Stefnt fyrir að flytja ábyrgðir á ónýt félög Stígur Helgason skrifar 9. mars 2013 06:00 Til rannsóknar Jóhannes, til hægri, og Elmar, til vinstri, voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvemberlok 2011 og gæsluvarðhalds krafist yfir þeim vegna rannsókna sérstaks saksóknara. Fallist var á varðhald yfir Jóhannesi en ekki Elmari. Fréttablaðið/anton Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, þeim Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni, vegna gerninga frá því í septemberlok 2008, rétt fyrir bankahrun, sem sérstakur saksóknari rannsakar sem umboðssvik. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskiptadeildar Glitnis fyrir hrun og Elmar var undirmaður hans þar. Málið sem stefnt er vegna snýst um að tvímenningarnir hafi, í lok september 2008, fært milljarða skuldbindingar frá stöndugum félögum yfir á félög sem þá töldust ógjaldfær, Stím og Gnúp, án þess að nokkrar tryggingar kæmu á móti því. Með því hafi Glitni verið bakað mikið tjón, þótt það hafi reyndar enn ekki verið metið að fullu. Einungis er stefnt til viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Skuldbindingarnar voru til komnar vegna fjölda framvirkra samninga með hlutabréf í Glitni og voru færðar frá félögum á borð við GT Capital ehf., í eigu athafnamannsins Gunnars Torfasonar, og BLÓ ehf., í eigu Óskars Eyjólfssonar, bónda í Hjarðartúni við Hvolsvöll. Báðir áttu hlut í Stími; Gunnar fimmtán prósent og BLÓ ehf. tíu prósent. Þessar gjörðir Jóhannesar og Elmars eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Jóhannes er einn þriggja fyrrverandi starfsmanna Glitnis sem voru hnepptir í gæsluvarðhald í lok nóvember 2011 vegna rannsókna á málum sem tengjast bankanum. Hinir tveir eru Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem var verðbréfamiðlari hjá bankanum. Þeir sátu allir í tæpa viku í varðhaldi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór á þeim tíma einnig fram á gæsluvarðhald yfir Elmari en þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur. Skaðabótamál slitastjórnarinnar gegn tvímenningunum verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 22. mars næstkomandi. Stím málið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, þeim Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni, vegna gerninga frá því í septemberlok 2008, rétt fyrir bankahrun, sem sérstakur saksóknari rannsakar sem umboðssvik. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskiptadeildar Glitnis fyrir hrun og Elmar var undirmaður hans þar. Málið sem stefnt er vegna snýst um að tvímenningarnir hafi, í lok september 2008, fært milljarða skuldbindingar frá stöndugum félögum yfir á félög sem þá töldust ógjaldfær, Stím og Gnúp, án þess að nokkrar tryggingar kæmu á móti því. Með því hafi Glitni verið bakað mikið tjón, þótt það hafi reyndar enn ekki verið metið að fullu. Einungis er stefnt til viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Skuldbindingarnar voru til komnar vegna fjölda framvirkra samninga með hlutabréf í Glitni og voru færðar frá félögum á borð við GT Capital ehf., í eigu athafnamannsins Gunnars Torfasonar, og BLÓ ehf., í eigu Óskars Eyjólfssonar, bónda í Hjarðartúni við Hvolsvöll. Báðir áttu hlut í Stími; Gunnar fimmtán prósent og BLÓ ehf. tíu prósent. Þessar gjörðir Jóhannesar og Elmars eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Jóhannes er einn þriggja fyrrverandi starfsmanna Glitnis sem voru hnepptir í gæsluvarðhald í lok nóvember 2011 vegna rannsókna á málum sem tengjast bankanum. Hinir tveir eru Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem var verðbréfamiðlari hjá bankanum. Þeir sátu allir í tæpa viku í varðhaldi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór á þeim tíma einnig fram á gæsluvarðhald yfir Elmari en þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur. Skaðabótamál slitastjórnarinnar gegn tvímenningunum verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 22. mars næstkomandi.
Stím málið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Sjá meira