Geta varðskipsins Þórs nú öllum ljós Svavar Hávarðsson skrifar 2. nóvember 2013 07:00 Þegar varðskipið Þór kom nýtt til landsins haustið 2011 var ljóst að bylting hafði orðið í eftirlits- og björgunargetu Landhelgisgæslunnar. Skipið er það fullkomnasta sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi. Eins og hendi væri veifað höfðu möguleikar Gæslunnar til björgunar og aðstoðar við skip gjörbreyst á hinu víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á jafnt innan sem utan efnahagslögsögunnar. Varðskipið Þór er mikilvægur hlekkur í samstarfi þjóða í okkar heimshluta, en gert er ráð fyrir gagnkvæmri aðstoð við öryggiseftirlit og björgunarþjónustu. Þau tvö ár sem liðin eru síðan skipið kom til heimahafnar hafa komið upp ýmiss vandamál. Vélarbilun olli því að Þór var siglt til Noregs eftir að Rolls Royce í Noregi, framleiðandi vélbúnaðar skipsins, tók ákvörðun um að framkvæmdir vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins yrðu unnar þar. Skipt var um stjórnborðs aðalvél varðskipsins og var Þór afhentur að nýju eftir vélaskipti og prófanir í maí 2012.Um borð er sérstakur búnaður til mengunarvarna og eins hefur Þór alla eiginleika dráttarskips. Búnaður skipsins gerir kleift að breyta stefnu þó verið sé að draga miklu stærra og þyngra skip.LandhelgisgæslanÁsgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, segir að skipið hafi staðið undir öllum væntingum í þeim verkefnum sem upp hafa komið á þeim tíma sem það hefur þjónað. Hann segir að nú sé stærsta einstaka verkefni varðskipsins yfirstandandi. Eins og alþjóð veit varð farskipið Fernanda alelda suður af landinu í vikunni þar sem mannbjörg varð. TF-Gná bjargaði þar ellefu manna áhöfn fljótt og vel við erfið skilyrði. Björgunargeta Þórs er öllum ljós í eftirleiknum þar sem öflugum búnaði til slökkvistarfs var beitt til hins ítrasta auk þess sem vel gekk að draga illa brunnið skipið að landi. Fréttaskýringar Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Sjá meira
Þegar varðskipið Þór kom nýtt til landsins haustið 2011 var ljóst að bylting hafði orðið í eftirlits- og björgunargetu Landhelgisgæslunnar. Skipið er það fullkomnasta sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi. Eins og hendi væri veifað höfðu möguleikar Gæslunnar til björgunar og aðstoðar við skip gjörbreyst á hinu víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á jafnt innan sem utan efnahagslögsögunnar. Varðskipið Þór er mikilvægur hlekkur í samstarfi þjóða í okkar heimshluta, en gert er ráð fyrir gagnkvæmri aðstoð við öryggiseftirlit og björgunarþjónustu. Þau tvö ár sem liðin eru síðan skipið kom til heimahafnar hafa komið upp ýmiss vandamál. Vélarbilun olli því að Þór var siglt til Noregs eftir að Rolls Royce í Noregi, framleiðandi vélbúnaðar skipsins, tók ákvörðun um að framkvæmdir vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins yrðu unnar þar. Skipt var um stjórnborðs aðalvél varðskipsins og var Þór afhentur að nýju eftir vélaskipti og prófanir í maí 2012.Um borð er sérstakur búnaður til mengunarvarna og eins hefur Þór alla eiginleika dráttarskips. Búnaður skipsins gerir kleift að breyta stefnu þó verið sé að draga miklu stærra og þyngra skip.LandhelgisgæslanÁsgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, segir að skipið hafi staðið undir öllum væntingum í þeim verkefnum sem upp hafa komið á þeim tíma sem það hefur þjónað. Hann segir að nú sé stærsta einstaka verkefni varðskipsins yfirstandandi. Eins og alþjóð veit varð farskipið Fernanda alelda suður af landinu í vikunni þar sem mannbjörg varð. TF-Gná bjargaði þar ellefu manna áhöfn fljótt og vel við erfið skilyrði. Björgunargeta Þórs er öllum ljós í eftirleiknum þar sem öflugum búnaði til slökkvistarfs var beitt til hins ítrasta auk þess sem vel gekk að draga illa brunnið skipið að landi.
Fréttaskýringar Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Sjá meira