Píratar eru stjórnmálahreyfing internetsins Jón Þór Ólafsson og býður fram á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður. skrifa 7. mars 2013 06:00 Tölvunördar stofnuðu stórfyrirtæki upplýsingabyltingarinnar: Microsoft, Apple og Google. Tölvunördar sköpuðu stærstu samfélög internetsins: Facebook, Twitter og YouTube. Tölvunördar eru hetjurnar í dag og nú eru þeir ásamt stórum hópi tæknisinnaðs fólks um allan heim að færa sig inn á svið stjórnmálanna til að tryggja réttindi sín á internetinu.Stjórnmálaleg vakning Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, skrifaði grein titlaða „Handan upplýsingabyltingarinnar“ rétt fyrir aldamótin síðustu. Þar benti hann á að upplýsingabyltingin hefði hegðað sér eins og iðnbyltingin og prentbyltingin þar á undan. Í hálfa öld var nýja tæknin nánast alfarið notuð til að gera hraðar og ódýrar sömu gömlu hlutina. Að því kom svo að tæknin var notuð til að gera eitthvað alveg nýtt sem gjörbylti sviði viðskipta, stjórnmála og samfélaginu í heild. Drucker sagði nánast öruggt að upplýsingabyltingin myndi hegða sér eins innan 20 ára, en enginn gæti enn árið 1999 spáð fyrir um hver nýjungin yrði. Zbigniew Brzezinski, ráðgjafi Obama og gamall refur í alþjóðastjórnmálum, skrifaði svo níu árum á eftir Drucker grein í The New York Times sem hann titlaði: „Stjórnmálaleg vitundarvakning heimsins.“ Þar sagði hann að: „Í fyrsta skipti í sögunni er nærri allt mannkynið stjórnmálalega virkt, stjórnmálalega meðvitað og á stjórnmálaleg samskipti sín á milli.“ Þessi vakning hefur átt sér stað vegna Facebook, YouTube og annarra netsamfélaga sem komust fram hjá einokun margmiðlunarrisa og ríkisvalds á miðlun og túlkun upplýsinga. Rétt eins og prentvél Gutenbergs gerði fyrst Lúter og svo nýjum samfélögum, bæði trúar- og fræðimanna, fært að komast fram hjá einokun presta og prinsa á miðlun og túlkun upplýsinga. Stjórnmálaleg vakning prentbyltingarinnar færði í kjölfarið megnið af mannkyninu undan alræði presta og prinsa, og undir vald lýðræðislega kjörinna fulltrúa.Sjálfsvörn netsamfélaganna Tvíeyki margmiðlunarrisa og ríkisvalds reynir nú á öllum vígstöðvum að fá í gegn lög, eins og SOPA á síðasta ári, sem gefur þeim heimildir til að loka samfélögum internetsins. Píratar eru stjórnmálaarmur internetsins sem rís upp til að verja notendur þess og netsamfélög. Þeim finnst þeir vera að verja heimili sitt og fátt skapar meiri samstöðu og seiglu. Aðeins sjö árum frá stofnun fyrsta stjórnmálaflokks Pírata eru 600.000 skráðir Píratar með fleiri en 250 kjörna fulltrúa á löggjafarsamkundum um allan heim. Pírötum mun svo óhjákvæmilega halda áfram að fjölga ár frá ári þegar nýr árgangur ungs fólks sem býr á netinu nær kosningaaldri. Svo verði þeim að góðu sem vilja reyna að spyrna gegn stjórnmálalegri vakningu upplýsingabyltingarinnar.Framtíðarsýn Pírata Framtíðin er í höndum fólks sem skilur internetið, og framtíðin sem það mun skapa er falleg. Á netinu, sem mótar gildismat þeirra, eru samfélög samhjálpar og sjálfsákvörðunar, þar sem fólk hefur rétt til upplýsinga og ákvörðunar um málefni sem það varðar. Sívaxandi hluti þessa fólks er farinn að skipuleggja sig og hefur stofnað Pírataflokka í rúmlega sextíu löndum til að tryggja að stjórnkerfi og lög endurspegli þessi gildi netsamfélaganna. Hópur fólks sem vill slíkar lagabreytingar hérlendis tók nýlega upp merki Pírata og áherslur þeirra má sjá á piratar.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tölvunördar stofnuðu stórfyrirtæki upplýsingabyltingarinnar: Microsoft, Apple og Google. Tölvunördar sköpuðu stærstu samfélög internetsins: Facebook, Twitter og YouTube. Tölvunördar eru hetjurnar í dag og nú eru þeir ásamt stórum hópi tæknisinnaðs fólks um allan heim að færa sig inn á svið stjórnmálanna til að tryggja réttindi sín á internetinu.Stjórnmálaleg vakning Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, skrifaði grein titlaða „Handan upplýsingabyltingarinnar“ rétt fyrir aldamótin síðustu. Þar benti hann á að upplýsingabyltingin hefði hegðað sér eins og iðnbyltingin og prentbyltingin þar á undan. Í hálfa öld var nýja tæknin nánast alfarið notuð til að gera hraðar og ódýrar sömu gömlu hlutina. Að því kom svo að tæknin var notuð til að gera eitthvað alveg nýtt sem gjörbylti sviði viðskipta, stjórnmála og samfélaginu í heild. Drucker sagði nánast öruggt að upplýsingabyltingin myndi hegða sér eins innan 20 ára, en enginn gæti enn árið 1999 spáð fyrir um hver nýjungin yrði. Zbigniew Brzezinski, ráðgjafi Obama og gamall refur í alþjóðastjórnmálum, skrifaði svo níu árum á eftir Drucker grein í The New York Times sem hann titlaði: „Stjórnmálaleg vitundarvakning heimsins.“ Þar sagði hann að: „Í fyrsta skipti í sögunni er nærri allt mannkynið stjórnmálalega virkt, stjórnmálalega meðvitað og á stjórnmálaleg samskipti sín á milli.“ Þessi vakning hefur átt sér stað vegna Facebook, YouTube og annarra netsamfélaga sem komust fram hjá einokun margmiðlunarrisa og ríkisvalds á miðlun og túlkun upplýsinga. Rétt eins og prentvél Gutenbergs gerði fyrst Lúter og svo nýjum samfélögum, bæði trúar- og fræðimanna, fært að komast fram hjá einokun presta og prinsa á miðlun og túlkun upplýsinga. Stjórnmálaleg vakning prentbyltingarinnar færði í kjölfarið megnið af mannkyninu undan alræði presta og prinsa, og undir vald lýðræðislega kjörinna fulltrúa.Sjálfsvörn netsamfélaganna Tvíeyki margmiðlunarrisa og ríkisvalds reynir nú á öllum vígstöðvum að fá í gegn lög, eins og SOPA á síðasta ári, sem gefur þeim heimildir til að loka samfélögum internetsins. Píratar eru stjórnmálaarmur internetsins sem rís upp til að verja notendur þess og netsamfélög. Þeim finnst þeir vera að verja heimili sitt og fátt skapar meiri samstöðu og seiglu. Aðeins sjö árum frá stofnun fyrsta stjórnmálaflokks Pírata eru 600.000 skráðir Píratar með fleiri en 250 kjörna fulltrúa á löggjafarsamkundum um allan heim. Pírötum mun svo óhjákvæmilega halda áfram að fjölga ár frá ári þegar nýr árgangur ungs fólks sem býr á netinu nær kosningaaldri. Svo verði þeim að góðu sem vilja reyna að spyrna gegn stjórnmálalegri vakningu upplýsingabyltingarinnar.Framtíðarsýn Pírata Framtíðin er í höndum fólks sem skilur internetið, og framtíðin sem það mun skapa er falleg. Á netinu, sem mótar gildismat þeirra, eru samfélög samhjálpar og sjálfsákvörðunar, þar sem fólk hefur rétt til upplýsinga og ákvörðunar um málefni sem það varðar. Sívaxandi hluti þessa fólks er farinn að skipuleggja sig og hefur stofnað Pírataflokka í rúmlega sextíu löndum til að tryggja að stjórnkerfi og lög endurspegli þessi gildi netsamfélaganna. Hópur fólks sem vill slíkar lagabreytingar hérlendis tók nýlega upp merki Pírata og áherslur þeirra má sjá á piratar.is.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar