Geðheilbrigði til framtíðar Eva Bjarnadóttir skrifar 14. mars 2013 06:00 Ýmis málefni sem tengjast geðheilbrigði hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. Það er því vert að líta yfir sviðið og skoða aðbúnað málaflokksins. Í því ljósi minnum við á mikilvægi þess að fólk með geðsjúkdóma taki virkan þátt í opinberri umræðu um heilbrigðisþjónustuna, kjör sín og hagsmuni. Annar höfunda þessarar greinar greindist með geðklofa 16 ára gamall og á þeim 43 árum sem liðin eru hefur hann tvisvar sinnum lagst inn á geðdeild. Með eigin aðferðum og með aðstoð geðlyfja hefur hann náð góðum bata, tekið virkan þátt í hagsmunabaráttu síns hóps og notið lífsins.Aðgengileg heilbrigðisþjónusta Til þess að okkur geti almennt gengið vel að takast á við geðsjúkdóma þarf heilbrigðiskerfið að vera aðgengilegt og styðjandi, og ekki síður að hafa það að markmiði að allir nái bata með hjálp endurhæfingar, réttrar lyfjagjafar og góðrar eftirfylgni. Þá er afar mikilvægt í þessu samhengi að viðeigandi meðferð geti hafist sem fyrst. Um margra ára skeið hefur geðheilbrigðisþjónusta verið fjársvelt, skortur hefur verið á nýliðun meðal sérfræðinga á þessu sviði og engin heildstæð stefnumótun átt sér stað. Á síðustu árum höfum við svo fundið fyrir því hvernig niðurskurður í heilbrigðisþjónustu hefur aukið álagið alls staðar á landinu. Þeir sem leita til ráðgjafa Geðhjálpar í Reykjavík hafa gjarnan beðið lengi með að leita sér aðstoðar og þörfin á aðstoð orðin mikil. Fyrir marga þeirra eru því fjögurra til fimm mánaða biðlistar Landspítalans allt of langir.Niðurskurður ekki rót vandans Þótt niðurskurðurinn hafi aukið álagið á kerfinu er hann þó ekki rót vandans. Geðhjálp hefur bent á að nýrri hugsun um réttindi fólks með geðsjúkdóma verði að fylgja ný vinnubrögð. Á síðustu árum hafa slíkar hugmyndir rutt sér braut innan geðheilbrigðisþjónustunnar og mikilvæg skref hafa verið stigin, meðal annars með tilkomu réttindagæslumanna fatlaðra og með nýrri Geðheilsustöð Breiðholts. Aftur á móti hefur þessari jákvæðu þróun ekki verið fylgt eftir með áætlun um hvernig hinir fjölmörgu aðilar á geðsviði eigi að vinna saman eða hvernig tryggja eigi jafnan aðgang allra að sambærilegri þjónustu. Með öðrum orðum, rót vandans er í raun skortur á heildstæðri stefnumótun í geðheilbrigðismálum en ekki bara fjárskortur eða hugmyndaleysi. Bæði í niðurskurði og í uppbyggingu verða markmiðin að vera skýr. Þá verður leiðin að þeim markmiðum að liggja fyrir og jafnframt áætlun um hvernig ólík stig þjónustunnar eigi að vinna saman.Áskorun Enginn skortur er á góðum hugmyndum á geðheilbrigðissviði, og daglega leggja fjölmargir sitt af mörkum við að veita bestu mögulegu þjónustu. Við skorum því á stjórnvöld að virkja þennan mannauð og móta geðheilbrigðisstefnu til framtíðar. Við skorum á frambjóðendur til næstu kosninga að setja geðheilbrigðismál á dagskrá stjórnmálanna. Síðast en ekki síst skorum við á fólk með geðsjúkdóma, aðstandendur þess og alla þá sem hafa áhuga á málaflokknum að láta í sér heyra, taka þátt í hagsmunabaráttu og þrýsta á um breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Bjarnadóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ýmis málefni sem tengjast geðheilbrigði hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. Það er því vert að líta yfir sviðið og skoða aðbúnað málaflokksins. Í því ljósi minnum við á mikilvægi þess að fólk með geðsjúkdóma taki virkan þátt í opinberri umræðu um heilbrigðisþjónustuna, kjör sín og hagsmuni. Annar höfunda þessarar greinar greindist með geðklofa 16 ára gamall og á þeim 43 árum sem liðin eru hefur hann tvisvar sinnum lagst inn á geðdeild. Með eigin aðferðum og með aðstoð geðlyfja hefur hann náð góðum bata, tekið virkan þátt í hagsmunabaráttu síns hóps og notið lífsins.Aðgengileg heilbrigðisþjónusta Til þess að okkur geti almennt gengið vel að takast á við geðsjúkdóma þarf heilbrigðiskerfið að vera aðgengilegt og styðjandi, og ekki síður að hafa það að markmiði að allir nái bata með hjálp endurhæfingar, réttrar lyfjagjafar og góðrar eftirfylgni. Þá er afar mikilvægt í þessu samhengi að viðeigandi meðferð geti hafist sem fyrst. Um margra ára skeið hefur geðheilbrigðisþjónusta verið fjársvelt, skortur hefur verið á nýliðun meðal sérfræðinga á þessu sviði og engin heildstæð stefnumótun átt sér stað. Á síðustu árum höfum við svo fundið fyrir því hvernig niðurskurður í heilbrigðisþjónustu hefur aukið álagið alls staðar á landinu. Þeir sem leita til ráðgjafa Geðhjálpar í Reykjavík hafa gjarnan beðið lengi með að leita sér aðstoðar og þörfin á aðstoð orðin mikil. Fyrir marga þeirra eru því fjögurra til fimm mánaða biðlistar Landspítalans allt of langir.Niðurskurður ekki rót vandans Þótt niðurskurðurinn hafi aukið álagið á kerfinu er hann þó ekki rót vandans. Geðhjálp hefur bent á að nýrri hugsun um réttindi fólks með geðsjúkdóma verði að fylgja ný vinnubrögð. Á síðustu árum hafa slíkar hugmyndir rutt sér braut innan geðheilbrigðisþjónustunnar og mikilvæg skref hafa verið stigin, meðal annars með tilkomu réttindagæslumanna fatlaðra og með nýrri Geðheilsustöð Breiðholts. Aftur á móti hefur þessari jákvæðu þróun ekki verið fylgt eftir með áætlun um hvernig hinir fjölmörgu aðilar á geðsviði eigi að vinna saman eða hvernig tryggja eigi jafnan aðgang allra að sambærilegri þjónustu. Með öðrum orðum, rót vandans er í raun skortur á heildstæðri stefnumótun í geðheilbrigðismálum en ekki bara fjárskortur eða hugmyndaleysi. Bæði í niðurskurði og í uppbyggingu verða markmiðin að vera skýr. Þá verður leiðin að þeim markmiðum að liggja fyrir og jafnframt áætlun um hvernig ólík stig þjónustunnar eigi að vinna saman.Áskorun Enginn skortur er á góðum hugmyndum á geðheilbrigðissviði, og daglega leggja fjölmargir sitt af mörkum við að veita bestu mögulegu þjónustu. Við skorum því á stjórnvöld að virkja þennan mannauð og móta geðheilbrigðisstefnu til framtíðar. Við skorum á frambjóðendur til næstu kosninga að setja geðheilbrigðismál á dagskrá stjórnmálanna. Síðast en ekki síst skorum við á fólk með geðsjúkdóma, aðstandendur þess og alla þá sem hafa áhuga á málaflokknum að láta í sér heyra, taka þátt í hagsmunabaráttu og þrýsta á um breytingar.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun