Góðar líkur á að risagróðurhús rísi í Grindavík Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. október 2013 13:31 Tómatarækt er á næsta leiti í Grindavík verði af byggingu á risagróðurhúsi í útjaðri bæjarins. Góðar líkur er á því að 150 þúsund fermetra gróðurhús ætlað fyrir tómatarækt rísi í Grindavík. Gróðurhúsið er á stærð við 20 fótboltavelli og verður stærra en öllu gróðurhús á Íslandi samanlagt. Haldinn var íbúafundur í Grindavík í gær þar sem hollenska fjárfestingafélagið EsBro kynnti fyrir bæjarbúum fyrirhugað hátæknigróðurhús sem reisa á í útjaðri bæjarins. Gróðurhúsið verður engin smásmíði, 150 þúsund fermetrar að stærð eða um fimmföld stærð grunnflatar Smáralindar. Rækta á tómata á markað í Bretlandi en EsBro hefur vilyrði að samningi við birgja verslunarkeðjunnar Tesco sem rekur yfir 6300 verslanir á Bretlandseyjum. Áætlað er að um 125 störf skapist með þessu nýja gróðurhúsi ef af verður.Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík.Mynd/Jón JúlíusHafa áhyggjur af ljósmengun Grindvíkingar lýstu yfir áhyggjum sínum af ljósmengun sem gæti skapast af þessu risagróðurhúsi. Fulltrúar hollenska fyrirtækisins fullvissuðu Grindvíkinga um að gróðurhúsið væri hannað með tvöföldum skermum og því myndi aðeins 5% af heildarljósmagni sleppa út úr gróðurhúsinu. Ljósmengun yrði því ekki vandamál. Róbert Ragnarsson, bæjarstóri í Grindavík, var ánægður með íbúafundinn. „Bæjarbúar spurðu mikið og Hollendingarnir voru hreinskiptir í sínum svörum. Það kom fram mikið af nýjum upplýsingum sem íbúar geta melt og komið sínum ábendingum á framfæri í skipulagsgerðinni,“ segir Róbert. Hann telur ágætar líkur á því að gróðurhúsið verði að veruleika. „Maður veit aldrei. Hollendingarnir voru spurðir á fundinum hversu ákveðnir þeir væru í að klára þessa framkvæmd. Þeir eru ákveðnir í að reisa gróðurhús og þurfa að standa við sínar skuldbindingar gagnvart kaupandanum. Hvort að gróðurhúsið muni rísa hér eða annars staðar kemur í ljós. Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út og við höldum áfram að vinna í þessu.“ „Þarna gætum við verið að fá inn nýja atvinnustarfsemi sem getur skapað fleiri tækifæri og fleiri störf. Það myndi efla samfélagið í Grindavík,“ bætir Róbert við. Fulltrúar Esbro vonast til að ná samkomulagi við bæjaryfirvöld í Grindavík um byggingu gróðurhússins. Náist samkomulag gætu framkvæmdir jafnvel hafist snemma á næsta ári.Dökkleiti reiturinn merkir mögulega staðsetningu á risagróðurhúsinu í útjaðri Grindavíkur. Það verður skammt frá Húsatóftavelli, golfvelli Grindvíkinga.Mynd/GrindavíkUm 70 Grindvíkingar mættu á íbúafund í Kvikunni í gær til að fræðast um nýtt gróðurhús sem mögulega gæti risið í útjaðri Grindavíkur.Mynd/Jón JúlíusMichael Visser, fulltrúi hollenska fyrirtækisins EsBro, fræddi Grindvíkinga um hátækni gróðurhús sem fyrirtækið áformar að reisa.Mynd/Jón Júlíus Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Góðar líkur er á því að 150 þúsund fermetra gróðurhús ætlað fyrir tómatarækt rísi í Grindavík. Gróðurhúsið er á stærð við 20 fótboltavelli og verður stærra en öllu gróðurhús á Íslandi samanlagt. Haldinn var íbúafundur í Grindavík í gær þar sem hollenska fjárfestingafélagið EsBro kynnti fyrir bæjarbúum fyrirhugað hátæknigróðurhús sem reisa á í útjaðri bæjarins. Gróðurhúsið verður engin smásmíði, 150 þúsund fermetrar að stærð eða um fimmföld stærð grunnflatar Smáralindar. Rækta á tómata á markað í Bretlandi en EsBro hefur vilyrði að samningi við birgja verslunarkeðjunnar Tesco sem rekur yfir 6300 verslanir á Bretlandseyjum. Áætlað er að um 125 störf skapist með þessu nýja gróðurhúsi ef af verður.Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík.Mynd/Jón JúlíusHafa áhyggjur af ljósmengun Grindvíkingar lýstu yfir áhyggjum sínum af ljósmengun sem gæti skapast af þessu risagróðurhúsi. Fulltrúar hollenska fyrirtækisins fullvissuðu Grindvíkinga um að gróðurhúsið væri hannað með tvöföldum skermum og því myndi aðeins 5% af heildarljósmagni sleppa út úr gróðurhúsinu. Ljósmengun yrði því ekki vandamál. Róbert Ragnarsson, bæjarstóri í Grindavík, var ánægður með íbúafundinn. „Bæjarbúar spurðu mikið og Hollendingarnir voru hreinskiptir í sínum svörum. Það kom fram mikið af nýjum upplýsingum sem íbúar geta melt og komið sínum ábendingum á framfæri í skipulagsgerðinni,“ segir Róbert. Hann telur ágætar líkur á því að gróðurhúsið verði að veruleika. „Maður veit aldrei. Hollendingarnir voru spurðir á fundinum hversu ákveðnir þeir væru í að klára þessa framkvæmd. Þeir eru ákveðnir í að reisa gróðurhús og þurfa að standa við sínar skuldbindingar gagnvart kaupandanum. Hvort að gróðurhúsið muni rísa hér eða annars staðar kemur í ljós. Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út og við höldum áfram að vinna í þessu.“ „Þarna gætum við verið að fá inn nýja atvinnustarfsemi sem getur skapað fleiri tækifæri og fleiri störf. Það myndi efla samfélagið í Grindavík,“ bætir Róbert við. Fulltrúar Esbro vonast til að ná samkomulagi við bæjaryfirvöld í Grindavík um byggingu gróðurhússins. Náist samkomulag gætu framkvæmdir jafnvel hafist snemma á næsta ári.Dökkleiti reiturinn merkir mögulega staðsetningu á risagróðurhúsinu í útjaðri Grindavíkur. Það verður skammt frá Húsatóftavelli, golfvelli Grindvíkinga.Mynd/GrindavíkUm 70 Grindvíkingar mættu á íbúafund í Kvikunni í gær til að fræðast um nýtt gróðurhús sem mögulega gæti risið í útjaðri Grindavíkur.Mynd/Jón JúlíusMichael Visser, fulltrúi hollenska fyrirtækisins EsBro, fræddi Grindvíkinga um hátækni gróðurhús sem fyrirtækið áformar að reisa.Mynd/Jón Júlíus
Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira