Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Jöfnuður og bætt lífskjör Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2013 06:00 Jöfnuður og samfélagsleg ábyrgð eru pólitísk grundvallargildi. Það sama á við um markaðsfrelsi og trúna á að markaðurinn leysi öll helstu þjóðfélagslegu vandamálin. Við erum reynslunni ríkari um það hvert óheft og áhættusækin markaðshyggja getur leitt okkur. Í öllu uppbyggingar- og endurreisnarstarfi liðinna fjögurra ára hafa stjórnarflokkarnir lagt ríka áherslu á það hlutverk ríkisvaldsins að vernda mannréttindi og öryggi borgaranna og stuðla að félagslegu réttlæti, ekki síst til að auka jöfnuð. Fjöldi athugana sýnir að aukinn jöfnuður og betri lífskjör og lífsgæði haldast í hendur. Þess vegna er sú vegferð samfélagsumbóta, sem fyrsta meirihlutastjórn jafnaðarmanna og félagshyggjufólks stendur nú fyrir, afar merkileg. Breski fræðimaðurinn R. Wilkinson segir enda að ójöfnuður hafi verstu áhrifin á þá sem eru í tekjulægsta hópi samfélagsins, en aukinn jöfnuður feli einnig í sér ávinninga fyrir þá sem mest hafa handa á milli. Aukinn efnahagslegur jöfnuður færi öllum betri lífskjör. Aukinn jöfnuður Undir forystu jafnaðarstjórnar Samfylkingar og VG undanfarin fjögur ár hafa orðið gagnger umskipti í þessum efnum. Komið var böndum á ójöfnuðinn sem grafið hafði um sig á löngum valdaferli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Á innan við tíu árum hafði hlutur hinna ríkustu í heildartekjum þjóðarinnar aukist úr fjórum til fimm prósentum í um tuttugu prósent. Á sama tíma minnkaði skattbyrði þessa hóps stig af stigi en skattbyrði annarra jókst að sama skapi. Þessi stefna framkallaði á einum áratug meiri stéttskiptingu á Íslandi en við höfðum áður séð. Með margvíslegum aðgerðum hefur dregið svo mjög úr ójöfnuði að nú er hann með því minnsta sem gerist í heiminum. Ójöfnuður ráðstöfunartekna í landinu er um helmingi minni nú en árið 2007 þegar hann varð mestur. Á svonefndum GINI-kvarða varð ójöfnuður skattskyldra tekna heil 0,43 stig skömmu fyrir hrun en er nú kominn niður í um 0,23 (því meira sem talan nálgast 0 því meiri er jöfnuðurinn.) Sanngjarnari og minni skattar Margir undrast að á sama tíma og jöfnuður eykst hér á landi dregur úr skattheimtu sem hlutfalli af landsframleiðslu. Ísland er í 16. sæti meðal 30 landa ESB og EFTA sem nýleg gögn Eurostat um skattbyrði ná til. Nærri 36 prósent landsframleiðslunnar renna nú til hins opinbera í formi tekjuskatts, virðisaukaskatts og launatengdra gjalda. Þetta hlutfall var yfir 40% árið 2007. Í hópi Norðurlandanna mælist skattbyrðin minnst hér á landi og nær allar viðskiptaþjóðir okkar í Evrópu innheimta meiri skatta sem hlutfall af landsframleiðslu en gert er hér á landi. Þrátt fyrir minnkandi hlutfall skatta hefur ríkisstjórnin varið stærri hluta ríkisútgjalda til velferðarmála og aukins jöfnuðar. Yfir 100 milljörðum króna hefur verið varið í barnabætur og vaxtabætur á kjörtímabilinu. Þá hafa íbúðaeigendur fengið um 35% vaxtakostnaðar vegna húsnæðislána endurgreiddan úr ríkissjóði og var þetta hlutfall næstum tvöfaldað á liðnum tveimur árum. Sé litið til tekjulægstu 10% heimila árið 2010 þá niðurgreiddi ríkið næstum því helming alls vaxtakostnaðar þess hóps. Réttlæti og minni fátækt Alþjóðleg samanburðargögn sýna einnig að fátækt meðal barna er hvergi minni en hér á landi og hið sama á við um hættuna á fátækt og félagslegri einangrun landsmanna og fjölda þeirra undir lágtekjumörkum. Hvergi í Evrópu er staðan betri að þessu leyti. Ástæðu þessa má ekki síst rekja til þess hvernig stjórnvöld kappkostuðu að hlífa eins og kostur var þeim samfélagshópum sem lakast stóðu og færa byrðarnar sem mest á breiðari bökin. Samkvæmt skýrslu Þjóðmálastofnunar HÍ tókst þetta bærilega. Meðalrýrnun ráðstöfunartekna fjölskyldna árin 2008-2010 var um 20% en hjá lágtekjufólki rýrnuðu kjörin um 9%. Hjá millitekjufólki var kjaraskerðingin um 14% en hjá hátekjufólki um 38%. Það er ánægjulegt til þess að vita að þrátt fyrir skelfilegar afleiðingar hrunsins eru Íslendingar nú með allra ánægðustu þjóðum með líf sitt. Samkvæmt könnun sem Eurobarometer birti í desember síðastliðnum líta þeir nánustu framtíð bjartari augum í efnahagslegu tilliti en aðrar Evrópuþjóðir. Enn er þó margt ógert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Jöfnuður og samfélagsleg ábyrgð eru pólitísk grundvallargildi. Það sama á við um markaðsfrelsi og trúna á að markaðurinn leysi öll helstu þjóðfélagslegu vandamálin. Við erum reynslunni ríkari um það hvert óheft og áhættusækin markaðshyggja getur leitt okkur. Í öllu uppbyggingar- og endurreisnarstarfi liðinna fjögurra ára hafa stjórnarflokkarnir lagt ríka áherslu á það hlutverk ríkisvaldsins að vernda mannréttindi og öryggi borgaranna og stuðla að félagslegu réttlæti, ekki síst til að auka jöfnuð. Fjöldi athugana sýnir að aukinn jöfnuður og betri lífskjör og lífsgæði haldast í hendur. Þess vegna er sú vegferð samfélagsumbóta, sem fyrsta meirihlutastjórn jafnaðarmanna og félagshyggjufólks stendur nú fyrir, afar merkileg. Breski fræðimaðurinn R. Wilkinson segir enda að ójöfnuður hafi verstu áhrifin á þá sem eru í tekjulægsta hópi samfélagsins, en aukinn jöfnuður feli einnig í sér ávinninga fyrir þá sem mest hafa handa á milli. Aukinn efnahagslegur jöfnuður færi öllum betri lífskjör. Aukinn jöfnuður Undir forystu jafnaðarstjórnar Samfylkingar og VG undanfarin fjögur ár hafa orðið gagnger umskipti í þessum efnum. Komið var böndum á ójöfnuðinn sem grafið hafði um sig á löngum valdaferli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Á innan við tíu árum hafði hlutur hinna ríkustu í heildartekjum þjóðarinnar aukist úr fjórum til fimm prósentum í um tuttugu prósent. Á sama tíma minnkaði skattbyrði þessa hóps stig af stigi en skattbyrði annarra jókst að sama skapi. Þessi stefna framkallaði á einum áratug meiri stéttskiptingu á Íslandi en við höfðum áður séð. Með margvíslegum aðgerðum hefur dregið svo mjög úr ójöfnuði að nú er hann með því minnsta sem gerist í heiminum. Ójöfnuður ráðstöfunartekna í landinu er um helmingi minni nú en árið 2007 þegar hann varð mestur. Á svonefndum GINI-kvarða varð ójöfnuður skattskyldra tekna heil 0,43 stig skömmu fyrir hrun en er nú kominn niður í um 0,23 (því meira sem talan nálgast 0 því meiri er jöfnuðurinn.) Sanngjarnari og minni skattar Margir undrast að á sama tíma og jöfnuður eykst hér á landi dregur úr skattheimtu sem hlutfalli af landsframleiðslu. Ísland er í 16. sæti meðal 30 landa ESB og EFTA sem nýleg gögn Eurostat um skattbyrði ná til. Nærri 36 prósent landsframleiðslunnar renna nú til hins opinbera í formi tekjuskatts, virðisaukaskatts og launatengdra gjalda. Þetta hlutfall var yfir 40% árið 2007. Í hópi Norðurlandanna mælist skattbyrðin minnst hér á landi og nær allar viðskiptaþjóðir okkar í Evrópu innheimta meiri skatta sem hlutfall af landsframleiðslu en gert er hér á landi. Þrátt fyrir minnkandi hlutfall skatta hefur ríkisstjórnin varið stærri hluta ríkisútgjalda til velferðarmála og aukins jöfnuðar. Yfir 100 milljörðum króna hefur verið varið í barnabætur og vaxtabætur á kjörtímabilinu. Þá hafa íbúðaeigendur fengið um 35% vaxtakostnaðar vegna húsnæðislána endurgreiddan úr ríkissjóði og var þetta hlutfall næstum tvöfaldað á liðnum tveimur árum. Sé litið til tekjulægstu 10% heimila árið 2010 þá niðurgreiddi ríkið næstum því helming alls vaxtakostnaðar þess hóps. Réttlæti og minni fátækt Alþjóðleg samanburðargögn sýna einnig að fátækt meðal barna er hvergi minni en hér á landi og hið sama á við um hættuna á fátækt og félagslegri einangrun landsmanna og fjölda þeirra undir lágtekjumörkum. Hvergi í Evrópu er staðan betri að þessu leyti. Ástæðu þessa má ekki síst rekja til þess hvernig stjórnvöld kappkostuðu að hlífa eins og kostur var þeim samfélagshópum sem lakast stóðu og færa byrðarnar sem mest á breiðari bökin. Samkvæmt skýrslu Þjóðmálastofnunar HÍ tókst þetta bærilega. Meðalrýrnun ráðstöfunartekna fjölskyldna árin 2008-2010 var um 20% en hjá lágtekjufólki rýrnuðu kjörin um 9%. Hjá millitekjufólki var kjaraskerðingin um 14% en hjá hátekjufólki um 38%. Það er ánægjulegt til þess að vita að þrátt fyrir skelfilegar afleiðingar hrunsins eru Íslendingar nú með allra ánægðustu þjóðum með líf sitt. Samkvæmt könnun sem Eurobarometer birti í desember síðastliðnum líta þeir nánustu framtíð bjartari augum í efnahagslegu tilliti en aðrar Evrópuþjóðir. Enn er þó margt ógert.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun