Fannst hann vera í landsliðinu á röngum forsendum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2013 12:37 Ólafur Stefánsson í Peking árið 2008. Mynd/Vilhelm „Það var eiginlega í samningi að ég fengi að spila mikið, ég vældi um það. Svo er ég auðvitað mjög þakklátur fyrir það að strákarnir skuli vera búnir að tryggja sér þátttökurétt á næsta EM. Þá get ég skotið 15 sinnum framhjá og „no hard feeling"," segir Ólafur Stefánsson í viðtali við Monitor. Ólafur verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í handbolta í síðasta skipti á sunnudag þegar Rúmenar koma í heimsókn. Jafntefli eða sigur tryggir Íslandi sigur í riðlinum. Ólafur fer um víðan völl í viðtalinu. Hann minnist meðal annars fyrstu ára sinna í íslenska landsliðinu. Hann segist hafa verið svolítið hræddur og ekki áttað sig á því hvers vegna hann væri í liðinu til að byrja með. „Hvað er ég að gera hérna?" hugsaði Ólafur með sjálfum sér. „Ég hélt alltaf að ég væri eiginlega í landsliðinu undir fölsku flagi fyrstu 7-8 árin mín. Að ég væri bara valinn af því að það vantaði örvhenta menn og eitthvað en um síðir myndi einhvern veginn komast upp um mig, að ég gæti ekkert," segir Ólafur. Hann segist fyrst hafa farið að hafa trú á sjálfum sér þegar hann var um 27-28 ára. „En kannski var það pælingin hjá vitrari mönnum en mér að ég þyrfti að gera vitleysur í nokkur ár til að vera tilbúinn sirka '97, ætli það ekki. Takk fyrir það," segir Ólafur. Hann segist hlusta á alla gagnrýni þó hann taki mun meiri gagnrýni á mentorum sínum en öðrum. Hann hafi oft verið gagnrýndur fyrir að skjóta lítið og fyrir þá gagnrýni þakki hann. Þá rifjar hann upp gagnrýni frá árinu 2006 sem hann var afar sáttur við. „Árið 2006 í Sviss las ég einhverja krítík um að ég hefði þá verið búinn að spila mjög illa í tæp tvö ár og það er ein besta lesning sem ég hef lesið. Hún vakti mig og ég las þetta bara og hugsaði: „Ertu ekki að grínast hvað hann hefur rétt fyrir sér?" Það var frábært," segir Ólafur. Íslenski handboltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira
„Það var eiginlega í samningi að ég fengi að spila mikið, ég vældi um það. Svo er ég auðvitað mjög þakklátur fyrir það að strákarnir skuli vera búnir að tryggja sér þátttökurétt á næsta EM. Þá get ég skotið 15 sinnum framhjá og „no hard feeling"," segir Ólafur Stefánsson í viðtali við Monitor. Ólafur verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í handbolta í síðasta skipti á sunnudag þegar Rúmenar koma í heimsókn. Jafntefli eða sigur tryggir Íslandi sigur í riðlinum. Ólafur fer um víðan völl í viðtalinu. Hann minnist meðal annars fyrstu ára sinna í íslenska landsliðinu. Hann segist hafa verið svolítið hræddur og ekki áttað sig á því hvers vegna hann væri í liðinu til að byrja með. „Hvað er ég að gera hérna?" hugsaði Ólafur með sjálfum sér. „Ég hélt alltaf að ég væri eiginlega í landsliðinu undir fölsku flagi fyrstu 7-8 árin mín. Að ég væri bara valinn af því að það vantaði örvhenta menn og eitthvað en um síðir myndi einhvern veginn komast upp um mig, að ég gæti ekkert," segir Ólafur. Hann segist fyrst hafa farið að hafa trú á sjálfum sér þegar hann var um 27-28 ára. „En kannski var það pælingin hjá vitrari mönnum en mér að ég þyrfti að gera vitleysur í nokkur ár til að vera tilbúinn sirka '97, ætli það ekki. Takk fyrir það," segir Ólafur. Hann segist hlusta á alla gagnrýni þó hann taki mun meiri gagnrýni á mentorum sínum en öðrum. Hann hafi oft verið gagnrýndur fyrir að skjóta lítið og fyrir þá gagnrýni þakki hann. Þá rifjar hann upp gagnrýni frá árinu 2006 sem hann var afar sáttur við. „Árið 2006 í Sviss las ég einhverja krítík um að ég hefði þá verið búinn að spila mjög illa í tæp tvö ár og það er ein besta lesning sem ég hef lesið. Hún vakti mig og ég las þetta bara og hugsaði: „Ertu ekki að grínast hvað hann hefur rétt fyrir sér?" Það var frábært," segir Ólafur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira