Háskalegur blekkingarleikur Kristinn H. Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Um árabil hefur verið stundaður háskalegur blekkingarleikur um áhrif verðtryggingar á lánum. Áróðurinn hefur aukist eftir bankahrunið 2008. Því er haldið fram að lánin hafi stökkbreyst vegna verðtryggingarinnar. Boðað er að lausnin felist í óverðtryggðum lánum. Þá geti lántakendur verið rólegir þrátt fyrir verðbólgu því að höfuðstóll lánanna muni ekki hækka. Til vara er lagt til að setja hámark á verðtrygginguna þannig að verðbólga umfram það verði lántakandanum að kostnaðarlausu. Þarna er alvarleg blekking á ferðinni. Lántakendur eru látnir halda að aðgerðin lækki vaxtakostnaðinn, en staðreyndin er að þeir yrðu að mestu leyti verr staddir en áður ef þessi málflutningur næði fram að ganga. Ýmsar skýrslur á undanförunum árum, þar með Seðlabanka Íslands, staðfesta að óverðtryggðir vextir eru að jafnaði hærri en verðtryggðir. Askar Capital telur í skýrslu frá mars 2010, sem unnin var fyrir efnahagsráðuneytið, að ætla megi að vaxtastig yrði hærra ef verðtryggingar nyti ekki við. Afnám verðtryggingar á lánum myndi því ekki lækka vaxtakostnað lántakenda, heldur er líklegast að vextirnir yrðu hærri. Sú tillaga að setja þak á verðbætur verðtryggðra lána er villuljós, þar sem þá myndu vextirnir ofan á verðtrygginguna hækka. Það lánar enginn peninga með tapi og þess yrði gætt að vextir og verðtrygging samanlagt yrðu fyrir ofan verðbólguna hverju sinni, rétt eins og gert er í óverðtryggðum lánum. Í verðtryggðum lánum er áföllnum verðbótum á hverjum gjalddaga dreift á eftirstöðvar af lánstímanum og aðeins hluti þeirra kemur til greiðslu. Ef svokölluð stökkbreytt lán hefðu verið óverðtryggð þegar hrunið varð, hefði hver greiðsla orðið óviðráðanlega há og tugþúsundir hefðu líkast til ekki getað staðið í skilum. En vegna greiðsludreifingarinnar verður skuldin viðráðanleg. Munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum er aðeins hvenær vextirnir og verðbæturnar eru greiddar. Þegar upp er staðið er kostnaðurinn svipaður, þó heldur meiri í óverðtryggðum lánum. Eigi húsnæðislán að vera eingöngu óverðtryggð yrði óhjákvæmilegt að taka upp svipaða greiðsludreifingu á vöxtum og gildir um verðtrygginguna ef ekki á illa að fara. Hvað er þá áunnið með afnámi verðtryggingar? Vandinn liggur í viðvarandi verðbólgu og óábyrgri efnahagsstjórn en ekki í formi vaxtanna. Þeir sem stunda blekkingarleikinn eru vandamál en ekki lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Um árabil hefur verið stundaður háskalegur blekkingarleikur um áhrif verðtryggingar á lánum. Áróðurinn hefur aukist eftir bankahrunið 2008. Því er haldið fram að lánin hafi stökkbreyst vegna verðtryggingarinnar. Boðað er að lausnin felist í óverðtryggðum lánum. Þá geti lántakendur verið rólegir þrátt fyrir verðbólgu því að höfuðstóll lánanna muni ekki hækka. Til vara er lagt til að setja hámark á verðtrygginguna þannig að verðbólga umfram það verði lántakandanum að kostnaðarlausu. Þarna er alvarleg blekking á ferðinni. Lántakendur eru látnir halda að aðgerðin lækki vaxtakostnaðinn, en staðreyndin er að þeir yrðu að mestu leyti verr staddir en áður ef þessi málflutningur næði fram að ganga. Ýmsar skýrslur á undanförunum árum, þar með Seðlabanka Íslands, staðfesta að óverðtryggðir vextir eru að jafnaði hærri en verðtryggðir. Askar Capital telur í skýrslu frá mars 2010, sem unnin var fyrir efnahagsráðuneytið, að ætla megi að vaxtastig yrði hærra ef verðtryggingar nyti ekki við. Afnám verðtryggingar á lánum myndi því ekki lækka vaxtakostnað lántakenda, heldur er líklegast að vextirnir yrðu hærri. Sú tillaga að setja þak á verðbætur verðtryggðra lána er villuljós, þar sem þá myndu vextirnir ofan á verðtrygginguna hækka. Það lánar enginn peninga með tapi og þess yrði gætt að vextir og verðtrygging samanlagt yrðu fyrir ofan verðbólguna hverju sinni, rétt eins og gert er í óverðtryggðum lánum. Í verðtryggðum lánum er áföllnum verðbótum á hverjum gjalddaga dreift á eftirstöðvar af lánstímanum og aðeins hluti þeirra kemur til greiðslu. Ef svokölluð stökkbreytt lán hefðu verið óverðtryggð þegar hrunið varð, hefði hver greiðsla orðið óviðráðanlega há og tugþúsundir hefðu líkast til ekki getað staðið í skilum. En vegna greiðsludreifingarinnar verður skuldin viðráðanleg. Munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum er aðeins hvenær vextirnir og verðbæturnar eru greiddar. Þegar upp er staðið er kostnaðurinn svipaður, þó heldur meiri í óverðtryggðum lánum. Eigi húsnæðislán að vera eingöngu óverðtryggð yrði óhjákvæmilegt að taka upp svipaða greiðsludreifingu á vöxtum og gildir um verðtrygginguna ef ekki á illa að fara. Hvað er þá áunnið með afnámi verðtryggingar? Vandinn liggur í viðvarandi verðbólgu og óábyrgri efnahagsstjórn en ekki í formi vaxtanna. Þeir sem stunda blekkingarleikinn eru vandamál en ekki lausn.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun