Kerfisbundinn misskilningur Gylfa Magnússonar Heiðar Már Guðjónsson skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Síðan Gylfi Magnússon dósent steig inn í stjórnmálin hefur hann sagt og gert ýmislegt sem orkar tvímælis. Með því að lesa greinar og tilvitnanir í þennan fyrrverandi ráðherra viðskipta- og efnahagsmála kemur í ljós að í mati hans á skuldum og byrði þeirra hefur hann kerfisbundið rangt fyrir sér. Um IceSave Gylfi hélt því fram í júní 2009, eftir að svokallaðir Svavarssamningar höfðu komið fram, að Ísland yrði „Kúba norðursins" ef samningar yrðu ekki undirritaðir. Hann sagði að Íslendingar myndu mála sig út í horn og aldrei fá lán alþjóðlega nema gengið yrði frá samningi, þá og þegar. Síðan þess hefur ríkissjóður sótt sér lán alþjóðlega, fyrst einn milljarð dollara árið 2011 og aftur sömu fjárhæð árið 2012, þrátt fyrir að IceSave væri enn ófrágengið. Eins hefur komið í ljós, eins og haldið var fram strax árið 2009, að kröfur Breta og Hollendinga voru án lagastoðar og að samningurinn sem Gylfi vildi samþykkja hefði væntanlega valdið greiðslufalli ríkisins. Um SpKef og Byr Í apríl 2010 er haft eftir Gylfa: „Ef ríkið leggur þessum sparisjóðum til enn meira fé, og þá eru menn frekar að horfa til Sparisjóðsins í Keflavík, yrði það eiginfjárframlag sem ríkið ætti og gæti selt, þannig að það væri ekki tapað fé. Við teljum að það muni ekki reyna á útgjöld ríkisins vegna innistæðutrygginga þannig að þetta er bara spurning um að leggja til eigið fé í upphafi og fá það aftur síðar." Ríkið endar svo á því að tapa á þessum tveimur aðgerðum um 50 milljörðum króna. Um Landsbanka Íslands Gylfi Magnússon hafði það verk með höndum að endurreisa Landsbankann sem ríkisbanka. Í þeim samningum við erlenda lánardrottna var ákveðið að endurgreiðslur til þeirra myndu hefjast árið 2011 af miklum krafti, enda væri þá kominn góður aðgangur að lánamörkuðum hjá bankanum. Eins ákvað Gylfi að taka ekki sérstaklega út þá áhættu sem var af gengsibundnum lánum bankans, heldur lét ríkið taka það eignasafn yfir, sem síðan rýrnaði stórkostlega þegar dómar féllu um ólögmæti lánanna. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa fengið lögfræðiálit sent úr Seðlabankanum, unnið af Lex, um ólögmæti lánanna. Þegar Hæstiréttur dæmdi gengislánin ólögmæt í júní 2010 sagði Gylfi að það væri „Óásættanlegt að hluti Íslendinga fái lán á vildarkjörum". Kostnaðurinn féll að fullu á kröfuhafa gömlu bankanna, nema í tilfelli Landsbankans þar sem Gylfi hafði látið ríkið taka yfir lánin. Síðast er það að frétta af Landsbankanum að æðsta yfirvald peningamála á Íslandi, Seðlabanki Íslands, lýsti áhyggjum í riti sínu um fjármálastöðugleika sem kom út í október 2012 að bankinn gæti greitt af erlendu skuldabréfi sínu við gamla Landsbankann og áhrif þeirra greiðslna á gengi íslensku krónunnar. Landsbankinn hefði ekki þann gjaldeyri sem þyrfti til að standa skil á lánum sínum og það hlýtur að vekja spurningar um gjaldfærni þjóðarbankans. Slíkur dómur um fjármálafyrirtæki hefur ekki sést áður hér á landi og furðulegt að FME og stjórn bankans skuli ekki bregðast við honum. Um Orkuveitu Reykjavíkur Gylfi situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Það fyrirtæki skuldar meira en 20 sinnum erlendar tekjur sínar til alþjóðlegra kröfuhafa. Til að setja hlutina í samhengi þá er það 5 sinnum meira en eðlilegt og sjálfbært getur talist. Í ljósi undangenginna atburða þyrfti að endursemja við erlenda kröfuhafa en Gylfi vill þar ekkert aðhafast. Enda hefur hann marglýst því yfir að skuldir sem stofnað var til fyrir hrun skuli greiða, með góðu eða illu. Þetta viðmót Gylfa hefur það í för með sér að búið er að hækka gjöld til almennings gríðarlega á síðustu árum og kjör allra landsmanna þurfa að líða fyrir ósjálfbæra gjaldeyrissöfnun OR á markaði, sem lækkar gengi krónunnar og eykur verðbólgu landsins. Rit Seðlabanka Íslands, um fjármálastöðugleika frá því í október, fer sérstaklega yfir ósjálfbæra skuldastöðu OR. Um erlenda skuldastöðu Þriðjudaginn 5. febrúar 2013 ræddi Gylfi Magnússon um erlenda skuldastöðu þjóðarinnar í viðtali við RÚV: „Hún er að vísu neikvæð en hún er litlu verri núna en hún var fyrir rúmum áratug." Og bætti svo við: „Við erum í þeirri stöðu að við gætum líklega, miðað við þann afgang sem hefur verið á viðskiptajöfnuði undanfarin ár og hagvöxt, þá gætum við greitt þetta upp á innan við 20 árum." Þessu hélt Gylfi líka fram í apríl 2011 þegar hann var að hvetja landsmenn til að segja já við IceSave. Þessar fullyrðingar Gylfa standast enga skoðun. Fyrir það fyrsta er skuldastaða þjóðarinnar við útlönd um 1600 milljarðar króna, eða um 100% af þjóðarframleiðslu eða meira en helmingi verri en dósentinn heldur fram. Eins er ekki afgangur af viðskiptum við útlönd, heldur halli. Gylfi hefur á þessu falska mati sínu haldið því fram að nauðasamninga við föllnu bankanna eigi að klára, en stórslysi var forðað síðasta haust þegar komið var í veg fyrir undirritun þeirra. Mál að linni Eftir hrun gjaldmiðilsins og bankanna höfðu sumir á orði að þátttaka háskólamanna hefði ekki verið næg í að halda hinu rétta til haga. Þau mál sem rakin eru hér að ofan þurfa ekki endilega að afsanna þá kenningu. En þau sýna það að mat Gylfa Magnússonar er ekkert til að byggja á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Síðan Gylfi Magnússon dósent steig inn í stjórnmálin hefur hann sagt og gert ýmislegt sem orkar tvímælis. Með því að lesa greinar og tilvitnanir í þennan fyrrverandi ráðherra viðskipta- og efnahagsmála kemur í ljós að í mati hans á skuldum og byrði þeirra hefur hann kerfisbundið rangt fyrir sér. Um IceSave Gylfi hélt því fram í júní 2009, eftir að svokallaðir Svavarssamningar höfðu komið fram, að Ísland yrði „Kúba norðursins" ef samningar yrðu ekki undirritaðir. Hann sagði að Íslendingar myndu mála sig út í horn og aldrei fá lán alþjóðlega nema gengið yrði frá samningi, þá og þegar. Síðan þess hefur ríkissjóður sótt sér lán alþjóðlega, fyrst einn milljarð dollara árið 2011 og aftur sömu fjárhæð árið 2012, þrátt fyrir að IceSave væri enn ófrágengið. Eins hefur komið í ljós, eins og haldið var fram strax árið 2009, að kröfur Breta og Hollendinga voru án lagastoðar og að samningurinn sem Gylfi vildi samþykkja hefði væntanlega valdið greiðslufalli ríkisins. Um SpKef og Byr Í apríl 2010 er haft eftir Gylfa: „Ef ríkið leggur þessum sparisjóðum til enn meira fé, og þá eru menn frekar að horfa til Sparisjóðsins í Keflavík, yrði það eiginfjárframlag sem ríkið ætti og gæti selt, þannig að það væri ekki tapað fé. Við teljum að það muni ekki reyna á útgjöld ríkisins vegna innistæðutrygginga þannig að þetta er bara spurning um að leggja til eigið fé í upphafi og fá það aftur síðar." Ríkið endar svo á því að tapa á þessum tveimur aðgerðum um 50 milljörðum króna. Um Landsbanka Íslands Gylfi Magnússon hafði það verk með höndum að endurreisa Landsbankann sem ríkisbanka. Í þeim samningum við erlenda lánardrottna var ákveðið að endurgreiðslur til þeirra myndu hefjast árið 2011 af miklum krafti, enda væri þá kominn góður aðgangur að lánamörkuðum hjá bankanum. Eins ákvað Gylfi að taka ekki sérstaklega út þá áhættu sem var af gengsibundnum lánum bankans, heldur lét ríkið taka það eignasafn yfir, sem síðan rýrnaði stórkostlega þegar dómar féllu um ólögmæti lánanna. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa fengið lögfræðiálit sent úr Seðlabankanum, unnið af Lex, um ólögmæti lánanna. Þegar Hæstiréttur dæmdi gengislánin ólögmæt í júní 2010 sagði Gylfi að það væri „Óásættanlegt að hluti Íslendinga fái lán á vildarkjörum". Kostnaðurinn féll að fullu á kröfuhafa gömlu bankanna, nema í tilfelli Landsbankans þar sem Gylfi hafði látið ríkið taka yfir lánin. Síðast er það að frétta af Landsbankanum að æðsta yfirvald peningamála á Íslandi, Seðlabanki Íslands, lýsti áhyggjum í riti sínu um fjármálastöðugleika sem kom út í október 2012 að bankinn gæti greitt af erlendu skuldabréfi sínu við gamla Landsbankann og áhrif þeirra greiðslna á gengi íslensku krónunnar. Landsbankinn hefði ekki þann gjaldeyri sem þyrfti til að standa skil á lánum sínum og það hlýtur að vekja spurningar um gjaldfærni þjóðarbankans. Slíkur dómur um fjármálafyrirtæki hefur ekki sést áður hér á landi og furðulegt að FME og stjórn bankans skuli ekki bregðast við honum. Um Orkuveitu Reykjavíkur Gylfi situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Það fyrirtæki skuldar meira en 20 sinnum erlendar tekjur sínar til alþjóðlegra kröfuhafa. Til að setja hlutina í samhengi þá er það 5 sinnum meira en eðlilegt og sjálfbært getur talist. Í ljósi undangenginna atburða þyrfti að endursemja við erlenda kröfuhafa en Gylfi vill þar ekkert aðhafast. Enda hefur hann marglýst því yfir að skuldir sem stofnað var til fyrir hrun skuli greiða, með góðu eða illu. Þetta viðmót Gylfa hefur það í för með sér að búið er að hækka gjöld til almennings gríðarlega á síðustu árum og kjör allra landsmanna þurfa að líða fyrir ósjálfbæra gjaldeyrissöfnun OR á markaði, sem lækkar gengi krónunnar og eykur verðbólgu landsins. Rit Seðlabanka Íslands, um fjármálastöðugleika frá því í október, fer sérstaklega yfir ósjálfbæra skuldastöðu OR. Um erlenda skuldastöðu Þriðjudaginn 5. febrúar 2013 ræddi Gylfi Magnússon um erlenda skuldastöðu þjóðarinnar í viðtali við RÚV: „Hún er að vísu neikvæð en hún er litlu verri núna en hún var fyrir rúmum áratug." Og bætti svo við: „Við erum í þeirri stöðu að við gætum líklega, miðað við þann afgang sem hefur verið á viðskiptajöfnuði undanfarin ár og hagvöxt, þá gætum við greitt þetta upp á innan við 20 árum." Þessu hélt Gylfi líka fram í apríl 2011 þegar hann var að hvetja landsmenn til að segja já við IceSave. Þessar fullyrðingar Gylfa standast enga skoðun. Fyrir það fyrsta er skuldastaða þjóðarinnar við útlönd um 1600 milljarðar króna, eða um 100% af þjóðarframleiðslu eða meira en helmingi verri en dósentinn heldur fram. Eins er ekki afgangur af viðskiptum við útlönd, heldur halli. Gylfi hefur á þessu falska mati sínu haldið því fram að nauðasamninga við föllnu bankanna eigi að klára, en stórslysi var forðað síðasta haust þegar komið var í veg fyrir undirritun þeirra. Mál að linni Eftir hrun gjaldmiðilsins og bankanna höfðu sumir á orði að þátttaka háskólamanna hefði ekki verið næg í að halda hinu rétta til haga. Þau mál sem rakin eru hér að ofan þurfa ekki endilega að afsanna þá kenningu. En þau sýna það að mat Gylfa Magnússonar er ekkert til að byggja á.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun