Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Jöfnuður og bætt lífskjör Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2013 06:00 Jöfnuður og samfélagsleg ábyrgð eru pólitísk grundvallargildi. Það sama á við um markaðsfrelsi og trúna á að markaðurinn leysi öll helstu þjóðfélagslegu vandamálin. Við erum reynslunni ríkari um það hvert óheft og áhættusækin markaðshyggja getur leitt okkur. Í öllu uppbyggingar- og endurreisnarstarfi liðinna fjögurra ára hafa stjórnarflokkarnir lagt ríka áherslu á það hlutverk ríkisvaldsins að vernda mannréttindi og öryggi borgaranna og stuðla að félagslegu réttlæti, ekki síst til að auka jöfnuð. Fjöldi athugana sýnir að aukinn jöfnuður og betri lífskjör og lífsgæði haldast í hendur. Þess vegna er sú vegferð samfélagsumbóta, sem fyrsta meirihlutastjórn jafnaðarmanna og félagshyggjufólks stendur nú fyrir, afar merkileg. Breski fræðimaðurinn R. Wilkinson segir enda að ójöfnuður hafi verstu áhrifin á þá sem eru í tekjulægsta hópi samfélagsins, en aukinn jöfnuður feli einnig í sér ávinninga fyrir þá sem mest hafa handa á milli. Aukinn efnahagslegur jöfnuður færi öllum betri lífskjör. Aukinn jöfnuður Undir forystu jafnaðarstjórnar Samfylkingar og VG undanfarin fjögur ár hafa orðið gagnger umskipti í þessum efnum. Komið var böndum á ójöfnuðinn sem grafið hafði um sig á löngum valdaferli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Á innan við tíu árum hafði hlutur hinna ríkustu í heildartekjum þjóðarinnar aukist úr fjórum til fimm prósentum í um tuttugu prósent. Á sama tíma minnkaði skattbyrði þessa hóps stig af stigi en skattbyrði annarra jókst að sama skapi. Þessi stefna framkallaði á einum áratug meiri stéttskiptingu á Íslandi en við höfðum áður séð. Með margvíslegum aðgerðum hefur dregið svo mjög úr ójöfnuði að nú er hann með því minnsta sem gerist í heiminum. Ójöfnuður ráðstöfunartekna í landinu er um helmingi minni nú en árið 2007 þegar hann varð mestur. Á svonefndum GINI-kvarða varð ójöfnuður skattskyldra tekna heil 0,43 stig skömmu fyrir hrun en er nú kominn niður í um 0,23 (því meira sem talan nálgast 0 því meiri er jöfnuðurinn.) Sanngjarnari og minni skattar Margir undrast að á sama tíma og jöfnuður eykst hér á landi dregur úr skattheimtu sem hlutfalli af landsframleiðslu. Ísland er í 16. sæti meðal 30 landa ESB og EFTA sem nýleg gögn Eurostat um skattbyrði ná til. Nærri 36 prósent landsframleiðslunnar renna nú til hins opinbera í formi tekjuskatts, virðisaukaskatts og launatengdra gjalda. Þetta hlutfall var yfir 40% árið 2007. Í hópi Norðurlandanna mælist skattbyrðin minnst hér á landi og nær allar viðskiptaþjóðir okkar í Evrópu innheimta meiri skatta sem hlutfall af landsframleiðslu en gert er hér á landi. Þrátt fyrir minnkandi hlutfall skatta hefur ríkisstjórnin varið stærri hluta ríkisútgjalda til velferðarmála og aukins jöfnuðar. Yfir 100 milljörðum króna hefur verið varið í barnabætur og vaxtabætur á kjörtímabilinu. Þá hafa íbúðaeigendur fengið um 35% vaxtakostnaðar vegna húsnæðislána endurgreiddan úr ríkissjóði og var þetta hlutfall næstum tvöfaldað á liðnum tveimur árum. Sé litið til tekjulægstu 10% heimila árið 2010 þá niðurgreiddi ríkið næstum því helming alls vaxtakostnaðar þess hóps. Réttlæti og minni fátækt Alþjóðleg samanburðargögn sýna einnig að fátækt meðal barna er hvergi minni en hér á landi og hið sama á við um hættuna á fátækt og félagslegri einangrun landsmanna og fjölda þeirra undir lágtekjumörkum. Hvergi í Evrópu er staðan betri að þessu leyti. Ástæðu þessa má ekki síst rekja til þess hvernig stjórnvöld kappkostuðu að hlífa eins og kostur var þeim samfélagshópum sem lakast stóðu og færa byrðarnar sem mest á breiðari bökin. Samkvæmt skýrslu Þjóðmálastofnunar HÍ tókst þetta bærilega. Meðalrýrnun ráðstöfunartekna fjölskyldna árin 2008-2010 var um 20% en hjá lágtekjufólki rýrnuðu kjörin um 9%. Hjá millitekjufólki var kjaraskerðingin um 14% en hjá hátekjufólki um 38%. Það er ánægjulegt til þess að vita að þrátt fyrir skelfilegar afleiðingar hrunsins eru Íslendingar nú með allra ánægðustu þjóðum með líf sitt. Samkvæmt könnun sem Eurobarometer birti í desember síðastliðnum líta þeir nánustu framtíð bjartari augum í efnahagslegu tilliti en aðrar Evrópuþjóðir. Enn er þó margt ógert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Jöfnuður og samfélagsleg ábyrgð eru pólitísk grundvallargildi. Það sama á við um markaðsfrelsi og trúna á að markaðurinn leysi öll helstu þjóðfélagslegu vandamálin. Við erum reynslunni ríkari um það hvert óheft og áhættusækin markaðshyggja getur leitt okkur. Í öllu uppbyggingar- og endurreisnarstarfi liðinna fjögurra ára hafa stjórnarflokkarnir lagt ríka áherslu á það hlutverk ríkisvaldsins að vernda mannréttindi og öryggi borgaranna og stuðla að félagslegu réttlæti, ekki síst til að auka jöfnuð. Fjöldi athugana sýnir að aukinn jöfnuður og betri lífskjör og lífsgæði haldast í hendur. Þess vegna er sú vegferð samfélagsumbóta, sem fyrsta meirihlutastjórn jafnaðarmanna og félagshyggjufólks stendur nú fyrir, afar merkileg. Breski fræðimaðurinn R. Wilkinson segir enda að ójöfnuður hafi verstu áhrifin á þá sem eru í tekjulægsta hópi samfélagsins, en aukinn jöfnuður feli einnig í sér ávinninga fyrir þá sem mest hafa handa á milli. Aukinn efnahagslegur jöfnuður færi öllum betri lífskjör. Aukinn jöfnuður Undir forystu jafnaðarstjórnar Samfylkingar og VG undanfarin fjögur ár hafa orðið gagnger umskipti í þessum efnum. Komið var böndum á ójöfnuðinn sem grafið hafði um sig á löngum valdaferli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Á innan við tíu árum hafði hlutur hinna ríkustu í heildartekjum þjóðarinnar aukist úr fjórum til fimm prósentum í um tuttugu prósent. Á sama tíma minnkaði skattbyrði þessa hóps stig af stigi en skattbyrði annarra jókst að sama skapi. Þessi stefna framkallaði á einum áratug meiri stéttskiptingu á Íslandi en við höfðum áður séð. Með margvíslegum aðgerðum hefur dregið svo mjög úr ójöfnuði að nú er hann með því minnsta sem gerist í heiminum. Ójöfnuður ráðstöfunartekna í landinu er um helmingi minni nú en árið 2007 þegar hann varð mestur. Á svonefndum GINI-kvarða varð ójöfnuður skattskyldra tekna heil 0,43 stig skömmu fyrir hrun en er nú kominn niður í um 0,23 (því meira sem talan nálgast 0 því meiri er jöfnuðurinn.) Sanngjarnari og minni skattar Margir undrast að á sama tíma og jöfnuður eykst hér á landi dregur úr skattheimtu sem hlutfalli af landsframleiðslu. Ísland er í 16. sæti meðal 30 landa ESB og EFTA sem nýleg gögn Eurostat um skattbyrði ná til. Nærri 36 prósent landsframleiðslunnar renna nú til hins opinbera í formi tekjuskatts, virðisaukaskatts og launatengdra gjalda. Þetta hlutfall var yfir 40% árið 2007. Í hópi Norðurlandanna mælist skattbyrðin minnst hér á landi og nær allar viðskiptaþjóðir okkar í Evrópu innheimta meiri skatta sem hlutfall af landsframleiðslu en gert er hér á landi. Þrátt fyrir minnkandi hlutfall skatta hefur ríkisstjórnin varið stærri hluta ríkisútgjalda til velferðarmála og aukins jöfnuðar. Yfir 100 milljörðum króna hefur verið varið í barnabætur og vaxtabætur á kjörtímabilinu. Þá hafa íbúðaeigendur fengið um 35% vaxtakostnaðar vegna húsnæðislána endurgreiddan úr ríkissjóði og var þetta hlutfall næstum tvöfaldað á liðnum tveimur árum. Sé litið til tekjulægstu 10% heimila árið 2010 þá niðurgreiddi ríkið næstum því helming alls vaxtakostnaðar þess hóps. Réttlæti og minni fátækt Alþjóðleg samanburðargögn sýna einnig að fátækt meðal barna er hvergi minni en hér á landi og hið sama á við um hættuna á fátækt og félagslegri einangrun landsmanna og fjölda þeirra undir lágtekjumörkum. Hvergi í Evrópu er staðan betri að þessu leyti. Ástæðu þessa má ekki síst rekja til þess hvernig stjórnvöld kappkostuðu að hlífa eins og kostur var þeim samfélagshópum sem lakast stóðu og færa byrðarnar sem mest á breiðari bökin. Samkvæmt skýrslu Þjóðmálastofnunar HÍ tókst þetta bærilega. Meðalrýrnun ráðstöfunartekna fjölskyldna árin 2008-2010 var um 20% en hjá lágtekjufólki rýrnuðu kjörin um 9%. Hjá millitekjufólki var kjaraskerðingin um 14% en hjá hátekjufólki um 38%. Það er ánægjulegt til þess að vita að þrátt fyrir skelfilegar afleiðingar hrunsins eru Íslendingar nú með allra ánægðustu þjóðum með líf sitt. Samkvæmt könnun sem Eurobarometer birti í desember síðastliðnum líta þeir nánustu framtíð bjartari augum í efnahagslegu tilliti en aðrar Evrópuþjóðir. Enn er þó margt ógert.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun