Gylfa Magnússyni svarað Heiðar Már Guðjónsson skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Ég skrifaði grein um kerfisbundinn misskilning Gylfa Magnússonar sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 11. febrúar. Í svari sínu, sem birtist þremur dögum síðar, ákveður ráðherrann fyrrverandi að taka eitt atriði út af þeim sex sem ég nefndi og gera að aðalefni greinar sinnar. Ástæða þess er að hann telur að ég hafi fjárhagslega hagsmuni umfram aðra landsmenn af því að niðurstaða málefna Orkuveitu Reykjavíkur þróist með einum hætti frekar en öðrum. Ég hafði vonast til þess að umræðan um efnahagsmálin gæti verið málefnaleg, sérstaklega þegar rætt er við háskólamenn. Um Orkuveitu Reykjavíkur Ég hef komið með þrjá helstu sérfræðinga heims um skuldamál á fundi OR. Þetta hef ég gert á eigin kostnað, án þess að það hafi kostað OR svo mikið sem eina krónu. Þetta er það sama og ég gerði þegar ég fékk Lee C. Buchheit til landsins í desember 2008 í tengslum við Icesave. Ég hef enga samninga um fjárhagslega aðkomu að þessu máli og vænti einskis, heldur greiði ég fyrir þessa vinnu úr eigin vasa. Erlendar skuldir OR eru tuttugufaldar tekjur hennar í erlendum myntum, kaup OR á gjaldeyri til að mæta þessum skuldum veikir lífskjör almennings. Þessar skuldir eru ekki tilkomnar vegna veituþjónustu fyrirtækisins við almenning heldur vegna mislukkaðrar spákaupmennsku fyrirtækisins. Gylfi vill að almenningur beri tjónið að fullu. Ég hef lagt til að leitað verði samninga um að fagfjárfestarnir sem tóku vitandi vits þátt í áhættunni með lánveitingum beri hluta tjónsins. Seðlabankinn tiltekur fyrirtækið, eitt fyrirtækja ásamt Landsbankanum, í skýrslu sinni um fjármálastöðugleika og ógnir við hann. Gylfi getur því ekki breytt því að skuldastaða fyrirtækisins er ósjálfbær og neitar að viðurkenna vandann eins og í öðrum málum. Um SpKef og Byr Gylfi neitar að mat hans hafi verið kolrangt og heldur því fram að hann hafi ekkert annað getað gert í stöðunni. Það er rangt. Það hefði átt að loka þessum stofnunum strax því taprekstur þeirra var framlengdur og kostaði skattgreiðendur fimmtíu milljarða. Um Icesave Gylfi er enn þeirrar skoðunar að aldrei hafi átt að láta reyna á lagahlið málsins. Það er ótrúlegt mat. Hann biðst þó afsökunar á orðum sínum um Ísland sem „Kúbu norðursins", sem hann segir vanhugsuð og kjánaleg. Það sem hann ætti þó að biðjast afsökunar á eru þöggunartilburðir hans í Icesave-umræðunni með því að reyna að hræða almenning til fylgis við skoðun sína í krafti embættis síns. Um Landsbankann Gylfi segir að mikil réttaróvissa um gengislán bankakerfisins hafi verið öllum ljós þegar Landsbankinn var endurreistur. Í því ljósi er óskiljanlegt að Gylfi skyldi ákveða að kaupa gengislán bankans af kröfuhöfum án fyrirvara um réttaróvissuna. Hann keypti með öðrum orðum eignir sem hann hafði ekki hugmynd um hvers virði voru. Enginn grandvar maður gerir slíkt. Gylfi heldur því fram að mistök hans við stofnun ríkisbankans muni ekki lenda á almenningi. Hann lætur því ósvarað hvers vegna Seðlabankinn, í skýrslu sinni um fjármálastöðugleika, nefnir Landsbankann sérstaklega sem eina helstu ógnina við hann. Um erlenda skuldastöðu Seðlabankinn er frægur að endemum fyrir mat sitt á skuldastöðu þjóðarinnar. En sú frægð hefur farið fram hjá Gylfa sem vitnar í úreltar tölur bankans sem komu út nokkrum vikum fyrir Icesave-kosningar 2011 og hafa síðan verið uppfærðar reglulega til að sýna rétta mynd af skuldastöðu þjóðarinnar sem er margfalt verri en gefið var til kynna fyrir kosningar. Gylfi segir að tölur AGS um skuldastöðu séu þær bestu en lætur þess ógetið að þær tölur eru allar komnar frá Seðlabankanum sem „týndi" 155 milljörðum af erlendum skuldum síðasta sumar þegar „verið var að færa þær á milli tölvukerfa". Hvernig útskýrir Gylfi sífellda veikingu krónunnar og gjaldeyrishöft fyrst að erlend skuldastaða hefur ekki verið betri í tíu ár, eins og hann heldur fram? Það er alkunna að ástæða veikingar krónunnar er ósjálfbærni íslenskra utanríkisviðskipta. Það fer meiri gjaldeyrir úr kerfinu en kemur inn í það. Um nauðasamninga Gylfi heldur því fram, í ljósi rangs mats á erlendri skuldastöðu, að ganga eigi frá nauðasamningum við erlenda kröfuhafa. Ég hef varað við því í meira en ár. Það er ljóst hvor hefur rangt fyrir sér hér, því mat vogunarsjóðanna á eigin endurheimtum hefur lækkað gríðarlega frá því í haust, þegar Gylfi vildi að nauðasamningar yrðu undirritaðir, og nemur lækkunin hundruðum milljörðum króna. Ef Gylfi hefði fengið einhverju ráðið hefði það aldrei orðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ég skrifaði grein um kerfisbundinn misskilning Gylfa Magnússonar sem birtist í Fréttablaðinu mánudaginn 11. febrúar. Í svari sínu, sem birtist þremur dögum síðar, ákveður ráðherrann fyrrverandi að taka eitt atriði út af þeim sex sem ég nefndi og gera að aðalefni greinar sinnar. Ástæða þess er að hann telur að ég hafi fjárhagslega hagsmuni umfram aðra landsmenn af því að niðurstaða málefna Orkuveitu Reykjavíkur þróist með einum hætti frekar en öðrum. Ég hafði vonast til þess að umræðan um efnahagsmálin gæti verið málefnaleg, sérstaklega þegar rætt er við háskólamenn. Um Orkuveitu Reykjavíkur Ég hef komið með þrjá helstu sérfræðinga heims um skuldamál á fundi OR. Þetta hef ég gert á eigin kostnað, án þess að það hafi kostað OR svo mikið sem eina krónu. Þetta er það sama og ég gerði þegar ég fékk Lee C. Buchheit til landsins í desember 2008 í tengslum við Icesave. Ég hef enga samninga um fjárhagslega aðkomu að þessu máli og vænti einskis, heldur greiði ég fyrir þessa vinnu úr eigin vasa. Erlendar skuldir OR eru tuttugufaldar tekjur hennar í erlendum myntum, kaup OR á gjaldeyri til að mæta þessum skuldum veikir lífskjör almennings. Þessar skuldir eru ekki tilkomnar vegna veituþjónustu fyrirtækisins við almenning heldur vegna mislukkaðrar spákaupmennsku fyrirtækisins. Gylfi vill að almenningur beri tjónið að fullu. Ég hef lagt til að leitað verði samninga um að fagfjárfestarnir sem tóku vitandi vits þátt í áhættunni með lánveitingum beri hluta tjónsins. Seðlabankinn tiltekur fyrirtækið, eitt fyrirtækja ásamt Landsbankanum, í skýrslu sinni um fjármálastöðugleika og ógnir við hann. Gylfi getur því ekki breytt því að skuldastaða fyrirtækisins er ósjálfbær og neitar að viðurkenna vandann eins og í öðrum málum. Um SpKef og Byr Gylfi neitar að mat hans hafi verið kolrangt og heldur því fram að hann hafi ekkert annað getað gert í stöðunni. Það er rangt. Það hefði átt að loka þessum stofnunum strax því taprekstur þeirra var framlengdur og kostaði skattgreiðendur fimmtíu milljarða. Um Icesave Gylfi er enn þeirrar skoðunar að aldrei hafi átt að láta reyna á lagahlið málsins. Það er ótrúlegt mat. Hann biðst þó afsökunar á orðum sínum um Ísland sem „Kúbu norðursins", sem hann segir vanhugsuð og kjánaleg. Það sem hann ætti þó að biðjast afsökunar á eru þöggunartilburðir hans í Icesave-umræðunni með því að reyna að hræða almenning til fylgis við skoðun sína í krafti embættis síns. Um Landsbankann Gylfi segir að mikil réttaróvissa um gengislán bankakerfisins hafi verið öllum ljós þegar Landsbankinn var endurreistur. Í því ljósi er óskiljanlegt að Gylfi skyldi ákveða að kaupa gengislán bankans af kröfuhöfum án fyrirvara um réttaróvissuna. Hann keypti með öðrum orðum eignir sem hann hafði ekki hugmynd um hvers virði voru. Enginn grandvar maður gerir slíkt. Gylfi heldur því fram að mistök hans við stofnun ríkisbankans muni ekki lenda á almenningi. Hann lætur því ósvarað hvers vegna Seðlabankinn, í skýrslu sinni um fjármálastöðugleika, nefnir Landsbankann sérstaklega sem eina helstu ógnina við hann. Um erlenda skuldastöðu Seðlabankinn er frægur að endemum fyrir mat sitt á skuldastöðu þjóðarinnar. En sú frægð hefur farið fram hjá Gylfa sem vitnar í úreltar tölur bankans sem komu út nokkrum vikum fyrir Icesave-kosningar 2011 og hafa síðan verið uppfærðar reglulega til að sýna rétta mynd af skuldastöðu þjóðarinnar sem er margfalt verri en gefið var til kynna fyrir kosningar. Gylfi segir að tölur AGS um skuldastöðu séu þær bestu en lætur þess ógetið að þær tölur eru allar komnar frá Seðlabankanum sem „týndi" 155 milljörðum af erlendum skuldum síðasta sumar þegar „verið var að færa þær á milli tölvukerfa". Hvernig útskýrir Gylfi sífellda veikingu krónunnar og gjaldeyrishöft fyrst að erlend skuldastaða hefur ekki verið betri í tíu ár, eins og hann heldur fram? Það er alkunna að ástæða veikingar krónunnar er ósjálfbærni íslenskra utanríkisviðskipta. Það fer meiri gjaldeyrir úr kerfinu en kemur inn í það. Um nauðasamninga Gylfi heldur því fram, í ljósi rangs mats á erlendri skuldastöðu, að ganga eigi frá nauðasamningum við erlenda kröfuhafa. Ég hef varað við því í meira en ár. Það er ljóst hvor hefur rangt fyrir sér hér, því mat vogunarsjóðanna á eigin endurheimtum hefur lækkað gríðarlega frá því í haust, þegar Gylfi vildi að nauðasamningar yrðu undirritaðir, og nemur lækkunin hundruðum milljörðum króna. Ef Gylfi hefði fengið einhverju ráðið hefði það aldrei orðið.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun