Umfjöllun og viðtöl: Fram - Olympia HC 38-13 | Framstúlkur slátruðu Olympia HC með 25 mörkum Sigmar Sigfússon í Safamýri skrifar 5. október 2013 00:01 Mynd/Vilhelm Framstúlkur átti ekki í neinum vandræðum með breska liðið Olympia HC í fyrri leik liðanna í EHF Evrópukeppni kvenna í handknattleik. Framstúlkur sigruðu leikinn með 25 marka mun, 13-38, og Olympia átti aldrei möguleika í leiknum. Leikurinn byrjaði rólega og staðan var 2-2 eftir 6. mínútna leik þar sem Olympia HC skoraði fyrsta markið. Þá tók við alveg magnaður kafli hjá Fram. Þær skoruðu nítján mörk í röð og nánast öll þeirra úr hraðaupphlaupum. Gæðin hjá breska liðinu voru ekki upp á marga fiska og Framstelpur völtuðu yfir þær. Sóknarleikur Olympia HC var vandræðalegur og þær gátu lítið á móti vörn Fram í leiknum. Ásta Birna Gunnarsdóttir, hornamaður Fram, skoraði níu mörk í fyrri hálfleik og sjö þeirra komu eftir hraðaupphlaup. Olympia HC skoraði þriðja markið sitt eftir 21. mínútna markaþurð. Staðan í hálfleik var 4-23. Nítján marka munur. Í seinni hálfleik setti Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, alveg nýtt lið inn á völlinn. Það virtist ekki skipta neinu máli því Framstelpur áttu ekki í neinum vandræðum með breska liðið. Eðlilega komst Olympia meira inn í leikinn en forystan sem náðist í fyrri hálfleik kláraði þennan leik. Það var ánægjulegt að sjá hversu margar ungar stelpur í Framliðinu voru að skora í leiknum. Ragnheiður Júlíusdóttir var ein af þeim sem kom inná í seinni hálfleik og stóð sig mjög vel. Hún virtist geta skorað af vild fyrir utan og skoraði sjö mörk á 30. mínútum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað eins og gefur að skilja. Lítil spenna, Framstúlkur unnu með 25. mörkum og fara með góða forystu inn í seinni leikinn á morgun. Seinni leikurinn er á sama tíma á morgun. Kl 16.00 í Safamýri. Halldór: Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni „Við komum alveg grandalaus í leikinn. Við vissum lítið um þetta lið og ætluðum okkur að mæta á fullu og sjá hvernig það myndi þróast. Það þróast þannig að við erum með 20 marka forskot í hálfleik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þá fengu þær ungu séns. Margar sem eru í sextánmannahóp ekki fjórtán. Þær komu þarna inn og auðvitað eru þetta þeirra fyrstu skref. Þær eru sextán-sautján-átján ára og fyrstu skrefin í meistaraflokki og það var gott fyrir þær að fá að hrista af sér stressið. En auðvitað eigum við að gera betur í seinni hálfleik,“ sagði Halldór þegar hann var spurður um liðskiptinguna í hálfleik. „Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni og hef ég mætt þeim mörgum. Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í upphafi. Við vissum af þeim í Evrópukeppni í fyrra en þær eru með nánast nýtt lið í ár,“ „Við eigum að rúlla yfir svona lið sem við gerðum vissulega en mér fannst við ekki nógu góðar í seinni hálfleik,“ sagði Halldór að lokum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Framstúlkur átti ekki í neinum vandræðum með breska liðið Olympia HC í fyrri leik liðanna í EHF Evrópukeppni kvenna í handknattleik. Framstúlkur sigruðu leikinn með 25 marka mun, 13-38, og Olympia átti aldrei möguleika í leiknum. Leikurinn byrjaði rólega og staðan var 2-2 eftir 6. mínútna leik þar sem Olympia HC skoraði fyrsta markið. Þá tók við alveg magnaður kafli hjá Fram. Þær skoruðu nítján mörk í röð og nánast öll þeirra úr hraðaupphlaupum. Gæðin hjá breska liðinu voru ekki upp á marga fiska og Framstelpur völtuðu yfir þær. Sóknarleikur Olympia HC var vandræðalegur og þær gátu lítið á móti vörn Fram í leiknum. Ásta Birna Gunnarsdóttir, hornamaður Fram, skoraði níu mörk í fyrri hálfleik og sjö þeirra komu eftir hraðaupphlaup. Olympia HC skoraði þriðja markið sitt eftir 21. mínútna markaþurð. Staðan í hálfleik var 4-23. Nítján marka munur. Í seinni hálfleik setti Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, alveg nýtt lið inn á völlinn. Það virtist ekki skipta neinu máli því Framstelpur áttu ekki í neinum vandræðum með breska liðið. Eðlilega komst Olympia meira inn í leikinn en forystan sem náðist í fyrri hálfleik kláraði þennan leik. Það var ánægjulegt að sjá hversu margar ungar stelpur í Framliðinu voru að skora í leiknum. Ragnheiður Júlíusdóttir var ein af þeim sem kom inná í seinni hálfleik og stóð sig mjög vel. Hún virtist geta skorað af vild fyrir utan og skoraði sjö mörk á 30. mínútum. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað eins og gefur að skilja. Lítil spenna, Framstúlkur unnu með 25. mörkum og fara með góða forystu inn í seinni leikinn á morgun. Seinni leikurinn er á sama tíma á morgun. Kl 16.00 í Safamýri. Halldór: Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni „Við komum alveg grandalaus í leikinn. Við vissum lítið um þetta lið og ætluðum okkur að mæta á fullu og sjá hvernig það myndi þróast. Það þróast þannig að við erum með 20 marka forskot í hálfleik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Þá fengu þær ungu séns. Margar sem eru í sextánmannahóp ekki fjórtán. Þær komu þarna inn og auðvitað eru þetta þeirra fyrstu skref. Þær eru sextán-sautján-átján ára og fyrstu skrefin í meistaraflokki og það var gott fyrir þær að fá að hrista af sér stressið. En auðvitað eigum við að gera betur í seinni hálfleik,“ sagði Halldór þegar hann var spurður um liðskiptinguna í hálfleik. „Þetta er sennilega slakasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni og hef ég mætt þeim mörgum. Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í upphafi. Við vissum af þeim í Evrópukeppni í fyrra en þær eru með nánast nýtt lið í ár,“ „Við eigum að rúlla yfir svona lið sem við gerðum vissulega en mér fannst við ekki nógu góðar í seinni hálfleik,“ sagði Halldór að lokum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira