Lög til verndar náttúru Íslands Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Í gær birtist grein eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur um frumvarp til náttúruverndarlaga. Hún segir að ýmsu beri að fagna í frumvarpinu en nefnir að í því séu gloppur sem þurfi að staldra við. Segir hún mikilvægt að hlusta eftir röddum þeirra sem kunnugastir eru málum. Það er rétt enda hefur fjöldi sérfræðinga verið kallaður til svo að skýr grunnur sé lagður að löggjöfinni og markmiðum hennar. Þá er rétt að samráð bætir stefnumótun stjórnvalda umtalsvert. Sú er raunin hér en undirbúningur að framlagningu frumvarpsins hófst haustið 2009. Hafist var við gerð yfirgripsmikillar Hvítbókar sem var megingrundvöllur umræðu á umhverfisþingi 2011. Þar áttu fjölmargir hagsmunaaðilar aðkomu og komu sjónarmiðum sínum á framfæri. Að auki fylgdi Hvítbókinni víðtækt samráð, fundahöld um land allt og umsagnarferli á ólíkum stigum, áður en að eiginlegri frumvarpssmíð kom. Að baki er því mikil og vönduð vinna og meira samráð en tíðkast við gerð frumvarpa. Það hefur valdið vonbrigðum að ýmsir hafa fjallað um frumvarpið með því að halda fram rangfærslum og upphrópunum. Sem betur fer gildir þó að þar fer yfirleitt fólk sem ann náttúrunni og skilur að um hana verða að gilda skýrar reglur svo ekki verði gengið á gæði hennar. Í umræddri grein er vikið að hagsmunum hreyfihamlaðra, sem ekki geta ferðast um nema á vélknúnu ökutæki. Aðgengi fatlaðra að náttúrunni verður beinlínis aukið verði frumvarpið að lögum, þar sem gert er ráð fyrir að vegna sérstakra aðstæðna megi veita einstaklingum undanþágur frá banni við akstri utan vega. Þessu dæmi er því miður snúið á haus í grein Lailu. Áhrif ferðamáta eru mismunandi og því gilda ólík sjónarmið eftir því hvernig ferðast er. Það gefur augaleið að ekki er hægt að aka um Þjórsárver eða önnur slík viðkvæm svæði þótt þar sé unnt að fara gangandi. Röksemdir um jafnræði eiga ekki alltaf við þegar ferðamátar eru bornir saman. Meginmarkmiðið með frumvarpinu er náttúruvernd. Því næst að fólk geti notið náttúrunnar – án þess að á hana sé gengið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Í gær birtist grein eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur um frumvarp til náttúruverndarlaga. Hún segir að ýmsu beri að fagna í frumvarpinu en nefnir að í því séu gloppur sem þurfi að staldra við. Segir hún mikilvægt að hlusta eftir röddum þeirra sem kunnugastir eru málum. Það er rétt enda hefur fjöldi sérfræðinga verið kallaður til svo að skýr grunnur sé lagður að löggjöfinni og markmiðum hennar. Þá er rétt að samráð bætir stefnumótun stjórnvalda umtalsvert. Sú er raunin hér en undirbúningur að framlagningu frumvarpsins hófst haustið 2009. Hafist var við gerð yfirgripsmikillar Hvítbókar sem var megingrundvöllur umræðu á umhverfisþingi 2011. Þar áttu fjölmargir hagsmunaaðilar aðkomu og komu sjónarmiðum sínum á framfæri. Að auki fylgdi Hvítbókinni víðtækt samráð, fundahöld um land allt og umsagnarferli á ólíkum stigum, áður en að eiginlegri frumvarpssmíð kom. Að baki er því mikil og vönduð vinna og meira samráð en tíðkast við gerð frumvarpa. Það hefur valdið vonbrigðum að ýmsir hafa fjallað um frumvarpið með því að halda fram rangfærslum og upphrópunum. Sem betur fer gildir þó að þar fer yfirleitt fólk sem ann náttúrunni og skilur að um hana verða að gilda skýrar reglur svo ekki verði gengið á gæði hennar. Í umræddri grein er vikið að hagsmunum hreyfihamlaðra, sem ekki geta ferðast um nema á vélknúnu ökutæki. Aðgengi fatlaðra að náttúrunni verður beinlínis aukið verði frumvarpið að lögum, þar sem gert er ráð fyrir að vegna sérstakra aðstæðna megi veita einstaklingum undanþágur frá banni við akstri utan vega. Þessu dæmi er því miður snúið á haus í grein Lailu. Áhrif ferðamáta eru mismunandi og því gilda ólík sjónarmið eftir því hvernig ferðast er. Það gefur augaleið að ekki er hægt að aka um Þjórsárver eða önnur slík viðkvæm svæði þótt þar sé unnt að fara gangandi. Röksemdir um jafnræði eiga ekki alltaf við þegar ferðamátar eru bornir saman. Meginmarkmiðið með frumvarpinu er náttúruvernd. Því næst að fólk geti notið náttúrunnar – án þess að á hana sé gengið.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun