Utan vallar: Góðir hlutir gerast hægt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2013 08:00 Stelpurnar okkar á æfingu á Laugardalsvelli. Mynd/Arnþór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands veltir þessa dagana fyrir sér næstu skrefum í leit sinni að nýjum landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari liðsins, tilkynnti fyrir tæpum tveimur vikum að hann myndi ekki halda starfi sínu áfram þótt honum stæði það til boða. Þorlákur Árnason, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, var efstur á óskalista KSÍ. Þorlákur hugsaði málið í nokkra daga en afþakkaði svo boðið. Ekki liggur ljóst fyrir hvort KSÍ hafi boðið öðrum þjálfara starfið. Nöfn Elísabetar Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad í Svíþjóð, og Freys Alexanderssonar, þjálfara Leiknis í 1. deild karla, hafa verið nefnd til sögunnar. Bæði hafa mikla reynslu af þjálfun kvennaliða og hafa þjálfað stóran hluta leikmanna landsliðsins. Þau voru hins vegar samtaka í svörum um helgina og sögðust ekkert hafa heyrt frá KSÍ.Fjórar vikur í mikilvæga leiki Nafn Heimis Hallgrímssonar, aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins, hefur einnig verið nefnt. Heimir hefur reynslu af þjálfun kvenna en fram undan er lokaspretturinn í undankeppni HM 2014 hjá körlunum. Á sama tíma þyrfti nýr landsliðsþjálfari að hafa hraðar hendur en töluvert verk þarf að vinna hjá kvennalandsliðinu á stuttum tíma, enda viss kynslóðaskipti að eiga sér stað. Fyrsti leikur í undankeppni HM 2015 í Kanada verður hér heima gegn Sviss 26. september og mánuði síðar verður spilað í Serbíu. Fjórar vikur eru ekki langur tími fyrir nýjan þjálfara að kynna sér leikmenn landsliðsins og stöðu mála og taka erfiðar og áhrifamiklar ákvarðanir sem gætu verið mótandi fyrir liðið næstu árin. Þá er óvíst að allir leikmenn gefi áfram kost á sér. KSÍ er vandi á höndum að velja þjálfara. Hann hefur hingað til verið í hlutastarfi, sem virkaði ágætlega í tilfelli Sigurðar Ragnar sem er einnig fræðslustjóri KSÍ. Er hægt að ráða mann í fullt starf landsliðsþjálfara? Eða þarf að semja um starfshlutfall við þjálfara sem að sama skapi þyrfti þá að ræða við vinnuveitanda sinn? Hætt er við að hamagangurinn sem færi í gang gæti á endanum komið niður á vinnu nýs þjálfara og í framhaldinu á liðinu.Flaggskipið í húfi Augljósa lausnin virðist vera að ráða þjálfara í tímabundið starf fyrir leikina tvo nú í haust. Mögulega gæti þjálfarateymi karlalandsliðsins tekið að sér að stýra liðinu í leikjunum og vafalítið væri hægt að sækja í smiðju fleiri. Að loknum leiknum í Serbíu 31. október líða fimm mánuðir fram að næsta leik í undankeppninni. Á svipuðum tíma lýkur tímabili flestra okkar landsliðskvenna hér heima, í Noregi og Svíþjóð, og þjálfara sömuleiðis. Þann tíma væri gott að nota til þess að vinna faglega að því að fá hæfan og metnaðarfullan þjálfara fyrir stelpurnar okkar, miklu frekar en að ráða nýjan þjálfara á hundahlaupum korteri fyrir undankeppni. Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands veltir þessa dagana fyrir sér næstu skrefum í leit sinni að nýjum landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari liðsins, tilkynnti fyrir tæpum tveimur vikum að hann myndi ekki halda starfi sínu áfram þótt honum stæði það til boða. Þorlákur Árnason, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, var efstur á óskalista KSÍ. Þorlákur hugsaði málið í nokkra daga en afþakkaði svo boðið. Ekki liggur ljóst fyrir hvort KSÍ hafi boðið öðrum þjálfara starfið. Nöfn Elísabetar Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad í Svíþjóð, og Freys Alexanderssonar, þjálfara Leiknis í 1. deild karla, hafa verið nefnd til sögunnar. Bæði hafa mikla reynslu af þjálfun kvennaliða og hafa þjálfað stóran hluta leikmanna landsliðsins. Þau voru hins vegar samtaka í svörum um helgina og sögðust ekkert hafa heyrt frá KSÍ.Fjórar vikur í mikilvæga leiki Nafn Heimis Hallgrímssonar, aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins, hefur einnig verið nefnt. Heimir hefur reynslu af þjálfun kvenna en fram undan er lokaspretturinn í undankeppni HM 2014 hjá körlunum. Á sama tíma þyrfti nýr landsliðsþjálfari að hafa hraðar hendur en töluvert verk þarf að vinna hjá kvennalandsliðinu á stuttum tíma, enda viss kynslóðaskipti að eiga sér stað. Fyrsti leikur í undankeppni HM 2015 í Kanada verður hér heima gegn Sviss 26. september og mánuði síðar verður spilað í Serbíu. Fjórar vikur eru ekki langur tími fyrir nýjan þjálfara að kynna sér leikmenn landsliðsins og stöðu mála og taka erfiðar og áhrifamiklar ákvarðanir sem gætu verið mótandi fyrir liðið næstu árin. Þá er óvíst að allir leikmenn gefi áfram kost á sér. KSÍ er vandi á höndum að velja þjálfara. Hann hefur hingað til verið í hlutastarfi, sem virkaði ágætlega í tilfelli Sigurðar Ragnar sem er einnig fræðslustjóri KSÍ. Er hægt að ráða mann í fullt starf landsliðsþjálfara? Eða þarf að semja um starfshlutfall við þjálfara sem að sama skapi þyrfti þá að ræða við vinnuveitanda sinn? Hætt er við að hamagangurinn sem færi í gang gæti á endanum komið niður á vinnu nýs þjálfara og í framhaldinu á liðinu.Flaggskipið í húfi Augljósa lausnin virðist vera að ráða þjálfara í tímabundið starf fyrir leikina tvo nú í haust. Mögulega gæti þjálfarateymi karlalandsliðsins tekið að sér að stýra liðinu í leikjunum og vafalítið væri hægt að sækja í smiðju fleiri. Að loknum leiknum í Serbíu 31. október líða fimm mánuðir fram að næsta leik í undankeppninni. Á svipuðum tíma lýkur tímabili flestra okkar landsliðskvenna hér heima, í Noregi og Svíþjóð, og þjálfara sömuleiðis. Þann tíma væri gott að nota til þess að vinna faglega að því að fá hæfan og metnaðarfullan þjálfara fyrir stelpurnar okkar, miklu frekar en að ráða nýjan þjálfara á hundahlaupum korteri fyrir undankeppni.
Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira