Flugvöllurinn: Ríkið getur tekið sér skipulagsvald Hrund Þórsdóttir skrifar 6. september 2013 18:42 Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag hyggst Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, leggja fram frumvarp um að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá borginni til ríkisins. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir hugmyndina einungis pólitískt útspil, Höskuldur sé að stökkva á vinsældavagn. Hugmyndir sem þessar komi ítrekað upp í umdeildum skipulagsmálum. „En hvernig verður þetta eiginlega; ef skipulag í kringum Hörpu verður umdeilt, á það þá að færast til ríkisins eða í Laugardal þar sem þjóðarleikvangarnir eru?“ segir Dagur. Óformlegar viðræður borgarráðs og innanríkisráðuneytisins um að fresta hugsanlega ákvarðanatöku um flugvöllinn standa enn yfir. „En það er ekkert hægt að greina frá því á þessari stundu hvað þær fela í sér,“ segir Dagur. Keflavíkurflugvöllur hefur verið nefndur sem fordæmi fyrir færslu skipulagsvalds til ríkisins rétt eins og þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Þá lagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fram frumvarp í vor um að Alþingisreiturinn færi undir þingið en það var lagt seint fram og vék fyrir málum sem þegar höfðu verið afgreidd í nefndum. Til greina kemur að stuðningsmenn frumvarpsins sem sitja á þingi taki það upp á þessu kjörtímabili. Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður að ríkið geti einhliða tekið sér skipulagsvald. „Ef ríkið ákveður að taka hluta skipulagsvalds sem sveitarfélögum hefur verið fengið með lögum til sín, þá er það hægt svo lengi sem það kemur fram í skýrum lagatexta,“ segir Trausti. Stundum sé því fleygt að skipulagsvald sé hjá sveitarfélögum og við því verði ekki hróflað, en það sé rangt. „Löggjafarvaldið ræður hvar þessu er fyrir komið en svo er auðvitað mikilvægt að lög séu skynsamleg á hverjum tíma og þar reynir á pólitíska ábyrgð.“ Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag hyggst Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, leggja fram frumvarp um að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá borginni til ríkisins. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir hugmyndina einungis pólitískt útspil, Höskuldur sé að stökkva á vinsældavagn. Hugmyndir sem þessar komi ítrekað upp í umdeildum skipulagsmálum. „En hvernig verður þetta eiginlega; ef skipulag í kringum Hörpu verður umdeilt, á það þá að færast til ríkisins eða í Laugardal þar sem þjóðarleikvangarnir eru?“ segir Dagur. Óformlegar viðræður borgarráðs og innanríkisráðuneytisins um að fresta hugsanlega ákvarðanatöku um flugvöllinn standa enn yfir. „En það er ekkert hægt að greina frá því á þessari stundu hvað þær fela í sér,“ segir Dagur. Keflavíkurflugvöllur hefur verið nefndur sem fordæmi fyrir færslu skipulagsvalds til ríkisins rétt eins og þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Þá lagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fram frumvarp í vor um að Alþingisreiturinn færi undir þingið en það var lagt seint fram og vék fyrir málum sem þegar höfðu verið afgreidd í nefndum. Til greina kemur að stuðningsmenn frumvarpsins sem sitja á þingi taki það upp á þessu kjörtímabili. Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir aðspurður að ríkið geti einhliða tekið sér skipulagsvald. „Ef ríkið ákveður að taka hluta skipulagsvalds sem sveitarfélögum hefur verið fengið með lögum til sín, þá er það hægt svo lengi sem það kemur fram í skýrum lagatexta,“ segir Trausti. Stundum sé því fleygt að skipulagsvald sé hjá sveitarfélögum og við því verði ekki hróflað, en það sé rangt. „Löggjafarvaldið ræður hvar þessu er fyrir komið en svo er auðvitað mikilvægt að lög séu skynsamleg á hverjum tíma og þar reynir á pólitíska ábyrgð.“
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira