Aukin fjárfesting fram undan í Reykjavík Dagur B. Eggertsson og formaður borgarráðs skrifa 9. mars 2013 06:00 Flestir eru sammála um mikilvægi aukinnar fjárfestingar til að auka hagvöxt á Íslandi. Þessi grein er til að vekja athygli jákvæðri þróun. Reykjavíkurborg hefur verið að kortleggja stöðuna til að vita hvað er í vændum og styðja við aukna fjárfestingu í Reykjavík, í samræmi við nýja atvinnustefnu borgarinnar.Hlemmur plús Íbúðafjárfesting er að aukast aftur í Reykjavík eftir mikla lægð í kjölfar hrunsins. Áætlað hefur verið að um 360 íbúðir verði fullgerðar 2013, um 510 árið 2014, 790 árið 2015 og alls um 2.500 til ársins 2016. Þetta er mjög varlega áætlað. Af svæðum sem eru að fara í uppbyggingu má nefna þrjá reiti í kringum Hlemm. Í Einholti-Þverholti er Búseti að hefja byggingu 230 fjölbreyttra búseturéttaríbúða. Á Hampiðjureit er að hefjast vinna við byggingu 140 íbúða og auglýst hefur verið nýtt deiliskipulag vegna 99 stúdentaíbúða í Brautarholti 7. Í liðinni viku var tekin skóflustunga að 175 íbúðum sem rísa eiga í Mánatúni. Heildarfjárfesting í þessum fimm verkefnum er varla undir 20 milljörðum króna.Gamla höfnin Fljótlega verður einnig kynnt nýtt deiliskipulag fyrir Gömlu höfnina. Á reitunum við hliðina á hinu nýja Hótel Marína festi borgin nýverið kaup á landi þar sem reisa má um 250 nýjar íbúðir ásamt þjónustu- og atvinnuhúsnæði. Hönnun þessara húsa getur hafist fljótlega og uppbygging næsta vetur. Þegar er þó hafin bygging 63 nýrra íbúða á lóð gömlu Hraðfrystistöðvarinnar sem ljúka mun síðar á þessu ári. Þær munu allar vera seldar. Í næsta nágrenni leysti svo borgin nýverið til sín Tryggvagötu 13, sem eðlilegt er að komi til uppbyggingar samhliða annarri uppbyggingu á þessu eftirsótta svæði.Fjárfesting í sjávarútvegi Hafnarsvæðið er að verða eitt líflegasta og skemmtilegasta svæði borgarinnar með nýjum veitingastöðum, verslunum og hönnunarbúðum á hverju horni. Brim hefur bætt 3,5 milljarða togara í flota sinn í fyrra. Þá úthlutuðu Faxaflóahafnir nýverið lóð til HB-Granda fyrir metnaðarfulla uppbyggingu á nýrri frystigeymslu. Fjárfestingin er tæpur milljarður auk þess sem áform eru uppi um að gera eldri húsum fyrirtækisins til góða, svo sómi sé að. Fjárfesting í hótel- og gistirýmum Við könnuðum í fyrra hvað þyrfti að byggja mörg hótel í Reykjavík miðað við fjölgun ferðamanna. Bæta þarf við sem nemur einni Hótel Sögu (um 215 herbergi) á ári, miðað við 5% árlegan vöxt, en tvöfalt meira ef vöxturinn verður eins og síðustu tvö ár. Allvíða er verið að skoða möguleika á hótelbyggingum miðsvæðis í borginni. Af nýjum verkefnum til vinnslu má nefna að nú er í auglýsingu 40 herbergja stækkun hjá Hótel Borg. Gert er ráð fyrir að á Hljómalindareit við Laugaveg muni rísa nýtt hótel síðar á árinu. Nýtt hótel er að opna við Suðurlandsbraut 12. Nýtt gistiheimili og hótel er að opna við Hlemm. Unnið er að deiliskipulagi fyrir hótel á Landssímareit og Ingólfstorg. Útboðsferli fyrir lóðina við hlið Hörpu er hins vegar ólokið.Vísindagarðar og stúdentaíbúðir Unnið er hörðum höndum við að reisa um 297 stúdentaíbúðir í Vatnsmýri sem teknar verða í gagnið næsta skólavetur. Reykjavíkurborg vill nýtt átak í byggingu stúdentaíbúða í kjölfarið. Þá vinnur borgin þétt með Háskóla Íslands í því skyni að bygging Vísindagarða í Vatnsmýri hefjist. Það myndi bæta nýrri vídd við þekkingarhagkerfi borgarinnar sem er í fullkomnu samræmi við sýn og atvinnustefnu borgarinnar.Fjárfesting borgarinnar Eitt fyrsta verk borgarstjórnarmeirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar var að flýta mannaflsfrekum framkvæmdaverkefnum fyrir hálfan milljarð sumarið 2010. Samhliða var ákveðið að efna til framkvæmdaátaks árin 2011, 2012 og 2013 þar sem um 6,5 milljörðum yrði varið í framkvæmdir á vegum borgarinnar hvert ár. Þetta voru alger umskipti og meira en tvöföldun framkvæmda frá þriggja ára áætlun fráfarandi meirihluta. Þetta sést í endurbótum í sundlaugum borgarinnar, yfirstandandi skólabyggingum, endurgerð skólalóða og nýjum hjólastígum. Af næstu verkefnum má nefna skóla og sundlaug í Úlfarsárdal, útilaug við Sundhöllina, þjónustumiðstöð í Grafarvogi og endurgerð Hverfisgötu. Ekki má heldur gleyma metnaðarfullri fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Tvö ný hús munu rísa á svæði Háskóla Íslands: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Hús íslenskra fræða. Hið síðarnefnda er hluti fjárfestingaráætlunarinnar. Það er einnig nýtt fangelsi á Hólmsheiði en bygging þess hefst einnig á þessu ári. Stærsta einstaka framkvæmd næstu ára er jafnframt ein sú mikilvægasta. Það er bygging nýs Landspítala. Borgarstjórn samþykkti skipulag vegna verkefnisins fyrir hátíðir. Standa vonir til þess að útboð fari fram hið fyrsta og nauðsynleg lagasetning varðandi fjármögnun gangi fram á Alþingi fyrir þinglok. Er vonandi að breið samstaða náist um þetta þjóðþrifamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Flestir eru sammála um mikilvægi aukinnar fjárfestingar til að auka hagvöxt á Íslandi. Þessi grein er til að vekja athygli jákvæðri þróun. Reykjavíkurborg hefur verið að kortleggja stöðuna til að vita hvað er í vændum og styðja við aukna fjárfestingu í Reykjavík, í samræmi við nýja atvinnustefnu borgarinnar.Hlemmur plús Íbúðafjárfesting er að aukast aftur í Reykjavík eftir mikla lægð í kjölfar hrunsins. Áætlað hefur verið að um 360 íbúðir verði fullgerðar 2013, um 510 árið 2014, 790 árið 2015 og alls um 2.500 til ársins 2016. Þetta er mjög varlega áætlað. Af svæðum sem eru að fara í uppbyggingu má nefna þrjá reiti í kringum Hlemm. Í Einholti-Þverholti er Búseti að hefja byggingu 230 fjölbreyttra búseturéttaríbúða. Á Hampiðjureit er að hefjast vinna við byggingu 140 íbúða og auglýst hefur verið nýtt deiliskipulag vegna 99 stúdentaíbúða í Brautarholti 7. Í liðinni viku var tekin skóflustunga að 175 íbúðum sem rísa eiga í Mánatúni. Heildarfjárfesting í þessum fimm verkefnum er varla undir 20 milljörðum króna.Gamla höfnin Fljótlega verður einnig kynnt nýtt deiliskipulag fyrir Gömlu höfnina. Á reitunum við hliðina á hinu nýja Hótel Marína festi borgin nýverið kaup á landi þar sem reisa má um 250 nýjar íbúðir ásamt þjónustu- og atvinnuhúsnæði. Hönnun þessara húsa getur hafist fljótlega og uppbygging næsta vetur. Þegar er þó hafin bygging 63 nýrra íbúða á lóð gömlu Hraðfrystistöðvarinnar sem ljúka mun síðar á þessu ári. Þær munu allar vera seldar. Í næsta nágrenni leysti svo borgin nýverið til sín Tryggvagötu 13, sem eðlilegt er að komi til