Guðjón Valur Sigurðsson óskaði eftir því við landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson gæfi leikmönnum andrými í kringum áramótin. Þetta kemur fram á Mbl.is.
Leikmenn karlalandsliðs Íslands í handbolta koma saman á Íslandi í lok mánaðar til að hefja undirbúning fyrir Evrópumótið í Danmörku í janúar.
Flestir leikmenn Íslands standa í ströngu með félagsliðum sínum í Evrópu fram yfir jól. Von er á þeim síðustu til Íslands þann 29. desember og var planið að hefja æfingar í kjölfarið.
„Ég ræddi við Aron Kristjánsson og náði að kría út frí fyrir okkur seinni hluta dags hinn 30. desember, á gamlársdag og á nýársdag,“ sagði landsliðsfyrirliðinn í samtali við Mbl.is. Hann segist hafa lagt spilin á borðið og gert Aroni grein fyrir að leikmenn þyrftu nokkra daga til þess að hvíla lúin bein eftir törnina sem framundan er.
Guðjón Valur náði að kría út frí
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn




