Gunnar Nelson þræddi ættarmót í sumar Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. september 2013 13:28 Gunnar Nelson er mættur til æfinga á ný eftir meiðsli. Mynd/Páll Bergmann. Bardagakappinn Gunnar Nelson er mættur aftur til æfinga eftir að hafa tekið því rólega í sumar. Gunnar varð fyrir meiðslum á hné í vor og fór í speglun. Hann átti að vera frá í nokkrar vikur en ákvað að taka sumarfrí í kjölfarið og hefur því náð sér að fullu af hnémeiðslum. Gunnar segist vera endurnærður eftir gott sumarfrí. „Ég er mættur aftur til æfinga eftir frí í sumar,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi.is. „Ég tók því mjög rólega í sumar og er eiginlega búinn að vera í þriggja mánaða sumarfríi. Ég hef verið að þræða ættarmót í allt sumar. Ég finn ekki fyrir neinum verkjum og er farinn að æfa á fullu á ný.“ Gunnar þurfti að hætta við þátttöku í UFC bardagakvöldi sem fram fór í Las Vegas í vor en þar átti Gunnar að vera eitt aðalnúmerið. Gunnar veit ekki hvenær hann muni keppa næst en býst við bardaga í lok þessa árs. „Það er ekkert komið í ljós ennþá en ég tel líklegt að það verði í lok árs. Vanalega gerist þetta mjög fljótt og við erum að horfa til nóvember/desember. Ég er mjög spenntur og er farinn að æfa af krafti.“Mikill uppgangur hefur verið hjá Mjölni á síðustu árum og hefur góður árangur Gunnars í UFC haft jákvæð áhrif. Nýverið stækkaði Mjölnir aðstöðu sína í Héðinshúsi í Vesturbænum og tók í noktun fjórða salinn. Nú er meðal annars boðið upp á Mjölnis-jóga sem hefur vakið athygli. Gunnar segir aðstöðu félagsins eina þá bestu í Evrópu. „Við erum eina bestu MMA stöð sem ég hef séð. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun iðkenda og hópurinn hefur þjappast enn betur saman. Það er hrikalega góður andi hjá Mjölni. Það er líka mikil stemmning í ljósi þess að það eru nokkrir félagar að fara til Dublin á sterkt alþjóðlegt mót og við erum alltaf að verða betri. Ég finn að þessir keppendur sem eru að fara til Dublin hafa bætt sig gríðarlega í sumar.“ Meðal keppenda í Dublin á þann 14. september næstkomandi verður Sunna Rannveig Davíðsdóttir. Hún verður fyrsta konan til að keppa fyrir Mjölni í blönduðum bardagalistum. Auk Sunnu muni fjórir íslenskir karlkeppendur taka þátt í mótinu, Euro Fight Night, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í myndbandinu hér að neðan má sjá frá æfingu í Mjölni þar sem Gunnar Nelson ásamt fleirum taka æfingu í Padsa. Jón Viðar hjá Mjölni sá um upptöku og frágang. Padsa-vinna í Mjölni (2013) from Mjolnir MMA on Vimeo. MMA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson er mættur aftur til æfinga eftir að hafa tekið því rólega í sumar. Gunnar varð fyrir meiðslum á hné í vor og fór í speglun. Hann átti að vera frá í nokkrar vikur en ákvað að taka sumarfrí í kjölfarið og hefur því náð sér að fullu af hnémeiðslum. Gunnar segist vera endurnærður eftir gott sumarfrí. „Ég er mættur aftur til æfinga eftir frí í sumar,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi.is. „Ég tók því mjög rólega í sumar og er eiginlega búinn að vera í þriggja mánaða sumarfríi. Ég hef verið að þræða ættarmót í allt sumar. Ég finn ekki fyrir neinum verkjum og er farinn að æfa á fullu á ný.“ Gunnar þurfti að hætta við þátttöku í UFC bardagakvöldi sem fram fór í Las Vegas í vor en þar átti Gunnar að vera eitt aðalnúmerið. Gunnar veit ekki hvenær hann muni keppa næst en býst við bardaga í lok þessa árs. „Það er ekkert komið í ljós ennþá en ég tel líklegt að það verði í lok árs. Vanalega gerist þetta mjög fljótt og við erum að horfa til nóvember/desember. Ég er mjög spenntur og er farinn að æfa af krafti.“Mikill uppgangur hefur verið hjá Mjölni á síðustu árum og hefur góður árangur Gunnars í UFC haft jákvæð áhrif. Nýverið stækkaði Mjölnir aðstöðu sína í Héðinshúsi í Vesturbænum og tók í noktun fjórða salinn. Nú er meðal annars boðið upp á Mjölnis-jóga sem hefur vakið athygli. Gunnar segir aðstöðu félagsins eina þá bestu í Evrópu. „Við erum eina bestu MMA stöð sem ég hef séð. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun iðkenda og hópurinn hefur þjappast enn betur saman. Það er hrikalega góður andi hjá Mjölni. Það er líka mikil stemmning í ljósi þess að það eru nokkrir félagar að fara til Dublin á sterkt alþjóðlegt mót og við erum alltaf að verða betri. Ég finn að þessir keppendur sem eru að fara til Dublin hafa bætt sig gríðarlega í sumar.“ Meðal keppenda í Dublin á þann 14. september næstkomandi verður Sunna Rannveig Davíðsdóttir. Hún verður fyrsta konan til að keppa fyrir Mjölni í blönduðum bardagalistum. Auk Sunnu muni fjórir íslenskir karlkeppendur taka þátt í mótinu, Euro Fight Night, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í myndbandinu hér að neðan má sjá frá æfingu í Mjölni þar sem Gunnar Nelson ásamt fleirum taka æfingu í Padsa. Jón Viðar hjá Mjölni sá um upptöku og frágang. Padsa-vinna í Mjölni (2013) from Mjolnir MMA on Vimeo.
MMA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Sjá meira