Viðskipti erlent

Twitter talið 13.6 milljarða dala virði

Bjarki Ármannsson skrifar
Margir bíða spenntir útboðsins.
Margir bíða spenntir útboðsins. MYND/AFP
Hlutabréf í samfélagsmiðlinum Twitter munu fara á markað næstkomandi fimmtudag. Eigendur fyrirtækisins tilkynntu í gær að þeir telji markaðsverð þess 13.6 milljarða Bandaríkjadala, eða um 1,660 milljarða íslenskra króna.

Selja á 70 milljónir hluta í fyrirtækinu á genginu 23-25 dalir en endanlegt verð á bréfum verður staðfest á morgun.

Twitter, sem notað er reglulega af um 218 milljón manns, hefur aldrei skilað hagnaði. Þrátt fyrir það er hlutafjárútboðsins beðið með mikilli eftirvæntingu. Er það talið stærsta útboð síðan netrisinn Facebook fór á markað í maí á síðasta ári. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×