Utan vallar: Góðir hlutir gerast hægt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2013 08:00 Stelpurnar okkar á æfingu á Laugardalsvelli. Mynd/Arnþór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands veltir þessa dagana fyrir sér næstu skrefum í leit sinni að nýjum landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari liðsins, tilkynnti fyrir tæpum tveimur vikum að hann myndi ekki halda starfi sínu áfram þótt honum stæði það til boða. Þorlákur Árnason, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, var efstur á óskalista KSÍ. Þorlákur hugsaði málið í nokkra daga en afþakkaði svo boðið. Ekki liggur ljóst fyrir hvort KSÍ hafi boðið öðrum þjálfara starfið. Nöfn Elísabetar Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad í Svíþjóð, og Freys Alexanderssonar, þjálfara Leiknis í 1. deild karla, hafa verið nefnd til sögunnar. Bæði hafa mikla reynslu af þjálfun kvennaliða og hafa þjálfað stóran hluta leikmanna landsliðsins. Þau voru hins vegar samtaka í svörum um helgina og sögðust ekkert hafa heyrt frá KSÍ.Fjórar vikur í mikilvæga leiki Nafn Heimis Hallgrímssonar, aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins, hefur einnig verið nefnt. Heimir hefur reynslu af þjálfun kvenna en fram undan er lokaspretturinn í undankeppni HM 2014 hjá körlunum. Á sama tíma þyrfti nýr landsliðsþjálfari að hafa hraðar hendur en töluvert verk þarf að vinna hjá kvennalandsliðinu á stuttum tíma, enda viss kynslóðaskipti að eiga sér stað. Fyrsti leikur í undankeppni HM 2015 í Kanada verður hér heima gegn Sviss 26. september og mánuði síðar verður spilað í Serbíu. Fjórar vikur eru ekki langur tími fyrir nýjan þjálfara að kynna sér leikmenn landsliðsins og stöðu mála og taka erfiðar og áhrifamiklar ákvarðanir sem gætu verið mótandi fyrir liðið næstu árin. Þá er óvíst að allir leikmenn gefi áfram kost á sér. KSÍ er vandi á höndum að velja þjálfara. Hann hefur hingað til verið í hlutastarfi, sem virkaði ágætlega í tilfelli Sigurðar Ragnar sem er einnig fræðslustjóri KSÍ. Er hægt að ráða mann í fullt starf landsliðsþjálfara? Eða þarf að semja um starfshlutfall við þjálfara sem að sama skapi þyrfti þá að ræða við vinnuveitanda sinn? Hætt er við að hamagangurinn sem færi í gang gæti á endanum komið niður á vinnu nýs þjálfara og í framhaldinu á liðinu.Flaggskipið í húfi Augljósa lausnin virðist vera að ráða þjálfara í tímabundið starf fyrir leikina tvo nú í haust. Mögulega gæti þjálfarateymi karlalandsliðsins tekið að sér að stýra liðinu í leikjunum og vafalítið væri hægt að sækja í smiðju fleiri. Að loknum leiknum í Serbíu 31. október líða fimm mánuðir fram að næsta leik í undankeppninni. Á svipuðum tíma lýkur tímabili flestra okkar landsliðskvenna hér heima, í Noregi og Svíþjóð, og þjálfara sömuleiðis. Þann tíma væri gott að nota til þess að vinna faglega að því að fá hæfan og metnaðarfullan þjálfara fyrir stelpurnar okkar, miklu frekar en að ráða nýjan þjálfara á hundahlaupum korteri fyrir undankeppni. Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands veltir þessa dagana fyrir sér næstu skrefum í leit sinni að nýjum landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari liðsins, tilkynnti fyrir tæpum tveimur vikum að hann myndi ekki halda starfi sínu áfram þótt honum stæði það til boða. Þorlákur Árnason, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, var efstur á óskalista KSÍ. Þorlákur hugsaði málið í nokkra daga en afþakkaði svo boðið. Ekki liggur ljóst fyrir hvort KSÍ hafi boðið öðrum þjálfara starfið. Nöfn Elísabetar Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad í Svíþjóð, og Freys Alexanderssonar, þjálfara Leiknis í 1. deild karla, hafa verið nefnd til sögunnar. Bæði hafa mikla reynslu af þjálfun kvennaliða og hafa þjálfað stóran hluta leikmanna landsliðsins. Þau voru hins vegar samtaka í svörum um helgina og sögðust ekkert hafa heyrt frá KSÍ.Fjórar vikur í mikilvæga leiki Nafn Heimis Hallgrímssonar, aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins, hefur einnig verið nefnt. Heimir hefur reynslu af þjálfun kvenna en fram undan er lokaspretturinn í undankeppni HM 2014 hjá körlunum. Á sama tíma þyrfti nýr landsliðsþjálfari að hafa hraðar hendur en töluvert verk þarf að vinna hjá kvennalandsliðinu á stuttum tíma, enda viss kynslóðaskipti að eiga sér stað. Fyrsti leikur í undankeppni HM 2015 í Kanada verður hér heima gegn Sviss 26. september og mánuði síðar verður spilað í Serbíu. Fjórar vikur eru ekki langur tími fyrir nýjan þjálfara að kynna sér leikmenn landsliðsins og stöðu mála og taka erfiðar og áhrifamiklar ákvarðanir sem gætu verið mótandi fyrir liðið næstu árin. Þá er óvíst að allir leikmenn gefi áfram kost á sér. KSÍ er vandi á höndum að velja þjálfara. Hann hefur hingað til verið í hlutastarfi, sem virkaði ágætlega í tilfelli Sigurðar Ragnar sem er einnig fræðslustjóri KSÍ. Er hægt að ráða mann í fullt starf landsliðsþjálfara? Eða þarf að semja um starfshlutfall við þjálfara sem að sama skapi þyrfti þá að ræða við vinnuveitanda sinn? Hætt er við að hamagangurinn sem færi í gang gæti á endanum komið niður á vinnu nýs þjálfara og í framhaldinu á liðinu.Flaggskipið í húfi Augljósa lausnin virðist vera að ráða þjálfara í tímabundið starf fyrir leikina tvo nú í haust. Mögulega gæti þjálfarateymi karlalandsliðsins tekið að sér að stýra liðinu í leikjunum og vafalítið væri hægt að sækja í smiðju fleiri. Að loknum leiknum í Serbíu 31. október líða fimm mánuðir fram að næsta leik í undankeppninni. Á svipuðum tíma lýkur tímabili flestra okkar landsliðskvenna hér heima, í Noregi og Svíþjóð, og þjálfara sömuleiðis. Þann tíma væri gott að nota til þess að vinna faglega að því að fá hæfan og metnaðarfullan þjálfara fyrir stelpurnar okkar, miklu frekar en að ráða nýjan þjálfara á hundahlaupum korteri fyrir undankeppni.
Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira