Ísland tapaði 32-33 í seinni æfingaleiknum á móti Austurríki í Linz í kvöld en íslenska liðið hafði unnið eins marks sigur í leiknum í gærkvöldi. Þórir Ólafsson var markahæstur í íslenska liðinu með níu mörk. Austurríkismenn skoruðu sigurmarkið úr víti á lokasekúndu leiksins.
Patrekur Jóhannesson stýrði þar með austurríska landsliðinu til sigurs á móti Íslandi en hans menn áttu frábæran endasprett í leiknum þar sem þeir unnu síðustu þrettán mínúturnar 8-2.
Austurríkismenn komust mest fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleiknum, 9-5, en íslensku strákarnir náðu að koma til baka og voru mest tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleiknum, 14-12.
Austurríska liðið skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiksins og leiddi 17-16 í hálfleik.
Það stefndi allt í íslenskan sigur eftir frábæran 11-5 kafla þar sem íslenska liðið breytti stöðunni úr 20-19 fyrir Austurríki í 30-25 fyrir Íslands.
Austurríkismenn svöruðu hinsvegar með sex mörkum í röð, unnu síðustu 13 mínútur leiksins 8-2 og tryggðu sér sigurinn. Raul Santos skoraði sigurmarkið úr vítakasti á síðustu sekúndu leiksins.
Ísland-Austurríki 32-33 (16-17)
Mörk Íslands: Þórir Ólafsson 9, Guðjón Valur Sigurðsson 7/3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3, Kári Kristjánsson 2, Ólafur Guðmundsson 2, Ólafur Bjarki Ragnarsson 2, Stefán Rafn Sigurmannsson 2, Árni Steinn Steinþórsson 1.
Strákarnir hentu frá sér fimm marka forskoti í lokin
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Merino aftur hetja Arsenal
Enski boltinn

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn

Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ
Körfubolti

Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn


„Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“
Enski boltinn