uppbyggingar samhliða annarri uppbyggingu á þessu eftirsótta svæði.Fjárfesting í sjávarútvegi Hafnarsvæðið er að verða eitt líflegasta og skemmtilegasta svæði borgarinnar með nýjum veitingastöðum, verslunum og hönnunarbúðum á hverju horni. Brim hefur bætt 3,5 milljarða togara í flota sinn í fyrra. Þá úthlutuðu Faxaflóahafnir nýverið lóð til HB-Granda fyrir metnaðarfulla uppbyggingu á nýrri frystigeymslu. Fjárfestingin er tæpur milljarður auk þess sem áform eru uppi um að gera eldri húsum fyrirtækisins til góða, svo sómi sé að. Fjárfesting í hótel- og gistirýmum Við könnuðum í fyrra hvað þyrfti að byggja mörg hótel í Reykjavík miðað við fjölgun ferðamanna. Bæta þarf við sem nemur einni Hótel Sögu (um 215 herbergi) á ári, miðað við 5% árlegan vöxt, en tvöfalt meira ef vöxturinn verður eins og síðustu tvö ár. Allvíða er verið að skoða möguleika á hótelbyggingum miðsvæðis í borginni. Af nýjum verkefnum til vinnslu má nefna að nú er í auglýsingu 40 herbergja stækkun hjá Hótel Borg. Gert er ráð fyrir að á Hljómalindareit við Laugaveg muni rísa nýtt hótel síðar á árinu. Nýtt hótel er að opna við Suðurlandsbraut 12. Nýtt gistiheimili og hótel er að opna við Hlemm. Unnið er að deiliskipulagi fyrir hótel á Landssímareit og Ingólfstorg. Útboðsferli fyrir lóðina við hlið Hörpu er hins vegar ólokið.Vísindagarðar og stúdentaíbúðir Unnið er hörðum höndum við að reisa um 297 stúdentaíbúðir í Vatnsmýri sem teknar verða í gagnið næsta skólavetur. Reykjavíkurborg vill nýtt átak í byggingu stúdentaíbúða í kjölfarið. Þá vinnur borgin þétt með Háskóla Íslands í því skyni að bygging Vísindagarða í Vatnsmýri hefjist. Það myndi bæta nýrri vídd við þekkingarhagkerfi borgarinnar sem er í fullkomnu samræmi við sýn og atvinnustefnu borgarinnar.Fjárfesting borgarinnar Eitt fyrsta verk borgarstjórnarmeirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar var að flýta mannaflsfrekum framkvæmdaverkefnum fyrir hálfan milljarð sumarið 2010. Samhliða var ákveðið að efna til framkvæmdaátaks árin 2011, 2012 og 2013 þar sem um 6,5 milljörðum yrði varið í framkvæmdir á vegum borgarinnar hvert ár. Þetta voru alger umskipti og meira en tvöföldun framkvæmda frá þriggja ára áætlun fráfarandi meirihluta. Þetta sést í endurbótum í sundlaugum borgarinnar, yfirstandandi skólabyggingum, endurgerð skólalóða og nýjum hjólastígum. Af næstu verkefnum má nefna skóla og sundlaug í Úlfarsárdal, útilaug við Sundhöllina, þjónustumiðstöð í Grafarvogi og endurgerð Hverfisgötu. Ekki má heldur gleyma metnaðarfullri fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Tvö ný hús munu rísa á svæði Háskóla Íslands: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Hús íslenskra fræða. Hið síðarnefnda er hluti fjárfestingaráætlunarinnar. Það er einnig nýtt fangelsi á Hólmsheiði en bygging þess hefst einnig á þessu ári. Stærsta einstaka framkvæmd næstu ára er jafnframt ein sú mikilvægasta. Það er bygging nýs Landspítala. Borgarstjórn samþykkti skipulag vegna verkefnisins fyrir hátíðir. Standa vonir til þess að útboð fari fram hið fyrsta og nauðsynleg lagasetning varðandi fjármögnun gangi fram á Alþingi fyrir þinglok. Er vonandi að breið samstaða náist um þetta þjóðþrifamál.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar