Geðheilbrigði til framtíðar Eva Bjarnadóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Ýmis málefni sem tengjast geðheilbrigði hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. Það er því vert að líta yfir sviðið og skoða aðbúnað málaflokksins. Í því ljósi minnum við á mikilvægi þess að fólk með geðsjúkdóma taki virkan þátt í opinberri umræðu um heilbrigðisþjónustuna, kjör sín og hagsmuni. Annar höfunda þessarar greinar greindist með geðklofa 16 ára gamall og á þeim 43 árum sem liðin eru hefur hann tvisvar sinnum lagst inn á geðdeild. Með eigin aðferðum og með aðstoð geðlyfja hefur hann náð góðum bata, tekið virkan þátt í hagsmunabaráttu síns hóps og notið lífsins.Aðgengileg heilbrigðisþjónusta Til þess að okkur geti almennt gengið vel að takast á við geðsjúkdóma þarf heilbrigðiskerfið að vera aðgengilegt og styðjandi, og ekki síður að hafa það að markmiði að allir nái bata með hjálp endurhæfingar, réttrar lyfjagjafar og góðrar eftirfylgni. Þá er afar mikilvægt í þessu samhengi að viðeigandi meðferð geti hafist sem fyrst. Um margra ára skeið hefur geðheilbrigðisþjónusta verið fjársvelt, skortur hefur verið á nýliðun meðal sérfræðinga á þessu sviði og engin heildstæð stefnumótun átt sér stað. Á síðustu árum höfum við svo fundið fyrir því hvernig niðurskurður í heilbrigðisþjónustu hefur aukið álagið alls staðar á landinu. Þeir sem leita til ráðgjafa Geðhjálpar í Reykjavík hafa gjarnan beðið lengi með að leita sér aðstoðar og þörfin á aðstoð orðin mikil. Fyrir marga þeirra eru því fjögurra til fimm mánaða biðlistar Landspítalans allt of langir.Niðurskurður ekki rót vandans Þótt niðurskurðurinn hafi aukið álagið á kerfinu er hann þó ekki rót vandans. Geðhjálp hefur bent á að nýrri hugsun um réttindi fólks með geðsjúkdóma verði að fylgja ný vinnubrögð. Á síðustu árum hafa slíkar hugmyndir rutt sér braut innan geðheilbrigðisþjónustunnar og mikilvæg skref hafa verið stigin, meðal annars með tilkomu réttindagæslumanna fatlaðra og með nýrri Geðheilsustöð Breiðholts. Aftur á móti hefur þessari jákvæðu þróun ekki verið fylgt eftir með áætlun um hvernig hinir fjölmörgu aðilar á geðsviði eigi að vinna saman eða hvernig tryggja eigi jafnan aðgang allra að sambærilegri þjónustu. Með öðrum orðum, rót vandans er í raun skortur á heildstæðri stefnumótun í geðheilbrigðismálum en ekki bara fjárskortur eða hugmyndaleysi. Bæði í niðurskurði og í uppbyggingu verða markmiðin að vera skýr. Þá verður leiðin að þeim markmiðum að liggja fyrir og jafnframt áætlun um hvernig ólík stig þjónustunnar eigi að vinna saman.Áskorun Enginn skortur er á góðum hugmyndum á geðheilbrigðissviði, og daglega leggja fjölmargir sitt af mörkum við að veita bestu mögulegu þjónustu. Við skorum því á stjórnvöld að virkja þennan mannauð og móta geðheilbrigðisstefnu til framtíðar. Við skorum á frambjóðendur til næstu kosninga að setja geðheilbrigðismál á dagskrá stjórnmálanna. Síðast en ekki síst skorum við á fólk með geðsjúkdóma, aðstandendur þess og alla þá sem hafa áhuga á málaflokknum að láta í sér heyra, taka þátt í hagsmunabaráttu og þrýsta á um breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Bjarnadóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Ýmis málefni sem tengjast geðheilbrigði hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. Það er því vert að líta yfir sviðið og skoða aðbúnað málaflokksins. Í því ljósi minnum við á mikilvægi þess að fólk með geðsjúkdóma taki virkan þátt í opinberri umræðu um heilbrigðisþjónustuna, kjör sín og hagsmuni. Annar höfunda þessarar greinar greindist með geðklofa 16 ára gamall og á þeim 43 árum sem liðin eru hefur hann tvisvar sinnum lagst inn á geðdeild. Með eigin aðferðum og með aðstoð geðlyfja hefur hann náð góðum bata, tekið virkan þátt í hagsmunabaráttu síns hóps og notið lífsins.Aðgengileg heilbrigðisþjónusta Til þess að okkur geti almennt gengið vel að takast á við geðsjúkdóma þarf heilbrigðiskerfið að vera aðgengilegt og styðjandi, og ekki síður að hafa það að markmiði að allir nái bata með hjálp endurhæfingar, réttrar lyfjagjafar og góðrar eftirfylgni. Þá er afar mikilvægt í þessu samhengi að viðeigandi meðferð geti hafist sem fyrst. Um margra ára skeið hefur geðheilbrigðisþjónusta verið fjársvelt, skortur hefur verið á nýliðun meðal sérfræðinga á þessu sviði og engin heildstæð stefnumótun átt sér stað. Á síðustu árum höfum við svo fundið fyrir því hvernig niðurskurður í heilbrigðisþjónustu hefur aukið álagið alls staðar á landinu. Þeir sem leita til ráðgjafa Geðhjálpar í Reykjavík hafa gjarnan beðið lengi með að leita sér aðstoðar og þörfin á aðstoð orðin mikil. Fyrir marga þeirra eru því fjögurra til fimm mánaða biðlistar Landspítalans allt of langir.Niðurskurður ekki rót vandans Þótt niðurskurðurinn hafi aukið álagið á kerfinu er hann þó ekki rót vandans. Geðhjálp hefur bent á að nýrri hugsun um réttindi fólks með geðsjúkdóma verði að fylgja ný vinnubrögð. Á síðustu árum hafa slíkar hugmyndir rutt sér braut innan geðheilbrigðisþjónustunnar og mikilvæg skref hafa verið stigin, meðal annars með tilkomu réttindagæslumanna fatlaðra og með nýrri Geðheilsustöð Breiðholts. Aftur á móti hefur þessari jákvæðu þróun ekki verið fylgt eftir með áætlun um hvernig hinir fjölmörgu aðilar á geðsviði eigi að vinna saman eða hvernig tryggja eigi jafnan aðgang allra að sambærilegri þjónustu. Með öðrum orðum, rót vandans er í raun skortur á heildstæðri stefnumótun í geðheilbrigðismálum en ekki bara fjárskortur eða hugmyndaleysi. Bæði í niðurskurði og í uppbyggingu verða markmiðin að vera skýr. Þá verður leiðin að þeim markmiðum að liggja fyrir og jafnframt áætlun um hvernig ólík stig þjónustunnar eigi að vinna saman.Áskorun Enginn skortur er á góðum hugmyndum á geðheilbrigðissviði, og daglega leggja fjölmargir sitt af mörkum við að veita bestu mögulegu þjónustu. Við skorum því á stjórnvöld að virkja þennan mannauð og móta geðheilbrigðisstefnu til framtíðar. Við skorum á frambjóðendur til næstu kosninga að setja geðheilbrigðismál á dagskrá stjórnmálanna. Síðast en ekki síst skorum við á fólk með geðsjúkdóma, aðstandendur þess og alla þá sem hafa áhuga á málaflokknum að láta í sér heyra, taka þátt í hagsmunabaráttu og þrýsta á um breytingar.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun