Fimleikakempan úr Gerplu er hætt keppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2013 12:53 Íris Mist ásamt félögum sínum í Gerplu. Mynd/Anton Fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir er hætt keppni í íþrótt sinni. Íris hefur verið í fremstu röð í fimleikum hér á landi um árabil. Íris staðfestir í samtali við Vísi að kominn sé tími á að eitthvað nýtt taki við af fimleikunum. Hún hafi æft fimleika í 19 ár, fyrst áhaldafimleika í níu ár og svo hópfimleika í tíu. Nú sé komið að leiðarlokum hvað keppni varði. „Ég tók ákvörðunina eftir æfingabúðirnar núna í sumar. Ég fann að ég var ekki lengur tilbúin að leggja mig 180 prósent fram við þetta.“ Íris, sem er 26 ára, hefur getið sér gott orð fyrir glæsileg stökk sín á trampolíni á mótum í gegnum tíðina. Þau þykja afar flókin og hafa vakið athygli. Hún hefur unnið alla þá titla sem í boði eru með Gerplu frá árinu 2005. Þá varð hún í þriðja sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins árið 2010 og níunda sæti í sama kjöri árið 2012. Þá var Íris Mist í stóru hlutverki með Gerplu og landsliði Íslands í hópfimleikum sem varð Evrópumeistari árin 2010 og 2012.Fjölmargar stelpur úr gullliðinu frá því í Danmörku síð haust hafa hætt keppni. Sif Pálsdóttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir, Heiðrún Rós Þórðardóttir og Ásta Þyrí Emilsdóttir hættu allar síðastliðið haust. Íris Mist bættist í hópinn í lok sumars. Sömuleiðis hafa þjálfararnir Ása Inga Þorsteinsdóttir, Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir sagt skilið við þjálfun tímabundið. Íris hefur þó fulla trú á stelpunum sem munu taka við keflinu. Þær geti vel varið gullið á EM haustið 2014 sem mun fara fram hér á landi. „Ég hef fulla trú á því að þær geti unnið gullið ef þær halda áfram að æfa jafnvel og þær eru að gera núna. Það taka alltaf einhverjir nýir við. Þó við höfum margar hætt er rosalegur efniviður sem kemur inn núna.“ Fimleikakempan, sem er uppalin í Garðabænum en býr nú í Kópavogi, ætlar að einbeita sér að sálfræðinámi sínu í Háskólanum í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr íþróttafræði í vor og segir drauminn að starfa sem íþróttasálfræðingur í framtíðinni. „Eða nei, það er ekki draumur. Ég ætla að gera það.“ Hér fyrir neðan má sjá fjölmargar myndir frá glæsilegum ferli Írisar Mistar með Gerplu og landsliði Íslands. Fimleikar Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Sjá meira
Fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir er hætt keppni í íþrótt sinni. Íris hefur verið í fremstu röð í fimleikum hér á landi um árabil. Íris staðfestir í samtali við Vísi að kominn sé tími á að eitthvað nýtt taki við af fimleikunum. Hún hafi æft fimleika í 19 ár, fyrst áhaldafimleika í níu ár og svo hópfimleika í tíu. Nú sé komið að leiðarlokum hvað keppni varði. „Ég tók ákvörðunina eftir æfingabúðirnar núna í sumar. Ég fann að ég var ekki lengur tilbúin að leggja mig 180 prósent fram við þetta.“ Íris, sem er 26 ára, hefur getið sér gott orð fyrir glæsileg stökk sín á trampolíni á mótum í gegnum tíðina. Þau þykja afar flókin og hafa vakið athygli. Hún hefur unnið alla þá titla sem í boði eru með Gerplu frá árinu 2005. Þá varð hún í þriðja sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins árið 2010 og níunda sæti í sama kjöri árið 2012. Þá var Íris Mist í stóru hlutverki með Gerplu og landsliði Íslands í hópfimleikum sem varð Evrópumeistari árin 2010 og 2012.Fjölmargar stelpur úr gullliðinu frá því í Danmörku síð haust hafa hætt keppni. Sif Pálsdóttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir, Heiðrún Rós Þórðardóttir og Ásta Þyrí Emilsdóttir hættu allar síðastliðið haust. Íris Mist bættist í hópinn í lok sumars. Sömuleiðis hafa þjálfararnir Ása Inga Þorsteinsdóttir, Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir sagt skilið við þjálfun tímabundið. Íris hefur þó fulla trú á stelpunum sem munu taka við keflinu. Þær geti vel varið gullið á EM haustið 2014 sem mun fara fram hér á landi. „Ég hef fulla trú á því að þær geti unnið gullið ef þær halda áfram að æfa jafnvel og þær eru að gera núna. Það taka alltaf einhverjir nýir við. Þó við höfum margar hætt er rosalegur efniviður sem kemur inn núna.“ Fimleikakempan, sem er uppalin í Garðabænum en býr nú í Kópavogi, ætlar að einbeita sér að sálfræðinámi sínu í Háskólanum í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr íþróttafræði í vor og segir drauminn að starfa sem íþróttasálfræðingur í framtíðinni. „Eða nei, það er ekki draumur. Ég ætla að gera það.“ Hér fyrir neðan má sjá fjölmargar myndir frá glæsilegum ferli Írisar Mistar með Gerplu og landsliði Íslands.
Fimleikar Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Sjá meira