Íslandsmet í niðurhali Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2013 14:35 Útvarpsstjarnan Siggi Hlö vekur athygli á Útvappinu. Notendur hafa tekið smáforritinu fagnandi. Útvappið er mest sótta smáforrit á Íslandi. Um 50 þúsund manns hafa sótt sér forritið á App Store og vistað í síma sína og spjaldtölvur. Ágúst Héðinsson, forstöðumaður útvarpssviðs 365 segir Íslendinga hafi slegið íslandsmet í niðurhali á appinu, jafnvel heimsmet miðað við höfðatölu. Í lok apríl gáfu 365 miðlar út Útvappið, nýtt smáforrit fyrir snjallsíma sem gerir notendum kleift að hlusta á dagskrá allra útvarpsstöðva 365 miðla, bæði í beinni útsendingu og einnig á eldri upptökur þátta og hljóðbrot úr dagskránni. Notandinn getur hlustað hvar sem er og hvenær sem er, á Bylgjuna, FM957, X977 og fimm aðrar útvarpsstöðvar með einföldu notendaviðmóti. Útvappið er hið fyrsta sinnar tegundar og er viðmót appsins á íslensku. Ágúst Héðinsson segir viðbrögðin betri en nokkur þorði að vona. „Já, við settum okkur það markmið að ná þrjátíu þúsund notendum, að ná því markmiði í lok árs. En, við erum nú komin í 50 þúsund tæki; spjaldtölvur og snjallsíma.“ Þarna er verið að slá met í tengslum við niðurhal á smáforriti: „Eftir því sem við best vitum hefur ekkert íslenskt smáforrit komist í álíka tölu og þessa,“ segir Ágúst. Allir fjölmiðlar hafa gengist undir miklar breytingar, í raun byltingu með tilkomu netsins. Einnig útvarpið þó fátt virðist fá því haggað. „Já, við erum á fleygiferð að taka þátt í þessu. Við verðum að mæta þessu. Notkun á fjölmiðlum er að breytast mjög hratt; með þráðlausum netum, 3G og svo næst 4G. Þannig að segja má að útvarpstækjum hafi fjölgað verulega. Ætli séu ekki yfir hundrað þúsund sjallsímar á markaðnum og ætla má að við séum komnir í öll þau tæki,“ segir Ágúst Héðinsson. Tækni Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Útvappið er mest sótta smáforrit á Íslandi. Um 50 þúsund manns hafa sótt sér forritið á App Store og vistað í síma sína og spjaldtölvur. Ágúst Héðinsson, forstöðumaður útvarpssviðs 365 segir Íslendinga hafi slegið íslandsmet í niðurhali á appinu, jafnvel heimsmet miðað við höfðatölu. Í lok apríl gáfu 365 miðlar út Útvappið, nýtt smáforrit fyrir snjallsíma sem gerir notendum kleift að hlusta á dagskrá allra útvarpsstöðva 365 miðla, bæði í beinni útsendingu og einnig á eldri upptökur þátta og hljóðbrot úr dagskránni. Notandinn getur hlustað hvar sem er og hvenær sem er, á Bylgjuna, FM957, X977 og fimm aðrar útvarpsstöðvar með einföldu notendaviðmóti. Útvappið er hið fyrsta sinnar tegundar og er viðmót appsins á íslensku. Ágúst Héðinsson segir viðbrögðin betri en nokkur þorði að vona. „Já, við settum okkur það markmið að ná þrjátíu þúsund notendum, að ná því markmiði í lok árs. En, við erum nú komin í 50 þúsund tæki; spjaldtölvur og snjallsíma.“ Þarna er verið að slá met í tengslum við niðurhal á smáforriti: „Eftir því sem við best vitum hefur ekkert íslenskt smáforrit komist í álíka tölu og þessa,“ segir Ágúst. Allir fjölmiðlar hafa gengist undir miklar breytingar, í raun byltingu með tilkomu netsins. Einnig útvarpið þó fátt virðist fá því haggað. „Já, við erum á fleygiferð að taka þátt í þessu. Við verðum að mæta þessu. Notkun á fjölmiðlum er að breytast mjög hratt; með þráðlausum netum, 3G og svo næst 4G. Þannig að segja má að útvarpstækjum hafi fjölgað verulega. Ætli séu ekki yfir hundrað þúsund sjallsímar á markaðnum og ætla má að við séum komnir í öll þau tæki,“ segir Ágúst Héðinsson.
Tækni Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira