Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Lýðræðið í öndvegi Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2013 06:00 Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG tók við stjórn landsins 1. febrúar 2009 þótti brýnt að huga vel að mannréttindum, lýðræðisumbótum og umbótum á sjálfu stjórnkerfinu. Í kjölfar bankahrunsins varð meðal annars að komast til botns í því hvort og þá hvers vegna opinberar eftirlitsstofnanir og stjórnmálin höfðu brugðist með örlagaríkum afleiðingum. Helstu stofnanir samfélagsins voru rúnar trausti og grunsemdir um spillingu og klíkuskap voru miklar.Breyttir og betri siðir Um misbeitingu valdsins eru til ágæt dæmi. Árið 2003 voru samþykkt umdeild lög sem veittu þingmönnum, ráðherrum, forseta Íslands, dómurum og æðstu embættismönnum forréttindi um lífeyrisgreiðslur. Þau veittu rýmri réttindi en almenningur nýtur til þess að hverfa frá störfum áður en tilskyldum eftirlaunaaldri er náð. Jafnframt gátu ofangreindir hópar haldið fullum lífeyrisréttindum þótt svo að þeir gegndu samtímis öðrum störfum fyrir hið opinbera. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarflokkanna var að fella þessi lög úr gildi. Meðal siðmenntaðra þjóða þykir eðlilegt og sjálfsagt að upplýsingar um fjárframlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda séu opinberar og öllum aðgengilegar. Þessi háttur er hafður á meðal annars til að koma í veg fyrir dulin áhrifakaup auðmanna sem ógnað geta lýðræðinu. Ísland hafði dregið lappirnar í þessum efnum til ársins 2006 þegar ný lög um fjármál stjórnmálaflokka voru loks samþykkt. Fljótlega eftir fjármálahrunið gekkst núverandi ríkisstjórn fyrir því að fjárframlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda yrðu gerð opinber aftur til ársins 2005. Það leiddi meðal annars í ljós há framlög föllnu bankanna til einstakra stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Margar aðgerðir af þessum toga láta ekki mikið yfir sér en fela þó í sér miklar umbætur og heilbrigðari og gagnsærri stjórnsýslu. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa verið innleiddar siðareglur fyrir ráðherra og starfsmenn Stjórnarráðs Íslands. Tilgangur þeirra er að auka traust á stjórnsýslunni og veita leiðsögn um hvers konar háttalag hæfir starfsmönnum hennar og æðstu stjórnendum. Með breytingum á lögum og reglum hefur dregið úr hættu á að geðþótti ráði við embættisveitingar. Óheimilt er nú að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda. Hæfisnefndir fjalla nú auk þess um allar ráðningar æðstu stjórnenda innan Stjórnarráðs Íslands.Faglegri stjórnun Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur verið ráðist í umfangsmestu breytingar á Stjórnarráðinu í sögu lýðveldisins. Þessar breytingar voru meðal annars gerðar í kjölfar ábendinga í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ráðuneytum hefur verið fækkað úr 12 í 8 og breytingar samfara fækkuninni eiga að skila faglegri og skilvirkari þjónustu. Samhliða hefur stofnunum ríkisins einnig fækkað um rúmlega 30 og er nú fjöldi þeirra um 190. Við höfum fetað leiðina til gagnsærra og opnara þjóðfélags. Endurskoðuð upplýsingalög, sem tóku gildi nýverið, eru varða á þeirri leið. Þau ná nú einnig til upplýsingagjafar fyrirtækja sem eru að meirihluta í opinberri eigu eins og t.d. Landsvirkjun. Breytingarnar auðvelda jafnframt almenningi að óska upplýsinga og fá greið svör við spurningum. Meginatriðið er að við höfum fullan vilja til þess að mæta kröfum um greiðan aðgang almennings að upplýsingum, enda er það einn af hornsteinum lýðræðisins.Mannréttindi Vorið 2010 var ákveðið með lögum að greiða sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum fyrir börn. Lögin kveða á um bætur allt að 6 milljónum króna til handa einstaklingum sem urðu fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis á tilteknum stofnunum eða heimilum. Stórt skref í réttindabaráttu samkynhneigðra var tekið árið 2010 þegar Alþingi samþykkti að ein hjúskaparlög skyldu gilda um allra, burtséð frá kyni eða kynhneigð. Óhætt er að segja að Ísland hafi nú skipað sér í fremstu röð að því er réttindi samkynhneigðra varðar. Nefna má að í fyrra voru samþykkt lög sem bæta réttarstöðu transfólks, þ.e. fólks sem á við kynáttunarvanda að stríða. Íslenskt táknmál er nú móðurmál þeirra sem ekki hafa næga heyrn til að tileinka sér íslenska tungu til daglegra samskipta. Þetta var lögfest fyrir að verða tveimur árum og er nú íslenskt táknmál fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra. Fleira má nefna sem snertir mannréttindi. Unnið er að endurskoðun laga um hælisleitendur og réttindi útlendinga hér á landi. Réttindagæsla fyrir fatlaða hefur verið leidd í lög. Þeir eiga nú meðal annars rétt á persónulegum talsmanni sem gætir hagsmuna þeirra.Staða stjórnarskrármálsins Frá árinu 2009 hafa umræður á Alþingi um stjórnarskrána tekið meiri tíma en flest önnur mál í sögu lýðveldisins. Vinnan utan þingsins frá þjóðfundi til þjóðaratkvæðagreiðslu er einnig gríðarleg um mikilvæg atriði frumvarpsins sem stjórnlagaráð skilaði af sér. Önnur umræða um þetta mikilvæga mál er þegar hafin og Alþingi hefur allar forsendur til að leiða málið til lykta með farsælum hætti. Ég vona að úthaldið bresti ekki á lokasprettinum þegar mikið ríður á að allir, sem stutt hafa málið á Alþingi, standi saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG tók við stjórn landsins 1. febrúar 2009 þótti brýnt að huga vel að mannréttindum, lýðræðisumbótum og umbótum á sjálfu stjórnkerfinu. Í kjölfar bankahrunsins varð meðal annars að komast til botns í því hvort og þá hvers vegna opinberar eftirlitsstofnanir og stjórnmálin höfðu brugðist með örlagaríkum afleiðingum. Helstu stofnanir samfélagsins voru rúnar trausti og grunsemdir um spillingu og klíkuskap voru miklar.Breyttir og betri siðir Um misbeitingu valdsins eru til ágæt dæmi. Árið 2003 voru samþykkt umdeild lög sem veittu þingmönnum, ráðherrum, forseta Íslands, dómurum og æðstu embættismönnum forréttindi um lífeyrisgreiðslur. Þau veittu rýmri réttindi en almenningur nýtur til þess að hverfa frá störfum áður en tilskyldum eftirlaunaaldri er náð. Jafnframt gátu ofangreindir hópar haldið fullum lífeyrisréttindum þótt svo að þeir gegndu samtímis öðrum störfum fyrir hið opinbera. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarflokkanna var að fella þessi lög úr gildi. Meðal siðmenntaðra þjóða þykir eðlilegt og sjálfsagt að upplýsingar um fjárframlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda séu opinberar og öllum aðgengilegar. Þessi háttur er hafður á meðal annars til að koma í veg fyrir dulin áhrifakaup auðmanna sem ógnað geta lýðræðinu. Ísland hafði dregið lappirnar í þessum efnum til ársins 2006 þegar ný lög um fjármál stjórnmálaflokka voru loks samþykkt. Fljótlega eftir fjármálahrunið gekkst núverandi ríkisstjórn fyrir því að fjárframlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda yrðu gerð opinber aftur til ársins 2005. Það leiddi meðal annars í ljós há framlög föllnu bankanna til einstakra stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Margar aðgerðir af þessum toga láta ekki mikið yfir sér en fela þó í sér miklar umbætur og heilbrigðari og gagnsærri stjórnsýslu. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa verið innleiddar siðareglur fyrir ráðherra og starfsmenn Stjórnarráðs Íslands. Tilgangur þeirra er að auka traust á stjórnsýslunni og veita leiðsögn um hvers konar háttalag hæfir starfsmönnum hennar og æðstu stjórnendum. Með breytingum á lögum og reglum hefur dregið úr hættu á að geðþótti ráði við embættisveitingar. Óheimilt er nú að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda. Hæfisnefndir fjalla nú auk þess um allar ráðningar æðstu stjórnenda innan Stjórnarráðs Íslands.Faglegri stjórnun Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur verið ráðist í umfangsmestu breytingar á Stjórnarráðinu í sögu lýðveldisins. Þessar breytingar voru meðal annars gerðar í kjölfar ábendinga í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ráðuneytum hefur verið fækkað úr 12 í 8 og breytingar samfara fækkuninni eiga að skila faglegri og skilvirkari þjónustu. Samhliða hefur stofnunum ríkisins einnig fækkað um rúmlega 30 og er nú fjöldi þeirra um 190. Við höfum fetað leiðina til gagnsærra og opnara þjóðfélags. Endurskoðuð upplýsingalög, sem tóku gildi nýverið, eru varða á þeirri leið. Þau ná nú einnig til upplýsingagjafar fyrirtækja sem eru að meirihluta í opinberri eigu eins og t.d. Landsvirkjun. Breytingarnar auðvelda jafnframt almenningi að óska upplýsinga og fá greið svör við spurningum. Meginatriðið er að við höfum fullan vilja til þess að mæta kröfum um greiðan aðgang almennings að upplýsingum, enda er það einn af hornsteinum lýðræðisins.Mannréttindi Vorið 2010 var ákveðið með lögum að greiða sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum fyrir börn. Lögin kveða á um bætur allt að 6 milljónum króna til handa einstaklingum sem urðu fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis á tilteknum stofnunum eða heimilum. Stórt skref í réttindabaráttu samkynhneigðra var tekið árið 2010 þegar Alþingi samþykkti að ein hjúskaparlög skyldu gilda um allra, burtséð frá kyni eða kynhneigð. Óhætt er að segja að Ísland hafi nú skipað sér í fremstu röð að því er réttindi samkynhneigðra varðar. Nefna má að í fyrra voru samþykkt lög sem bæta réttarstöðu transfólks, þ.e. fólks sem á við kynáttunarvanda að stríða. Íslenskt táknmál er nú móðurmál þeirra sem ekki hafa næga heyrn til að tileinka sér íslenska tungu til daglegra samskipta. Þetta var lögfest fyrir að verða tveimur árum og er nú íslenskt táknmál fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra. Fleira má nefna sem snertir mannréttindi. Unnið er að endurskoðun laga um hælisleitendur og réttindi útlendinga hér á landi. Réttindagæsla fyrir fatlaða hefur verið leidd í lög. Þeir eiga nú meðal annars rétt á persónulegum talsmanni sem gætir hagsmuna þeirra.Staða stjórnarskrármálsins Frá árinu 2009 hafa umræður á Alþingi um stjórnarskrána tekið meiri tíma en flest önnur mál í sögu lýðveldisins. Vinnan utan þingsins frá þjóðfundi til þjóðaratkvæðagreiðslu er einnig gríðarleg um mikilvæg atriði frumvarpsins sem stjórnlagaráð skilaði af sér. Önnur umræða um þetta mikilvæga mál er þegar hafin og Alþingi hefur allar forsendur til að leiða málið til lykta með farsælum hætti. Ég vona að úthaldið bresti ekki á lokasprettinum þegar mikið ríður á að allir, sem stutt hafa málið á Alþingi, standi saman.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun