Fyrirtækið Bland.is hefur sent viðvörun á alla notendur síðunnar en þar er varað við ákveðnum aðilum sem eru með reikning á síðunni.
Bland.is er vefsíða þar sem einstaklingar geta selt vörur og auglýst á vefnum.
Fram kemur í póstinum að fyrirtækið hafi fengið ítrekaðar tilkynningar um ákveðna notendur inn á Bland vegna tilrauna til að svíkja fé af heiðvirtum notendum síðunnar.
Viðskiptavinum síðunnar er því varað við að leggja peninga inn á óþekkta aðila án þess að vera komnir með vöruna í hendurnar.
Þrír aðilar eru nafngreindir í póstinum frá Bland og skal fólk varast að stunda viðskipti við þá aðila.
Hér má lesa öryggisstefnu síðunnar.
Bland varar við óprúttnum aðilum á síðunni
Stefán Árni Pálsson skrifar

Fleiri fréttir
