Sigrar hjá KR og Njarðvík - öll úrsltin í kvennakörfunni Eyþór Atli Einarsson skrifar 13. október 2013 21:40 Mynd/Pjetur KR-stúlkur og Njarðvíkurstúlkur unnu bæði sína leiki í Domino´s-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann Hauka 83-97. KR skellti Hamri á heimavelli 62-60.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í DHL-höllinni og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Það var ekki margt sem benti til þess í hálfleik að Njarðvíkurstúlkur færu með sigur af hólmi gegn Haukum. Tíu stig skildu liðin að en Njarðvík mætti dýrvitlaust í síðari hálfleikinn og voru komnar þremur stigum yfir fyrir síðasta fjórðunginn. Haukastúlkur náðu forystunni aftur en voru fljótar að tapa henni niður og í stöðunni 75-75 gáfu gestirnir í og litu aldrei til baka. Fjórtán stiga sigur staðreynd. Hjá heimastúlkum í Haukum var Lele Hardy atkvæðamest með 33 stig, 16 fráköst, 9 stoðsendingar og 8 stolna bolta. Það má ekki miklu muna að hún nái fjórfaldri tvennu. Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði 18 stig og tók 4 fráköst. Jasmine Beverly var með 19 stig og 9 fráköst fyrir Njarðvík, Erna Hákonardóttir skoraði 19 stig og Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 15. Í Frostaskjólið mættu Hamarsstúlkur hvergi bangnar og leiddu í hálfleik gegn KR með tuttugu stigum 19-39. Það virðist sem KR-stúlkur hafi vaknað upp við vondan draum í hálfleik og mættu kröftugar til leiks í síðari hálfleik. Þær unnu leikhlutann með 19 stigum og voru komnar einu stigi á eftir gestunum. Fjórði leikhlutinn var jafn og spennandi en að lokum voru það KR-stúlkur sem voru sterkari og sigruðu 62-60. Hjá KR var Kelli Thompson stigahæst með 22 stig. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 13 og tók að auki 17 fráköst. Hjá Hamar var Íris Ásgeirsdóttir með 19 stig og Fanney Lind Guðmundsdóttir með fjórtán. Di´Amber Johnson skoraði 10 stig, tók tólf fráköst og stal sex boltum.Úrslit og stigaskor leikmanna í leikjunum í kvöld:Keflavík-Grindavík 84-67 (34-19, 16-17, 17-23, 17-8)Keflavík: Porsche Landry 22/6 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 12, Bryndís Guðmundsdóttir 10/10 fráköst/3 varin skot, Sandra Lind Þrastardóttir 8/7 fráköst/6 varin skot, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst.Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 24/6 fráköst, Lauren Oosdyke 17/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/4 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3/5 stoðsendingar. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin RúnarssonSnæfell-Valur 72-60 (22-15, 20-17, 14-16, 16-12)Snæfell: Chynna Unique Brown 26/15 fráköst/5 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 8/10 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 7/4 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 7/5 fráköst/7 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 5/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2.Valur: Jaleesa Butler 20/8 fráköst/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 10/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 9/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 2, Rut Konráðsdóttir 2, María Björnsdóttir 1. Dómarar: Jón Guðmundsson, Isak Ernir Kristinsson KR-Hamar 62-60 (9-17, 10-22, 26-7, 17-14)KR: Kelli Thompson 22/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/17 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 9/6 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 8/7 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Ína María Einarsdóttir 3, Rannveig Ólafsdóttir 2.Hamar: Íris Ásgeirsdóttir 19/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/5 fráköst, Di'Amber Johnson 10/12 fráköst/6 stolnir, Marín Laufey Davíðsdóttir 6/12 fráköst, Dagný Lísa Davíðsdóttir 6/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 5. Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hakon Hjartarson Haukar-Njarðvík 83-97 (29-19, 25-25, 15-28, 14-25)Haukar: Lele Hardy 33/16 fráköst/9 stoðsendingar/8 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 18/4 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 10, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10/8 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/11 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3/4 fráköst.Njarðvík: Jasmine Beverly 19/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 19, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 15, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Aníta Carter Kristmundsdóttir 11, Salbjörg Sævarsdóttir 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ásdís Vala Freysdóttir 6, Sara Dögg Margeirsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 2. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Johannes Pall Fridriksson Dominos-deild kvenna Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
KR-stúlkur og Njarðvíkurstúlkur unnu bæði sína leiki í Domino´s-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann Hauka 83-97. KR skellti Hamri á heimavelli 62-60.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í DHL-höllinni og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Það var ekki margt sem benti til þess í hálfleik að Njarðvíkurstúlkur færu með sigur af hólmi gegn Haukum. Tíu stig skildu liðin að en Njarðvík mætti dýrvitlaust í síðari hálfleikinn og voru komnar þremur stigum yfir fyrir síðasta fjórðunginn. Haukastúlkur náðu forystunni aftur en voru fljótar að tapa henni niður og í stöðunni 75-75 gáfu gestirnir í og litu aldrei til baka. Fjórtán stiga sigur staðreynd. Hjá heimastúlkum í Haukum var Lele Hardy atkvæðamest með 33 stig, 16 fráköst, 9 stoðsendingar og 8 stolna bolta. Það má ekki miklu muna að hún nái fjórfaldri tvennu. Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði 18 stig og tók 4 fráköst. Jasmine Beverly var með 19 stig og 9 fráköst fyrir Njarðvík, Erna Hákonardóttir skoraði 19 stig og Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 15. Í Frostaskjólið mættu Hamarsstúlkur hvergi bangnar og leiddu í hálfleik gegn KR með tuttugu stigum 19-39. Það virðist sem KR-stúlkur hafi vaknað upp við vondan draum í hálfleik og mættu kröftugar til leiks í síðari hálfleik. Þær unnu leikhlutann með 19 stigum og voru komnar einu stigi á eftir gestunum. Fjórði leikhlutinn var jafn og spennandi en að lokum voru það KR-stúlkur sem voru sterkari og sigruðu 62-60. Hjá KR var Kelli Thompson stigahæst með 22 stig. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 13 og tók að auki 17 fráköst. Hjá Hamar var Íris Ásgeirsdóttir með 19 stig og Fanney Lind Guðmundsdóttir með fjórtán. Di´Amber Johnson skoraði 10 stig, tók tólf fráköst og stal sex boltum.Úrslit og stigaskor leikmanna í leikjunum í kvöld:Keflavík-Grindavík 84-67 (34-19, 16-17, 17-23, 17-8)Keflavík: Porsche Landry 22/6 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 12, Bryndís Guðmundsdóttir 10/10 fráköst/3 varin skot, Sandra Lind Þrastardóttir 8/7 fráköst/6 varin skot, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst.Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 24/6 fráköst, Lauren Oosdyke 17/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/4 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3/5 stoðsendingar. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin RúnarssonSnæfell-Valur 72-60 (22-15, 20-17, 14-16, 16-12)Snæfell: Chynna Unique Brown 26/15 fráköst/5 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 8/10 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 7/4 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 7/5 fráköst/7 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 5/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2.Valur: Jaleesa Butler 20/8 fráköst/4 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 10/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 9/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6, Hallveig Jónsdóttir 2, Rut Konráðsdóttir 2, María Björnsdóttir 1. Dómarar: Jón Guðmundsson, Isak Ernir Kristinsson KR-Hamar 62-60 (9-17, 10-22, 26-7, 17-14)KR: Kelli Thompson 22/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/17 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 9/6 stoðsendingar, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 8/7 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 5, Ína María Einarsdóttir 3, Rannveig Ólafsdóttir 2.Hamar: Íris Ásgeirsdóttir 19/5 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/5 fráköst, Di'Amber Johnson 10/12 fráköst/6 stolnir, Marín Laufey Davíðsdóttir 6/12 fráköst, Dagný Lísa Davíðsdóttir 6/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 5. Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hakon Hjartarson Haukar-Njarðvík 83-97 (29-19, 25-25, 15-28, 14-25)Haukar: Lele Hardy 33/16 fráköst/9 stoðsendingar/8 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 18/4 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 10, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10/8 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/11 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3/4 fráköst.Njarðvík: Jasmine Beverly 19/9 fráköst, Erna Hákonardóttir 19, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 15, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Aníta Carter Kristmundsdóttir 11, Salbjörg Sævarsdóttir 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ásdís Vala Freysdóttir 6, Sara Dögg Margeirsdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 2. Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Johannes Pall Fridriksson
Dominos-deild kvenna Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira