Munu ekki setja ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar með breytingar á Landsdóm Jóhannes Stefánsson skrifar 30. júní 2013 14:58 Katrín Jakobsdóttir segir að vilji sé innan Vinstri grænna til að breyta lögum um landsdóm. Stefán Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir eðilegt að lög um Landsdóm séu tekin til endurskoðunar og að ekki sé pólitísk andstaða innan flokksins við fyrirhugaðar breytingar. Bjarni Benediktsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ríkisstjórnin hygðist hefjast handa við að breyta lögum um Landsdóm í því skyni að leggja hann niður. Þetta sé meðal annars vegna nýútgefinnar ályktunar Evrópuráðsþingsins um að ekki skuli hátta málum með þeim hætti eins og gert var í landsdómsmáli Geirs. „Mér finnst eðlilegt að Alþingi taki þátt í því að endurskoða þessi lög og hef verið þeirrar skoðunar lengi. Þetta er gömul lagasetning og margir í minni hreyfingu hafa veirð þeirrar skoðunar og viðrað þær langt aftur í tímann að það bæri að endurskoða þessi lög. Ég á von á því að við munum taka þátt í því," segir Katrín um málið. Þá sendi Geir H. Haarde frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði ályktunina stórsigur fyrir sig og að hún sýndi að málið hefði verið litað af pólitísku ofstæki.Málshöfðunin á hendur Geir ekki mistökAðspurð hvort hún telji málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde hafa verið mistök í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins segir Katrín: „Þarna var verið að fylgja lagabókstafnum að einhverju leyti eins og hann er," og bætir svo við: „Mér finnst mikilvægt að við horfum á það hvernig við getum endurskoðað þetta lagaumhverfi." Hún segir þörf á umræðu um hvernig rétt sé að ráðherrar sæti pólitískri ábyrgð. „Það er alltaf spurning um það hvernig pólitísk ábyrgð er framkölluð. Það er eitt af því sem er til umfjöllunar í þessari ályktun Evrópuráðsþingsins, það er hvort pólitísk ábyrgð felist ekki bara fyrst og fremst í mati kjósenda á hverjum tíma. Síðan auðvitað getur verið grátt svæði þar á milli þegar kemur að vanrækslu og öðru slíku." Katrín bendir á að í Danmörku sé að finna sambærileg lög við íslensku landsdómslögin og að þar hafi ráðherrar verið látnir sæta refsiábyrgð. Katrín segir það hafa verið sína pólitísku sannfæringu að til að fara eftir lögum ætti að ákæra Geir, Björgvin G Sigursson, Árna Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. „Það var tillaga gerð um fjóra ráðherra á sínum tíma og alþingismenn greiddu á sínum tíma á mismunandi hátt. Tillaga þingmannanefdnarinnar var að fjórir ráðherrar yrðu látnir sæta ábyrgð og ég greiddi atkvæði með því enda taldi ég það samræmast lagabókstaðnum eins og hann er." Hún bætir svo við: „Mín pólitíska sannfæring er sú að það sé eðilegt að endurskoða þessi lög og þau eru í gildi. Tillaga nefndarinnar var sú að ef fara ætti að lögunum væri eðlilegt að leggja til að þessir fjórir ráðherrar yrðu dregnir til ábyrgðar, eftir mikla yfirlegu." Landsdómur Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir eðilegt að lög um Landsdóm séu tekin til endurskoðunar og að ekki sé pólitísk andstaða innan flokksins við fyrirhugaðar breytingar. Bjarni Benediktsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ríkisstjórnin hygðist hefjast handa við að breyta lögum um Landsdóm í því skyni að leggja hann niður. Þetta sé meðal annars vegna nýútgefinnar ályktunar Evrópuráðsþingsins um að ekki skuli hátta málum með þeim hætti eins og gert var í landsdómsmáli Geirs. „Mér finnst eðlilegt að Alþingi taki þátt í því að endurskoða þessi lög og hef verið þeirrar skoðunar lengi. Þetta er gömul lagasetning og margir í minni hreyfingu hafa veirð þeirrar skoðunar og viðrað þær langt aftur í tímann að það bæri að endurskoða þessi lög. Ég á von á því að við munum taka þátt í því," segir Katrín um málið. Þá sendi Geir H. Haarde frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann sagði ályktunina stórsigur fyrir sig og að hún sýndi að málið hefði verið litað af pólitísku ofstæki.Málshöfðunin á hendur Geir ekki mistökAðspurð hvort hún telji málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde hafa verið mistök í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins segir Katrín: „Þarna var verið að fylgja lagabókstafnum að einhverju leyti eins og hann er," og bætir svo við: „Mér finnst mikilvægt að við horfum á það hvernig við getum endurskoðað þetta lagaumhverfi." Hún segir þörf á umræðu um hvernig rétt sé að ráðherrar sæti pólitískri ábyrgð. „Það er alltaf spurning um það hvernig pólitísk ábyrgð er framkölluð. Það er eitt af því sem er til umfjöllunar í þessari ályktun Evrópuráðsþingsins, það er hvort pólitísk ábyrgð felist ekki bara fyrst og fremst í mati kjósenda á hverjum tíma. Síðan auðvitað getur verið grátt svæði þar á milli þegar kemur að vanrækslu og öðru slíku." Katrín bendir á að í Danmörku sé að finna sambærileg lög við íslensku landsdómslögin og að þar hafi ráðherrar verið látnir sæta refsiábyrgð. Katrín segir það hafa verið sína pólitísku sannfæringu að til að fara eftir lögum ætti að ákæra Geir, Björgvin G Sigursson, Árna Mathiesen og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. „Það var tillaga gerð um fjóra ráðherra á sínum tíma og alþingismenn greiddu á sínum tíma á mismunandi hátt. Tillaga þingmannanefdnarinnar var að fjórir ráðherrar yrðu látnir sæta ábyrgð og ég greiddi atkvæði með því enda taldi ég það samræmast lagabókstaðnum eins og hann er." Hún bætir svo við: „Mín pólitíska sannfæring er sú að það sé eðilegt að endurskoða þessi lög og þau eru í gildi. Tillaga nefndarinnar var sú að ef fara ætti að lögunum væri eðlilegt að leggja til að þessir fjórir ráðherrar yrðu dregnir til ábyrgðar, eftir mikla yfirlegu."
Landsdómur Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira