Sóknarfæri atvinnulífs Ólína Þorvarðardóttir skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar. Grunngildi jafnaðarmanna, krafan um jöfnuð, réttlæti og samstöðu, er einmitt sorfin og mótuð af langri baráttu vinnandi fólks fyrir mannsæmandi lífskjörum, mannréttindum og mannlegri reisn. Jarðvegur þeirrar baráttu og um leið forsenda þess hvert hún leiðir er sjálft atvinnulífið. Í því hreinsunar- og uppbyggingarstarfi sem staðið hefur yfir frá hruni hefur slagurinn verið sá að verja íslenskt atvinnulíf frekari áföllum. Grunnforsendan hefur verið endurreisn efnahagslífsins, að halda verðbólgu í skefjum, minnka atvinnuleysi og koma á jafnvægi í ríkisbúskapnum. Nú, fjórum árum síðar, höfum við loks nægilega fast land undir fótum til þess að búa frekar í haginn fyrir frekari sóknarfæri og nýsköpun. Sterkt og samkeppnishæft atvinnulíf veltur á góðri menntun, skilvirkri stjórnsýslu og almennri velferð. Þetta eru þeir þættir sem tvinnast saman í líftaug jafnaðarstefnunnar og þessir þættir verða ekki leystir hver frá öðrum, eigi taugin að halda. Arður í þjóðarbúið Í okkar gjöfula landi, sem er svo ríkt að náttúrugæðum, byggja sterkustu atvinnugreinarnar á nýtingu auðlinda og náttúrugæða. Þess vegna er mikilvægt að um þá nýtingu gildi heilbrigðar leikreglur og að þjóðin sjálf njóti eðlilegs arðs af auðlindum sínum. Um það snýst fiskveiðiumræðan sem staðið hefur allt þetta kjörtímabil. Hverjir eiga fiskinn í sjónum? Hverjum ber að njóta arðsins af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar? Hverjir skulu hafa aðgang að auðlindinni? Hvernig mætum við sjálfsögðum sjónarmiðum um atvinnufrelsi og jafnræði? Þetta er kjarninn í þeim átökum sem nú standa um fiskveiðistjórnunarkerfið – og þau átök þurfum við að leiða til lykta. Af sama toga er umræðan um vernd og nýtingu orkuauðlinda, þar sem sjálfbærni og þjóðarhagur þurfa að tvinnast saman. Rammaáætlun, sem nýlega var samþykkt á Alþingi, er mikilvægur áfangi á þeirri leið – næsta skref er að tengja við Rammaáætlun orkunýtingarstefnu sem svarar kalli tímans um fjölbreytni atvinnulífs og sjálfbæra þróun, þ.e. ábyrga umgengni við umhverfi og auðlindir og ekki síður ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum. Í veröld þar sem um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims eigum við Íslendingar möguleika á því að byggja atvinnulíf okkar á hugmyndafræði græna hagkerfisins með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, menntun og virkjun hugvits – nokkuð sem líklega er eitt stærsta verkefni mannkyns á þeim tímum sem við nú lifum. Samkeppnisskilyrði Verkefni næstu ára verða því ekki aðeins aukin fjárfesting í atvinnulífinu, heldur einnig mótun heildstæðrar auðlindastefnu sem tryggir að nýtingarrétti auðlinda verði úthlutað á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma, gegn eðlilegu gjaldi og með gagnsæjum og hlutlægum hætti. Fyrir arðinn af auðlindunum styrkjum við samfélagslega innviði, fjárfestum í menntun og rannsóknum og sköpum ný atvinnutækifæri. Með skynsamlegri auðlindanýtingu færum við arð til þjóðarinnar en ekki fárra útvalinna og jöfnum samkeppnis- og vaxtarskilyrði með stöðugu starfsumhverfi fyrirtækja. Þannig auðgum við atvinnulífið. Þannig sköpum við verðmæti, byggjum upp efnahagslífið, vinnum bug á atvinnuleysi og bætum lífskjör í landinu. Nýsköpun eykst með menntuðu vinnuafli. Hún tengist ekki aðeins sprotafyrirtækjum og nýjum atvinnugreinum. Rótgróin fyrirtæki og undirstöðugreinar þurfa líka stoðkerfi til nýsköpunar og þróunar. Ég nefni landbúnaðinn. Íslenskt samfélag þarf á að halda landbúnaðarumhverfi þar sem heilbrigð markaðs- og neytendasjónarmið hafa raunverulegt vægi og bændur sjálfir fá tækifæri til þess að skapa framleiðslu sinni sérstöðu byggða á gæðum, þekkingu og verkviti frekar en magnframleiðslu sem steypir allt í sama mót. Ég nefni sjávarútveginn, þar sem brýn þörf er fyrir heilbrigðari samkeppnisskilyrði, atvinnufrelsi, nýliðun og aukið jafnræði, bæði í veiðum og vinnslu. Ég nefni ferðaþjónustuna sem nú er að slíta barnsskónum og verða stór. Hér er verk að vinna. Skilyrði atvinnulífsins til vaxtar og þróunar eru meðal mikilvægustu verkefna jafnaðarmanna – þau eru forsenda alls annars sem kalla má velferð og jöfnuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar. Grunngildi jafnaðarmanna, krafan um jöfnuð, réttlæti og samstöðu, er einmitt sorfin og mótuð af langri baráttu vinnandi fólks fyrir mannsæmandi lífskjörum, mannréttindum og mannlegri reisn. Jarðvegur þeirrar baráttu og um leið forsenda þess hvert hún leiðir er sjálft atvinnulífið. Í því hreinsunar- og uppbyggingarstarfi sem staðið hefur yfir frá hruni hefur slagurinn verið sá að verja íslenskt atvinnulíf frekari áföllum. Grunnforsendan hefur verið endurreisn efnahagslífsins, að halda verðbólgu í skefjum, minnka atvinnuleysi og koma á jafnvægi í ríkisbúskapnum. Nú, fjórum árum síðar, höfum við loks nægilega fast land undir fótum til þess að búa frekar í haginn fyrir frekari sóknarfæri og nýsköpun. Sterkt og samkeppnishæft atvinnulíf veltur á góðri menntun, skilvirkri stjórnsýslu og almennri velferð. Þetta eru þeir þættir sem tvinnast saman í líftaug jafnaðarstefnunnar og þessir þættir verða ekki leystir hver frá öðrum, eigi taugin að halda. Arður í þjóðarbúið Í okkar gjöfula landi, sem er svo ríkt að náttúrugæðum, byggja sterkustu atvinnugreinarnar á nýtingu auðlinda og náttúrugæða. Þess vegna er mikilvægt að um þá nýtingu gildi heilbrigðar leikreglur og að þjóðin sjálf njóti eðlilegs arðs af auðlindum sínum. Um það snýst fiskveiðiumræðan sem staðið hefur allt þetta kjörtímabil. Hverjir eiga fiskinn í sjónum? Hverjum ber að njóta arðsins af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar? Hverjir skulu hafa aðgang að auðlindinni? Hvernig mætum við sjálfsögðum sjónarmiðum um atvinnufrelsi og jafnræði? Þetta er kjarninn í þeim átökum sem nú standa um fiskveiðistjórnunarkerfið – og þau átök þurfum við að leiða til lykta. Af sama toga er umræðan um vernd og nýtingu orkuauðlinda, þar sem sjálfbærni og þjóðarhagur þurfa að tvinnast saman. Rammaáætlun, sem nýlega var samþykkt á Alþingi, er mikilvægur áfangi á þeirri leið – næsta skref er að tengja við Rammaáætlun orkunýtingarstefnu sem svarar kalli tímans um fjölbreytni atvinnulífs og sjálfbæra þróun, þ.e. ábyrga umgengni við umhverfi og auðlindir og ekki síður ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum. Í veröld þar sem um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims eigum við Íslendingar möguleika á því að byggja atvinnulíf okkar á hugmyndafræði græna hagkerfisins með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, menntun og virkjun hugvits – nokkuð sem líklega er eitt stærsta verkefni mannkyns á þeim tímum sem við nú lifum. Samkeppnisskilyrði Verkefni næstu ára verða því ekki aðeins aukin fjárfesting í atvinnulífinu, heldur einnig mótun heildstæðrar auðlindastefnu sem tryggir að nýtingarrétti auðlinda verði úthlutað á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma, gegn eðlilegu gjaldi og með gagnsæjum og hlutlægum hætti. Fyrir arðinn af auðlindunum styrkjum við samfélagslega innviði, fjárfestum í menntun og rannsóknum og sköpum ný atvinnutækifæri. Með skynsamlegri auðlindanýtingu færum við arð til þjóðarinnar en ekki fárra útvalinna og jöfnum samkeppnis- og vaxtarskilyrði með stöðugu starfsumhverfi fyrirtækja. Þannig auðgum við atvinnulífið. Þannig sköpum við verðmæti, byggjum upp efnahagslífið, vinnum bug á atvinnuleysi og bætum lífskjör í landinu. Nýsköpun eykst með menntuðu vinnuafli. Hún tengist ekki aðeins sprotafyrirtækjum og nýjum atvinnugreinum. Rótgróin fyrirtæki og undirstöðugreinar þurfa líka stoðkerfi til nýsköpunar og þróunar. Ég nefni landbúnaðinn. Íslenskt samfélag þarf á að halda landbúnaðarumhverfi þar sem heilbrigð markaðs- og neytendasjónarmið hafa raunverulegt vægi og bændur sjálfir fá tækifæri til þess að skapa framleiðslu sinni sérstöðu byggða á gæðum, þekkingu og verkviti frekar en magnframleiðslu sem steypir allt í sama mót. Ég nefni sjávarútveginn, þar sem brýn þörf er fyrir heilbrigðari samkeppnisskilyrði, atvinnufrelsi, nýliðun og aukið jafnræði, bæði í veiðum og vinnslu. Ég nefni ferðaþjónustuna sem nú er að slíta barnsskónum og verða stór. Hér er verk að vinna. Skilyrði atvinnulífsins til vaxtar og þróunar eru meðal mikilvægustu verkefna jafnaðarmanna – þau eru forsenda alls annars sem kalla má velferð og jöfnuð.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar