Fræðslan er sterkasta vopnið Steinunn Stefánsdóttir skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Kynferðisofbeldi er fyrirferðarmikið í umræðunni um þessar mundir, ekki síst kynferðisníð á börnum. Frá áramótum hefur til dæmis vart liðið dagur án þess að mál tengd barnaníði hafi verið í fréttum. Það er skylda fullorðinna að vernda börn gegn alls kyns ofbeldi. Liður í því er að fræða þau um rétt sinn til að setja mörk. Börn eiga að vita að þau eiga aldrei að þurfa að misbjóða sjálfum sér og eiga ekki að láta neinn, hvorki fullorðna né önnur börn, gera eitthvað við sig sem þeim ekki hugnast. Beittasta vopnið í hverri baráttu er þekking, skilningur og hæfileikinn til að greina og meta. Það á líka við um baráttuna gegn kynferðisofbeldi. Á þau mið er róið í stuttmynd þeirra Brynhildar Björnsdóttur, Páls Óskars Hjálmtýssonar og Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Fáðu já, sem frumsýnd var í vikunni sem leið. Myndin er reyndar ekki ætluð ungum börnum heldur unglingum. Sem betur fer hefur mikill minnihluti unglinganna sem nú á þess kost að sjá myndina Fáðu já orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Hvert einasta þeirra gæti hins vegar átt eftir að verða annaðhvort þolandi eða gerandi í slíku máli. Myndin og sá boðskapur sem hún flytur er þó verulega til þess fallin að draga úr líkunum á því. Í myndinni er sérstök áhersla lögð á að kynlíf er og verður alltaf samkomulag milli þeirra sem það iðka saman, samkomulag sem má rjúfa hvenær sem er í ferlinu. Enginn á nokkurn tíma að misbjóða sér í kynlífi eða finnast hann nauðbeygður til að gera það vegna þess að hann hafi lagt hlutina þannig upp. Þögn er aldrei það sama og samþykki og kynmök án samþykkis eru ekki kynlíf heldur nauðgun. Þá er lögð áhersla á að þótt kynlíf sé vissulega einkamál er hreinskiptin umræða milli rekkjunauta afar mikilvæg. Í myndinni er áhorfendum leitt fyrir sjónir að sú mynd af kynlífi sem dregin er upp í afþreyingariðnaðinum, hvort heldur þorra bíómynda, tónlistarmyndbanda eða þá í klámmyndunum, er ekki raunsönn á nokkurn hátt, eða eins og segir í myndinni: Klám á jafnmikið skylt við raunveruleikann og Andrés önd við alvöru önd. Fáðu já flytur ungu fólki geysilega mikilvæg skilaboð um kynlíf. Fjallað er um það tæpitungulaust sem þann viðkvæma, nokkuð leyndardómsfulla en í senn hversdagslega gjörning sem kynlíf er. Unglingar hugsa um kynlíf og eru þess vegna móttækilegir fyrir fræðslunni. Það er mikilvægt að nýta það. Fræðsla sem snýr að litlum börnum er viðkvæmari. Engu að síður hefur verið gefið út slíkt efni, til dæmis kverið Þetta eru mínir einkastaðir, en markmið þess er að upplýsa börn um heilbrigð samskipti, góða og vonda snertingu og kenna þeim að enginn snertir einkastaðina þeirra. Fræðslan er og verður nauðsynlegur liður í að vernda börn gegn ofbeldi á sama hátt og unglinga og fullorðið fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Kynferðisofbeldi er fyrirferðarmikið í umræðunni um þessar mundir, ekki síst kynferðisníð á börnum. Frá áramótum hefur til dæmis vart liðið dagur án þess að mál tengd barnaníði hafi verið í fréttum. Það er skylda fullorðinna að vernda börn gegn alls kyns ofbeldi. Liður í því er að fræða þau um rétt sinn til að setja mörk. Börn eiga að vita að þau eiga aldrei að þurfa að misbjóða sjálfum sér og eiga ekki að láta neinn, hvorki fullorðna né önnur börn, gera eitthvað við sig sem þeim ekki hugnast. Beittasta vopnið í hverri baráttu er þekking, skilningur og hæfileikinn til að greina og meta. Það á líka við um baráttuna gegn kynferðisofbeldi. Á þau mið er róið í stuttmynd þeirra Brynhildar Björnsdóttur, Páls Óskars Hjálmtýssonar og Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Fáðu já, sem frumsýnd var í vikunni sem leið. Myndin er reyndar ekki ætluð ungum börnum heldur unglingum. Sem betur fer hefur mikill minnihluti unglinganna sem nú á þess kost að sjá myndina Fáðu já orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Hvert einasta þeirra gæti hins vegar átt eftir að verða annaðhvort þolandi eða gerandi í slíku máli. Myndin og sá boðskapur sem hún flytur er þó verulega til þess fallin að draga úr líkunum á því. Í myndinni er sérstök áhersla lögð á að kynlíf er og verður alltaf samkomulag milli þeirra sem það iðka saman, samkomulag sem má rjúfa hvenær sem er í ferlinu. Enginn á nokkurn tíma að misbjóða sér í kynlífi eða finnast hann nauðbeygður til að gera það vegna þess að hann hafi lagt hlutina þannig upp. Þögn er aldrei það sama og samþykki og kynmök án samþykkis eru ekki kynlíf heldur nauðgun. Þá er lögð áhersla á að þótt kynlíf sé vissulega einkamál er hreinskiptin umræða milli rekkjunauta afar mikilvæg. Í myndinni er áhorfendum leitt fyrir sjónir að sú mynd af kynlífi sem dregin er upp í afþreyingariðnaðinum, hvort heldur þorra bíómynda, tónlistarmyndbanda eða þá í klámmyndunum, er ekki raunsönn á nokkurn hátt, eða eins og segir í myndinni: Klám á jafnmikið skylt við raunveruleikann og Andrés önd við alvöru önd. Fáðu já flytur ungu fólki geysilega mikilvæg skilaboð um kynlíf. Fjallað er um það tæpitungulaust sem þann viðkvæma, nokkuð leyndardómsfulla en í senn hversdagslega gjörning sem kynlíf er. Unglingar hugsa um kynlíf og eru þess vegna móttækilegir fyrir fræðslunni. Það er mikilvægt að nýta það. Fræðsla sem snýr að litlum börnum er viðkvæmari. Engu að síður hefur verið gefið út slíkt efni, til dæmis kverið Þetta eru mínir einkastaðir, en markmið þess er að upplýsa börn um heilbrigð samskipti, góða og vonda snertingu og kenna þeim að enginn snertir einkastaðina þeirra. Fræðslan er og verður nauðsynlegur liður í að vernda börn gegn ofbeldi á sama hátt og unglinga og fullorðið fólk.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun