Misrétti er dýrkeypt: Jafnrétti er efnahagsleg velferð Katrín Júlíusdóttir skrifar 25. mars 2013 15:45 Árið 1984 var hlutfall kvenna á Alþingi 15%. Karlar höfðu að meðaltali 57% hærri laun á ársverk en konur. Útivinnandi foreldrar áttu ekki trygga heilsdagsvistun fyrir börn sín, sem oftar bitnaði á tekjumöguleikum kvenna. Ástæða þess að þetta ár er nefnt er að þá hófst hinum megin á hnettinum, í Ástralíu, merkilegt verkefni. Það fólst í því að rannsaka ólík áhrif útdeilingar sameiginlegra fjármuna á kynin. Markmiðið var að sameina þekkingu á kynjamisrétti og fjármálum hins opinbera í því skyni að skapa ný og betri skilyrði. Smátt og smátt skynjuðu fleiri lönd nauðsyn þess að beita kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð sem tæki til þess að stuðla að jafnrétti. Ísland er í þessum hópi, enda hefur jafnrétti kynjanna ekki verið náð og konur og karlar búa við mismunandi aðstæður. Nefna má að konur bera í meiri mæli en karlar ábyrgð á umönnunar- og heimilisstörfum og að kynbundinn launamunur er enn fyrir hendi. Þá er mikil kynjaskipting í náms- og starfsvali og mun fleiri konur en karlar eru í hlutastörfum. Ráðstafanir og ákvarðanir varðandi ríkisfjármál hafa því mismunandi áhrif á konur og karla. Í allri lagaumgjörð er skýrt talað um jafnrétti. Þannig er í stjórnarskrá kveðið á um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Í jafnréttislögum segir að "kynjasamþættingar skuli gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð sem gerð er á vegum ráðuneyta og opinberra stofnana er starfa á málefnasviði þeirra". Enn fremur hefur Ísland skuldbundið sig til að vinna markvisst að jafnrétti í ýmsum alþjóðasáttmálum, s.s. Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er því eitt af hlutverkum hins opinbera að tryggja að ekki séu kerfislægar forsendur fyrir hendi sem stuðla að eða viðhalda misrétti.Nýjar aðferðir Íslendingar kölluðu á nýtt gildismat og nýjar aðferðir eftir hrun. Meiri sanngirni. Meira réttlæti. Í þessum anda hófu íslensk stjórnvöld árið 2009 innleiðingu á kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð. Skipuð var verkefnisstjórn til að móta innleiðingarferlið og árið 2010 var hafist handa við tilraunaverkefni. Nú er unnið samkvæmt þriggja ára áætlun um innleiðingu og vinna ráðuneytin verkefni í tengslum við hana. Í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð felst greining á hvaða áhrif ráðstöfun og öflun opinberra fjármuna hefur á kynin. Ef greiningin leiðir í ljós mismunun þarf að grípa til aðgerða til að meðferð opinberra fjármuna stuðli að jafnrétti í stað þess að misrétti sé viðhaldið eða jafnvel aukið. Í þeim verkefnum sem unnin hafa verið á sviði kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar hefur ýmislegt forvitnilegt komið í ljós. Þar má nefna að biðtími kvenna eftir kransæðaþræðingu var að meðaltali lengri en karla á árunum 2009 og 2010. Við höfum einnig öðlast betri þekkingu á kynjaáhrifum skattkerfisins, atvinnuleysisbótakerfisins og ýmissa sjóða- og styrkjakerfa. Þannig má nefna að millifæranleiki persónuafsláttar getur verið kerfisbundin hindrun varðandi þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Tekjutenging atvinnuleysisbóta gagnast kynjunum misvel, styrkir til mjólkurframleiðslu eru í miklum meirihluta greiddir til karla og aðgerðir til að vinna gegn loftlagsáhrifum skapa frekar störf á karllægum sviðum, svo sem í landbúnaði og við véla- og tæknivinnu.Árangursríkt tæki Öll ráðuneytin vinna nú að þriggja ára verkefnum í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð. Við væntum þess að verkefnin skili okkur heildstæðum greiningum á þeim sviðum sem þau ná yfir ásamt því að gripið verði til aðgerða þar sem þess reynist þörf. Að auki munu verkefnin skila okkur færni þannig að aðferðafræðin verði okkur töm og notuð við dagleg störf. Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð má nefnilega ekki einskorðast við þau verkefni sem nú eru í gangi heldur er brýnt að við nýtum okkur þetta tæki þar sem ætla má að ráðstöfun opinberra fjármuna hafi áhrif á stöðu kynjanna. Það er ánægjulegt að fleiri eru að tileinka sér þessa aðferðafræði hérlendis. Reykjavíkurborg hefur hafið innleiðingu af krafti og mikilvægt er að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Þá er einnig brýnt að öflugar hreyfingar, á borð við kvennahreyfinguna, leggi orð í belg og taki þátt í þróun innleiðingarinnar. Markmiðið er að koma kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð ofar á forgangslistann. Íslendingar eru jafnréttissinnuð þjóð. Flest viljum við jafnrétti og erum stolt af því að teljast framarlega í þeim málum á heimsvísu. Til að halda því þurfum við að tileinka okkur þær aðferðir sem þróaðar eru til að stuðla að jafnrétti. Með því að greina hvaða áhrif öflun og ráðstöfun opinberra fjármuna hefur á kynin og ýmsa hópa samfélagsins erum við betur í stakk búin til að setja okkur markmið og breyta hlutunum þannig að samfélagið verði réttlátara. Jafnrétti og efnahagsleg velferð fer saman en misrétti er okkur dýrkeypt. Við höfum því allt að vinna en engu að tapa með því að taka upp aðferðir sem veita okkur betri aðgang að upplýsingum sem eru mikilvægar við ákvarðanatöku. Það gerir okkur kleift að stuðla að betra og kraftmeira samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Árið 1984 var hlutfall kvenna á Alþingi 15%. Karlar höfðu að meðaltali 57% hærri laun á ársverk en konur. Útivinnandi foreldrar áttu ekki trygga heilsdagsvistun fyrir börn sín, sem oftar bitnaði á tekjumöguleikum kvenna. Ástæða þess að þetta ár er nefnt er að þá hófst hinum megin á hnettinum, í Ástralíu, merkilegt verkefni. Það fólst í því að rannsaka ólík áhrif útdeilingar sameiginlegra fjármuna á kynin. Markmiðið var að sameina þekkingu á kynjamisrétti og fjármálum hins opinbera í því skyni að skapa ný og betri skilyrði. Smátt og smátt skynjuðu fleiri lönd nauðsyn þess að beita kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð sem tæki til þess að stuðla að jafnrétti. Ísland er í þessum hópi, enda hefur jafnrétti kynjanna ekki verið náð og konur og karlar búa við mismunandi aðstæður. Nefna má að konur bera í meiri mæli en karlar ábyrgð á umönnunar- og heimilisstörfum og að kynbundinn launamunur er enn fyrir hendi. Þá er mikil kynjaskipting í náms- og starfsvali og mun fleiri konur en karlar eru í hlutastörfum. Ráðstafanir og ákvarðanir varðandi ríkisfjármál hafa því mismunandi áhrif á konur og karla. Í allri lagaumgjörð er skýrt talað um jafnrétti. Þannig er í stjórnarskrá kveðið á um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Í jafnréttislögum segir að "kynjasamþættingar skuli gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð sem gerð er á vegum ráðuneyta og opinberra stofnana er starfa á málefnasviði þeirra". Enn fremur hefur Ísland skuldbundið sig til að vinna markvisst að jafnrétti í ýmsum alþjóðasáttmálum, s.s. Kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það er því eitt af hlutverkum hins opinbera að tryggja að ekki séu kerfislægar forsendur fyrir hendi sem stuðla að eða viðhalda misrétti.Nýjar aðferðir Íslendingar kölluðu á nýtt gildismat og nýjar aðferðir eftir hrun. Meiri sanngirni. Meira réttlæti. Í þessum anda hófu íslensk stjórnvöld árið 2009 innleiðingu á kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð. Skipuð var verkefnisstjórn til að móta innleiðingarferlið og árið 2010 var hafist handa við tilraunaverkefni. Nú er unnið samkvæmt þriggja ára áætlun um innleiðingu og vinna ráðuneytin verkefni í tengslum við hana. Í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð felst greining á hvaða áhrif ráðstöfun og öflun opinberra fjármuna hefur á kynin. Ef greiningin leiðir í ljós mismunun þarf að grípa til aðgerða til að meðferð opinberra fjármuna stuðli að jafnrétti í stað þess að misrétti sé viðhaldið eða jafnvel aukið. Í þeim verkefnum sem unnin hafa verið á sviði kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar hefur ýmislegt forvitnilegt komið í ljós. Þar má nefna að biðtími kvenna eftir kransæðaþræðingu var að meðaltali lengri en karla á árunum 2009 og 2010. Við höfum einnig öðlast betri þekkingu á kynjaáhrifum skattkerfisins, atvinnuleysisbótakerfisins og ýmissa sjóða- og styrkjakerfa. Þannig má nefna að millifæranleiki persónuafsláttar getur verið kerfisbundin hindrun varðandi þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Tekjutenging atvinnuleysisbóta gagnast kynjunum misvel, styrkir til mjólkurframleiðslu eru í miklum meirihluta greiddir til karla og aðgerðir til að vinna gegn loftlagsáhrifum skapa frekar störf á karllægum sviðum, svo sem í landbúnaði og við véla- og tæknivinnu.Árangursríkt tæki Öll ráðuneytin vinna nú að þriggja ára verkefnum í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð. Við væntum þess að verkefnin skili okkur heildstæðum greiningum á þeim sviðum sem þau ná yfir ásamt því að gripið verði til aðgerða þar sem þess reynist þörf. Að auki munu verkefnin skila okkur færni þannig að aðferðafræðin verði okkur töm og notuð við dagleg störf. Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð má nefnilega ekki einskorðast við þau verkefni sem nú eru í gangi heldur er brýnt að við nýtum okkur þetta tæki þar sem ætla má að ráðstöfun opinberra fjármuna hafi áhrif á stöðu kynjanna. Það er ánægjulegt að fleiri eru að tileinka sér þessa aðferðafræði hérlendis. Reykjavíkurborg hefur hafið innleiðingu af krafti og mikilvægt er að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Þá er einnig brýnt að öflugar hreyfingar, á borð við kvennahreyfinguna, leggi orð í belg og taki þátt í þróun innleiðingarinnar. Markmiðið er að koma kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð ofar á forgangslistann. Íslendingar eru jafnréttissinnuð þjóð. Flest viljum við jafnrétti og erum stolt af því að teljast framarlega í þeim málum á heimsvísu. Til að halda því þurfum við að tileinka okkur þær aðferðir sem þróaðar eru til að stuðla að jafnrétti. Með því að greina hvaða áhrif öflun og ráðstöfun opinberra fjármuna hefur á kynin og ýmsa hópa samfélagsins erum við betur í stakk búin til að setja okkur markmið og breyta hlutunum þannig að samfélagið verði réttlátara. Jafnrétti og efnahagsleg velferð fer saman en misrétti er okkur dýrkeypt. Við höfum því allt að vinna en engu að tapa með því að taka upp aðferðir sem veita okkur betri aðgang að upplýsingum sem eru mikilvægar við ákvarðanatöku. Það gerir okkur kleift að stuðla að betra og kraftmeira samfélagi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun