Ítarlegar spurningar Mannréttindadómstólsins vekja athygli Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 26. nóvember 2013 16:40 Andri segir það verða talsverða vinnu að þýða þetta á ensku enda sé dómurinn sjálfur upp á 400 blaðsíður. mynd/GVA „Við erum bara nýbúin að sjá þetta en það vekur athygli að spurningar dómsins virðast ná yfir ansi mörg atriði í málinu, allt frá upphafi málsins og til dómsins,“ segir Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég skil þetta þannig að þeir séu að spyrja um allt ferli málsins, alveg frá upphafi ákvörðunar um ákæru og til dómsins. Dómstóllinn dæmir fyrst og fremst um réttláta málsmeðferð og þetta snýst því um hvenær Geir átti rétt á réttlátri málsmeðferð í skilningi mannréttindasáttmálans,“ segir Andri. Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Geirs gegn íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins. Eins og fram hefur komið á Vísi ber íslenskum stjórnvöldum að svara spurningum um málsmeðferðina og gefa svar fyrir 6. mars á næsta ári. Mannréttindadómstóllinn sendi innanríkisráðuneytinu erindi vegna málsins og óskaði eftir enskri þýðingu af niðurstöðum Landsdóms. Þá eru einnig sex spurningar lagðar fyrir stjórnvöld vegna kærunnar. Andri segir að dómstóllinn væri varla að senda þessar spurningar allar ef þeir teldu ekkert athugunarvert við málið. „Þeir hafa nóg annað að gera.“ Íslenskum stjórnvöldum er gert að útvega dómstólnum enska þýðingu af niðurstöðum Landsdóms sem og öðrum ákvörðunum eða niðurstöðum tengdum málinu. Andri segir það verða talsverða vinnu að þýða þetta á ensku enda sé dómurinn sjálfur upp á 400 blaðsíður. „Ég efast um að dómstóllinn væri að biðja um að láta þýða öll þessi gögn ef það væri ekki að minnsta kosti eitthvað athugavert við málsmeðferðina,“ segir Andri. Landsdómur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Við erum bara nýbúin að sjá þetta en það vekur athygli að spurningar dómsins virðast ná yfir ansi mörg atriði í málinu, allt frá upphafi málsins og til dómsins,“ segir Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég skil þetta þannig að þeir séu að spyrja um allt ferli málsins, alveg frá upphafi ákvörðunar um ákæru og til dómsins. Dómstóllinn dæmir fyrst og fremst um réttláta málsmeðferð og þetta snýst því um hvenær Geir átti rétt á réttlátri málsmeðferð í skilningi mannréttindasáttmálans,“ segir Andri. Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka fyrir mál Geirs gegn íslenska ríkinu vegna Landsdómsmálsins. Eins og fram hefur komið á Vísi ber íslenskum stjórnvöldum að svara spurningum um málsmeðferðina og gefa svar fyrir 6. mars á næsta ári. Mannréttindadómstóllinn sendi innanríkisráðuneytinu erindi vegna málsins og óskaði eftir enskri þýðingu af niðurstöðum Landsdóms. Þá eru einnig sex spurningar lagðar fyrir stjórnvöld vegna kærunnar. Andri segir að dómstóllinn væri varla að senda þessar spurningar allar ef þeir teldu ekkert athugunarvert við málið. „Þeir hafa nóg annað að gera.“ Íslenskum stjórnvöldum er gert að útvega dómstólnum enska þýðingu af niðurstöðum Landsdóms sem og öðrum ákvörðunum eða niðurstöðum tengdum málinu. Andri segir það verða talsverða vinnu að þýða þetta á ensku enda sé dómurinn sjálfur upp á 400 blaðsíður. „Ég efast um að dómstóllinn væri að biðja um að láta þýða öll þessi gögn ef það væri ekki að minnsta kosti eitthvað athugavert við málsmeðferðina,“ segir Andri.
Landsdómur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira