Sérstakur skattur á námsmenn? María Rut Kristinsdóttir skrifar 12. desember 2013 21:20 Ég átta mig fyllilega á stöðu samfélagsins og hversu slæm hún er. Það er niðurskurður alls staðar og öllum finnast þeir þurfa á meira fjármagni að halda. Það er mjög skiljanlegt. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að forgangsraða verkefnum. Mig langar samt sem áður að staldra aðeins við og gera þér grein fyrir því sem blasir við. Hjarta mitt verður nefnilega mjög þungt þegar ég hugsa um nærumhverfi mitt, Háskóla Íslands (HÍ). Staðan í skólanum er háalvarleg. Ég veit að þegar ekki er nóg til skiptanna er gjarnan hrópað hátt. Við höfum kannski ekki hrópað nógu hátt - vottur af akademískri kurteisi? Ég veit það ekki. En nú er tími til kominn að láta heyra aðeins í sér. Því ég trúi því af fyllstu einlægni að niðurskurður í menntamálum sé niðurskurður í mikilvægustu auðlind samfélagsins; mannauðnum. Háskóli Íslands er dýrmætt djásn Hugsaðu þér að í allri veröldinni eru um 17.000 háskólar og Háskóli Íslands er í 269. sæti þegar gæði skólastarfs eru mæld. Það þýðir að HÍ er í efstu 2% í heiminum. Það liggur því í augum uppi að þarna eigum við dýrmætt djásn. Djásn sem við eigum að státa okkur af sem flaggskipi þjóðarinnar. Hinn góði árangur sem Háskóli Íslands hefur náð er langt frá því að vera sjálfgefinn. Við megum aldrei vanmeta og vanrækja þær gersemar sem sem við eigum í góðum skólum og þá ekki síst Háskóla Íslands. Það er staðreynd að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar mun að óbreyttu koma harkalega niður á starfsemi Háskólans verði það samþykkt. Fá ríki innan OECD hafa skorið meira niður í menntamálum en Ísland síðustu ár. Frá árinu 2008 hafa fjárveitingar til HÍ dregist saman um 16% að raunvirði. Á sama tíma hefur ársverkum nemenda fjölgað um 17%. Ítrekuð dæmi eru um að ekki hafi tekist að ráða fólk í kennara- eða stjórnsýslustörf undanfarið vegna þess hve bág kjör Háskólinn getur boðið. Sérstök skattlagning á námsmenn? Þú ert kannski farin/n að sjá fyrir þér þá sviðsmynd sem blasir við okkur, stúdentum og starfsfólki, á hverjum degi. Þetta er ekki allt; verði ekki breyting á frumvarpinu stefnir í að 350 nemendur verði í námi við Háskóla Íslands á yfirstandandi skólaári án þess að fjárframlag til kennslu þeirra sé raunverulega fyrir hendi. Hér er um að ræða um 200 m. kr. og er Háskóli Íslands eini skólinn sem hefur búið við þessar aðstæður svo árum skiptir. Nú stöndum við frammi fyrir því að ákveðið hefur verið að hækka skuli skrásetningargjöld skólans úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Skólinn er fjársveltur og við nemendur vitum að hækkunin er gerð af illri nauðsyn. En þá er komið að því sem mér þykir alvarlegast og við hjá SHÍ setjum spurningarmerki við lögmæti þeirrar aðgerðar: stærstur hluti tekna vegna gjaldsins mun aldrei skila sér til Háskólans þar sem framlag ríkissjóðs lækkar um sömu fjárhæð á móti. Háskólinn mun aðeins halda 39,2 milljónum af þeim u.þ.b. 180 milljónum sem eiga að skapast við hækkun gjaldsins. Finnst þér þetta í lagi? Hvernig eigum við eiginlega að geta sætt okkur við þetta? Það er algjör lágmarkskrafa að þeir fjármunir sem verða til með hækkun gjaldsins skili sér til skólans – til þeirra fjölmörgu verkefna sem þeim er ætlað að standa undir. Sé ætlunin að hækka skrásetningargjöld hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands gert þá skýlausu kröfu að þeir fjármunir sem eiga að koma til með hækkun skrásetningargjalda skili sér inn í þá liði sem þeim er ætlað að standa undir. Annars getum við bara kallað þetta það sem það er: sérstakan skatt á námsmenn. Í nefndaráliti Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis kemur eftirfarandi fram: ,, ... telur meirihlutinn að hækkun skólagjalda kunni að hvetja námsmenn til að nýta betur það nám sem opinberir háskólar bjóða uppá“ – nú spyr ég, hvernig í ósköpunum er það hvetjandi fyrir námsmenn við HÍ að borga meira fyrir minni gæði? Ætlum við að missa af tækifærinu? Sex ára niðurskurður fjárveitinga til Háskóla Íslands er staðreynd. Á þessum árum hefur Háskólinn sniðið sér stakk eftir vexti og þrátt fyrir gríðarlega aukningu á fjölda nemenda hefur skólinn ávallt haldið sig innan ramma fjárlaga og einsett sér að halda mikilvægum markmiðum sínum til streitu; að efla rannsóknarstarf og leitast við að verða á meðal framsæknustu háskóla heims. Þetta hefur vissulega reynst erfitt en nú er róðurinn orðinn verulega þungur. Skertar fjárveitingar árum saman geta hæglega hrundið af stað hrörnunarferli sem erfitt getur verið að komast út úr. Ætlum við að missa af tækifærinu til að festa okkur kyrfilega í sessi sem þjóð sem á einn af fremstu háskólum heimsins og sólunda þannig tækifærum komandi kynslóða? Það er ljóst að nú dugir engin bjartsýni, nú þurfum við aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ég átta mig fyllilega á stöðu samfélagsins og hversu slæm hún er. Það er niðurskurður alls staðar og öllum finnast þeir þurfa á meira fjármagni að halda. Það er mjög skiljanlegt. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að forgangsraða verkefnum. Mig langar samt sem áður að staldra aðeins við og gera þér grein fyrir því sem blasir við. Hjarta mitt verður nefnilega mjög þungt þegar ég hugsa um nærumhverfi mitt, Háskóla Íslands (HÍ). Staðan í skólanum er háalvarleg. Ég veit að þegar ekki er nóg til skiptanna er gjarnan hrópað hátt. Við höfum kannski ekki hrópað nógu hátt - vottur af akademískri kurteisi? Ég veit það ekki. En nú er tími til kominn að láta heyra aðeins í sér. Því ég trúi því af fyllstu einlægni að niðurskurður í menntamálum sé niðurskurður í mikilvægustu auðlind samfélagsins; mannauðnum. Háskóli Íslands er dýrmætt djásn Hugsaðu þér að í allri veröldinni eru um 17.000 háskólar og Háskóli Íslands er í 269. sæti þegar gæði skólastarfs eru mæld. Það þýðir að HÍ er í efstu 2% í heiminum. Það liggur því í augum uppi að þarna eigum við dýrmætt djásn. Djásn sem við eigum að státa okkur af sem flaggskipi þjóðarinnar. Hinn góði árangur sem Háskóli Íslands hefur náð er langt frá því að vera sjálfgefinn. Við megum aldrei vanmeta og vanrækja þær gersemar sem sem við eigum í góðum skólum og þá ekki síst Háskóla Íslands. Það er staðreynd að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar mun að óbreyttu koma harkalega niður á starfsemi Háskólans verði það samþykkt. Fá ríki innan OECD hafa skorið meira niður í menntamálum en Ísland síðustu ár. Frá árinu 2008 hafa fjárveitingar til HÍ dregist saman um 16% að raunvirði. Á sama tíma hefur ársverkum nemenda fjölgað um 17%. Ítrekuð dæmi eru um að ekki hafi tekist að ráða fólk í kennara- eða stjórnsýslustörf undanfarið vegna þess hve bág kjör Háskólinn getur boðið. Sérstök skattlagning á námsmenn? Þú ert kannski farin/n að sjá fyrir þér þá sviðsmynd sem blasir við okkur, stúdentum og starfsfólki, á hverjum degi. Þetta er ekki allt; verði ekki breyting á frumvarpinu stefnir í að 350 nemendur verði í námi við Háskóla Íslands á yfirstandandi skólaári án þess að fjárframlag til kennslu þeirra sé raunverulega fyrir hendi. Hér er um að ræða um 200 m. kr. og er Háskóli Íslands eini skólinn sem hefur búið við þessar aðstæður svo árum skiptir. Nú stöndum við frammi fyrir því að ákveðið hefur verið að hækka skuli skrásetningargjöld skólans úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Skólinn er fjársveltur og við nemendur vitum að hækkunin er gerð af illri nauðsyn. En þá er komið að því sem mér þykir alvarlegast og við hjá SHÍ setjum spurningarmerki við lögmæti þeirrar aðgerðar: stærstur hluti tekna vegna gjaldsins mun aldrei skila sér til Háskólans þar sem framlag ríkissjóðs lækkar um sömu fjárhæð á móti. Háskólinn mun aðeins halda 39,2 milljónum af þeim u.þ.b. 180 milljónum sem eiga að skapast við hækkun gjaldsins. Finnst þér þetta í lagi? Hvernig eigum við eiginlega að geta sætt okkur við þetta? Það er algjör lágmarkskrafa að þeir fjármunir sem verða til með hækkun gjaldsins skili sér til skólans – til þeirra fjölmörgu verkefna sem þeim er ætlað að standa undir. Sé ætlunin að hækka skrásetningargjöld hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands gert þá skýlausu kröfu að þeir fjármunir sem eiga að koma til með hækkun skrásetningargjalda skili sér inn í þá liði sem þeim er ætlað að standa undir. Annars getum við bara kallað þetta það sem það er: sérstakan skatt á námsmenn. Í nefndaráliti Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis kemur eftirfarandi fram: ,, ... telur meirihlutinn að hækkun skólagjalda kunni að hvetja námsmenn til að nýta betur það nám sem opinberir háskólar bjóða uppá“ – nú spyr ég, hvernig í ósköpunum er það hvetjandi fyrir námsmenn við HÍ að borga meira fyrir minni gæði? Ætlum við að missa af tækifærinu? Sex ára niðurskurður fjárveitinga til Háskóla Íslands er staðreynd. Á þessum árum hefur Háskólinn sniðið sér stakk eftir vexti og þrátt fyrir gríðarlega aukningu á fjölda nemenda hefur skólinn ávallt haldið sig innan ramma fjárlaga og einsett sér að halda mikilvægum markmiðum sínum til streitu; að efla rannsóknarstarf og leitast við að verða á meðal framsæknustu háskóla heims. Þetta hefur vissulega reynst erfitt en nú er róðurinn orðinn verulega þungur. Skertar fjárveitingar árum saman geta hæglega hrundið af stað hrörnunarferli sem erfitt getur verið að komast út úr. Ætlum við að missa af tækifærinu til að festa okkur kyrfilega í sessi sem þjóð sem á einn af fremstu háskólum heimsins og sólunda þannig tækifærum komandi kynslóða? Það er ljóst að nú dugir engin bjartsýni, nú þurfum við aðgerðir.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun