HK-ingar hafa fengið til liðs við sig rétthentu skyttuna Jóhann Reyni Gunnlaugsson.
Arnór Þorsteinsson, deildarstjóri Handknattleiksdeildar HK, staðfesti þetta í samtali við Handbolti.org í dag. Arnóri er ætlað að fylla í skarð Tandra Konráðssonar sem hélt til Danmerkur í sumar þar sem hann mun leika með TM Tönder.
HK-ingar hafa misst marga sterka leikmenn úr sínum röðum undanfarnar vikur. Alexander Arnarson, varaformaður handknattleiksdeildar HK, staðfesti í samtali við Fréttablaðið á dögunum að deildin skuldaði leikmönnum liðsins enn laun. Því hefði verið tekin sú ákvörðun að hætta að greiða leikmönnum liðsins laun.
