjavíkur í Heiðmörk. Mikilvægi þeirra er gríðarlegt, allir sammála um að verja þessa góðu auðlind. Varað við umferð, olíuleka, hestum, skokkurum, sumarhúsum, vegum og alls konar. Getum við sett vernd vatnsbólanna í forgang var spurt? Svarið er: Já, gerum það endilega og hættum við að leggja háspennulínu yfir Heiðmörk, tröllslegt mannvirki þar sem slysa- og mengunarhætta verður mikil við brunn- og verndarsvæði. Stjórn Orkuveitunnar samþykkti þessa línulögn á sínum tíma, svokallaða Suðvesturlínu. Hún er í hrópandi mótsögn við allt sem kom fram á málþinginu. Hér er tekin gríðarleg áhætta til að skila niðurgreiddu rafmagni í álver í Helguvík. „Hagsmunirnir" af orkusölunni vega engan veginn upp hættuspil með miklu meiri hagsmuni. 2. Atvinnuráðherra og þáverandi formaður umhverfisverndarflokksins, VG, kom í sjónvarp til að kynna niðurgreidda stórverksmiðju á Bakka við Húsavík. Tók sérstaklega fram að hún yrði knúin orku frá gufuaflsvirkjun við Bjarnarflag í Mývatnssveit. Langt er síðan umhverfismat fór fram vegna virkjunarinnar og síðan hefur þekking á eyðileggingarmætti þess konar virkjana aukist. Hvar ætti frekar að fara varlega en í ofurviðkvæmu lífríki Mývatnssveitar? Virkjunin byggir á því að hægt verði að dæla niður affallsvatni án þess að menga og trufla grunnvatnsstrauma til Mývatns – og því að brennisteinsvetni frá henni spilli ekki heilsu og gróðurfari. Um þetta má stórefast í ljósi reynslunnar. 3. Reynsla af jarðvarmavirkjun áþekkri þeirri sem á að reisa í Bjarnarflagi er fyrir hendi á Hellisheiði. Orkuveitan leitar nú undanþágu frá viðmiðunarmörkum vegna brennisteinsmengunar sem hún ræður ekki við – að eigin sögn. Í nýlegri skýrslu frá heilbrigðisnefnd Kópavogs kemur fram að mengunartoppar séu enn vandamál á höfuðborgarsvæðinu, en það sem vekur ugg er sú staðhæfing að enn sé lítið vitað um langtímaáhrif brennisteinsmengunar á fólk – þótt undir skilgreindum álagstoppum sé. Auðvitað verður undanþága veitt. 4. Við Svartsengi er jarðvarmavirkjun. Þar hafa menn nú gefist upp við að koma affallsvatni aftur niður í jörðina og ætla að gera milljarðaskurð til að koma því út í sjó. Mývatn? Einhver? Verður það sama uppi á Hellisheiði á næstu árum? 5. Á Nesjavöllum fer affallsvatnið beint út í Þingvallavatn. Eru menn alveg vissir um að það sé góð hugmynd? Reyndar ekki. Menn vita ekki – eða vilja ekki vita – hver langtímaáhrifin verða.Borgaraleg óhlýðni Svona er ástandið á rányrkjubúinu Íslandi. Umhverfisstofnun Evrópu segir í skýrslu um nýframkvæmdir: „Í 84 af 88 tilfellum sem rannsökuð voru, þar sem varað var við skaðlegum áhrifum á heilsu eða umhverfi, reyndust gagnrýnendur hafa haft rétt fyrir sér." (Fréttabl. 14. febrúar). Þetta segir mikið um gildi varúðarreglunnar. Hún skiptir þó litlu máli þegar brotaviljinn er eindreginn eins og hér á landi. Sannarlega eru þeir til sem telja fullkomlega réttlætanlegt að drepa allt kvikt í einu stærsta vatni landsins fyrir meinta meiri hagsmuni. Ákvörðun um það var upplýst og enginn vafi lék á að sú yrði niðurstaðan. En hvað með vatnsból Reykvíkinga? Mývatn? Þingvallavatn? Öndunarfæri þeirra sem búa í grennd við Hellisheiði? Þingeyingar sýndu fádæma manndóm á sínum tíma þegar þeir björguðu Laxá. Hver harmar hvellinn í dag? Nú mun enn á reyna.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar