Fótbolti

Búið að rúlla út pulsunni - næst er að blása hana upp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Það styttist í að dúkurinn verður tilbúinn á Laugardalsvellinum. Starfsmenn MacLeod Covers hafa verið á fullu í morgun að koma upp dúknum á Laugardalsvellinum.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, kíkti niður í Laugardal og fylgdist með gangi máli og það má sjá myndir af því hér fyrir ofan.

Það er búið að rúlla út pulsunni eftir öllum vellinum og næst er síðan að breiða dúkinn yfir og blása síðan pulsuna upp.

Það var áætlað að það tæki um fjóra klukkutíma að koma dúknum upp en hann verður síðan yfir vellinum þar til einum degi fyrir umspilsleikinn á móti Króatíu.

Ísland og Króatía mætast eftir viku á Laugardalsvellinum í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM í Brasilíu. Það er spáð frosti og snjókomu fram að leik og því mun dúkurinn örugglega hjálpa mikið til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×