Frelsinu fylgir ábyrgð Kristinn H. Gunnarsson skrifar 14. mars 2013 06:00 Umræðan í aðdraganda komandi alþingiskosninga snýst um þessar mundir að mestu um fortíðina. Það er varla minnst á það hvernig eigi að greiða niður gífurlegar skuldir hins opinbera, koma á efnahagslegum stöðugleika og ná fram vaxandi kaupmætti. Krafist er að ríkið lækki skuldir þeirra sem keyptu skömmu fyrir hrun. Rökin eru þau að skuldirnar hafi stökkbreyst og að ósanngjarnt sé að þær verði greiddar að fullu. Nóg framboð er af stjórnmálaflokkum sem lofa skuldurum gulli og grænum skógum og skeyta lítið um þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Þessi þróun í þjóðfélaginu er mjög varasöm og minnir á upplausnarástandið á 13. öldinni, í aðdraganda þess að þjóðin lét frá sér sjálfstæðið vegna innri sundrungar. Rökin fyrir kröfunni eru röng. Skuldirnar hafa ekki stökkbreyst. Minnkandi verðgildi krónunnar gerir það að verkum að fleiri krónur þarf til þess að endurspegla sömu verðmæti. Það er kaupmátturinn sem féll, þess vegna eiga margir í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum sínum. Lækkun skulda með lagasetningu þýðir einfaldlega að þær eru færðar til og aðrir einstaklingar borga. Þeir sem munu bera skuldatilfærsluna urðu fyrir sömu kjaraskerðingunni og skuldararnir. Hvers vegna eiga þeir að axla meiri byrðar en orðið er og hver eru rökin fyrir því að valdir skuldarar eigi að vera undanþegnir kjaraskerðingunni? Byrðarnar munu einkum lenda á gamla fólkinu, örorkulífeyrisþegum og heilbrigðiskerfinu. Þegar er meira en nóg í þeim efnum að gert og ekki á það bætandi. Einstaklingar og lánastofnanir búa við frelsi til þess að semja um fjárskuldbindingar. Því frelsi fylgir hins vegar ábyrgð. Það er verkefni þessara aðila að semja um viðbrögð þegar forsendur breytast verulega, eins og minnkandi kaupmáttur er dæmi um. Hvers vegna eru stjórnmálaflokkar að færa ábyrgðina frá viðskiptabönkunum yfir á ríkissjóð á því að takast á við afleiðingar lánveitinga sinna? Íslandsbanki skreytir sig með því að endurgreiða hluta af vöxtum viðskiptavina sinna. Bankinn hefur grætt 81 milljarð króna frá hruni. Það gengur ekki að breyta leikreglunum eftir á og afnema ábyrgðina. Það þarf að líta til framtíðar áður en það verður gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Umræðan í aðdraganda komandi alþingiskosninga snýst um þessar mundir að mestu um fortíðina. Það er varla minnst á það hvernig eigi að greiða niður gífurlegar skuldir hins opinbera, koma á efnahagslegum stöðugleika og ná fram vaxandi kaupmætti. Krafist er að ríkið lækki skuldir þeirra sem keyptu skömmu fyrir hrun. Rökin eru þau að skuldirnar hafi stökkbreyst og að ósanngjarnt sé að þær verði greiddar að fullu. Nóg framboð er af stjórnmálaflokkum sem lofa skuldurum gulli og grænum skógum og skeyta lítið um þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Þessi þróun í þjóðfélaginu er mjög varasöm og minnir á upplausnarástandið á 13. öldinni, í aðdraganda þess að þjóðin lét frá sér sjálfstæðið vegna innri sundrungar. Rökin fyrir kröfunni eru röng. Skuldirnar hafa ekki stökkbreyst. Minnkandi verðgildi krónunnar gerir það að verkum að fleiri krónur þarf til þess að endurspegla sömu verðmæti. Það er kaupmátturinn sem féll, þess vegna eiga margir í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum sínum. Lækkun skulda með lagasetningu þýðir einfaldlega að þær eru færðar til og aðrir einstaklingar borga. Þeir sem munu bera skuldatilfærsluna urðu fyrir sömu kjaraskerðingunni og skuldararnir. Hvers vegna eiga þeir að axla meiri byrðar en orðið er og hver eru rökin fyrir því að valdir skuldarar eigi að vera undanþegnir kjaraskerðingunni? Byrðarnar munu einkum lenda á gamla fólkinu, örorkulífeyrisþegum og heilbrigðiskerfinu. Þegar er meira en nóg í þeim efnum að gert og ekki á það bætandi. Einstaklingar og lánastofnanir búa við frelsi til þess að semja um fjárskuldbindingar. Því frelsi fylgir hins vegar ábyrgð. Það er verkefni þessara aðila að semja um viðbrögð þegar forsendur breytast verulega, eins og minnkandi kaupmáttur er dæmi um. Hvers vegna eru stjórnmálaflokkar að færa ábyrgðina frá viðskiptabönkunum yfir á ríkissjóð á því að takast á við afleiðingar lánveitinga sinna? Íslandsbanki skreytir sig með því að endurgreiða hluta af vöxtum viðskiptavina sinna. Bankinn hefur grætt 81 milljarð króna frá hruni. Það gengur ekki að breyta leikreglunum eftir á og afnema ábyrgðina. Það þarf að líta til framtíðar áður en það verður gert.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun