Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Kristján Már Unnarsson skrifar 14. október 2013 20:37 Skip Djúptækni, Kafari AK, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa fyrr í mánuðinum. Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson. Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Richter, jarðfræðing hjá ÍSOR, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Skip á vegum Orkustofnunar hefur í haust safnað borkjarnasýnum af botni Skjálfanda. Rannsóknirnar eru meðal annars byggðar á skýrslu sem tveir jarðvísindamenn frá ÍSOR unnu, þeir Bjarni Richter og Karl Gunnarsson, og snúast ekki aðeins um leit að gasi. Bjarni segir að ef þarna finnist merki um kolvetnisgas muni menn horfa bæði til þess að þarna geti verið annaðhvort gaslindir og olíulindir. Það haldist í hendur. Hann segir auðveldara að finna gas á olíusvæðum þar sem það eigi greiðari leið upp á yfirborð. Stundum getur þó einnig sést náttúrulegur olíuleki frá olíulindum og segir Bjarni að þeir hafi fregnað af því að menn hafi séð olíuslykjur á Skjálfandaflóa sem ekki sé hægt að skýra með ferðum báta og þess háttar. Þetta þurfi að skoða betur ef í ljós kemur að þarna sé spennandi gas á ferðinni.Borkjarnasýnin verða send til rannsóknar í Noregi þar sem leitað verður ummerkja um olíugas.Bjarni varar þó við of mikilli bjartsýni, tíðir jarðskjálftar á Skjálfanda geti hafa spillt möguleikum jarðskorpunnar til að varðveita olíu, og segir að menn ættu að bíða aðeins með að velta fyrir sér stórum auðlindum á svæðinu. „En klárlega ef það kemur í ljós að þarna sé olíugas á ferðinni þá held ég að menn þurfi að skoða það nánar hvort það sé einhver möguleiki á því að þarna séu einhverjar auðlindir að ráði,” segir Bjarni. Viðtalsbúta við Bjarna úr þættinum mátti sjá í frétt á Stöð 2 í kvöld. Bensín og olía Norðurþing Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Richter, jarðfræðing hjá ÍSOR, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Skip á vegum Orkustofnunar hefur í haust safnað borkjarnasýnum af botni Skjálfanda. Rannsóknirnar eru meðal annars byggðar á skýrslu sem tveir jarðvísindamenn frá ÍSOR unnu, þeir Bjarni Richter og Karl Gunnarsson, og snúast ekki aðeins um leit að gasi. Bjarni segir að ef þarna finnist merki um kolvetnisgas muni menn horfa bæði til þess að þarna geti verið annaðhvort gaslindir og olíulindir. Það haldist í hendur. Hann segir auðveldara að finna gas á olíusvæðum þar sem það eigi greiðari leið upp á yfirborð. Stundum getur þó einnig sést náttúrulegur olíuleki frá olíulindum og segir Bjarni að þeir hafi fregnað af því að menn hafi séð olíuslykjur á Skjálfandaflóa sem ekki sé hægt að skýra með ferðum báta og þess háttar. Þetta þurfi að skoða betur ef í ljós kemur að þarna sé spennandi gas á ferðinni.Borkjarnasýnin verða send til rannsóknar í Noregi þar sem leitað verður ummerkja um olíugas.Bjarni varar þó við of mikilli bjartsýni, tíðir jarðskjálftar á Skjálfanda geti hafa spillt möguleikum jarðskorpunnar til að varðveita olíu, og segir að menn ættu að bíða aðeins með að velta fyrir sér stórum auðlindum á svæðinu. „En klárlega ef það kemur í ljós að þarna sé olíugas á ferðinni þá held ég að menn þurfi að skoða það nánar hvort það sé einhver möguleiki á því að þarna séu einhverjar auðlindir að ráði,” segir Bjarni. Viðtalsbúta við Bjarna úr þættinum mátti sjá í frétt á Stöð 2 í kvöld.
Bensín og olía Norðurþing Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08