Fannst hann vera í landsliðinu á röngum forsendum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2013 12:37 Ólafur Stefánsson í Peking árið 2008. Mynd/Vilhelm „Það var eiginlega í samningi að ég fengi að spila mikið, ég vældi um það. Svo er ég auðvitað mjög þakklátur fyrir það að strákarnir skuli vera búnir að tryggja sér þátttökurétt á næsta EM. Þá get ég skotið 15 sinnum framhjá og „no hard feeling"," segir Ólafur Stefánsson í viðtali við Monitor. Ólafur verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í handbolta í síðasta skipti á sunnudag þegar Rúmenar koma í heimsókn. Jafntefli eða sigur tryggir Íslandi sigur í riðlinum. Ólafur fer um víðan völl í viðtalinu. Hann minnist meðal annars fyrstu ára sinna í íslenska landsliðinu. Hann segist hafa verið svolítið hræddur og ekki áttað sig á því hvers vegna hann væri í liðinu til að byrja með. „Hvað er ég að gera hérna?" hugsaði Ólafur með sjálfum sér. „Ég hélt alltaf að ég væri eiginlega í landsliðinu undir fölsku flagi fyrstu 7-8 árin mín. Að ég væri bara valinn af því að það vantaði örvhenta menn og eitthvað en um síðir myndi einhvern veginn komast upp um mig, að ég gæti ekkert," segir Ólafur. Hann segist fyrst hafa farið að hafa trú á sjálfum sér þegar hann var um 27-28 ára. „En kannski var það pælingin hjá vitrari mönnum en mér að ég þyrfti að gera vitleysur í nokkur ár til að vera tilbúinn sirka '97, ætli það ekki. Takk fyrir það," segir Ólafur. Hann segist hlusta á alla gagnrýni þó hann taki mun meiri gagnrýni á mentorum sínum en öðrum. Hann hafi oft verið gagnrýndur fyrir að skjóta lítið og fyrir þá gagnrýni þakki hann. Þá rifjar hann upp gagnrýni frá árinu 2006 sem hann var afar sáttur við. „Árið 2006 í Sviss las ég einhverja krítík um að ég hefði þá verið búinn að spila mjög illa í tæp tvö ár og það er ein besta lesning sem ég hef lesið. Hún vakti mig og ég las þetta bara og hugsaði: „Ertu ekki að grínast hvað hann hefur rétt fyrir sér?" Það var frábært," segir Ólafur. Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
„Það var eiginlega í samningi að ég fengi að spila mikið, ég vældi um það. Svo er ég auðvitað mjög þakklátur fyrir það að strákarnir skuli vera búnir að tryggja sér þátttökurétt á næsta EM. Þá get ég skotið 15 sinnum framhjá og „no hard feeling"," segir Ólafur Stefánsson í viðtali við Monitor. Ólafur verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í handbolta í síðasta skipti á sunnudag þegar Rúmenar koma í heimsókn. Jafntefli eða sigur tryggir Íslandi sigur í riðlinum. Ólafur fer um víðan völl í viðtalinu. Hann minnist meðal annars fyrstu ára sinna í íslenska landsliðinu. Hann segist hafa verið svolítið hræddur og ekki áttað sig á því hvers vegna hann væri í liðinu til að byrja með. „Hvað er ég að gera hérna?" hugsaði Ólafur með sjálfum sér. „Ég hélt alltaf að ég væri eiginlega í landsliðinu undir fölsku flagi fyrstu 7-8 árin mín. Að ég væri bara valinn af því að það vantaði örvhenta menn og eitthvað en um síðir myndi einhvern veginn komast upp um mig, að ég gæti ekkert," segir Ólafur. Hann segist fyrst hafa farið að hafa trú á sjálfum sér þegar hann var um 27-28 ára. „En kannski var það pælingin hjá vitrari mönnum en mér að ég þyrfti að gera vitleysur í nokkur ár til að vera tilbúinn sirka '97, ætli það ekki. Takk fyrir það," segir Ólafur. Hann segist hlusta á alla gagnrýni þó hann taki mun meiri gagnrýni á mentorum sínum en öðrum. Hann hafi oft verið gagnrýndur fyrir að skjóta lítið og fyrir þá gagnrýni þakki hann. Þá rifjar hann upp gagnrýni frá árinu 2006 sem hann var afar sáttur við. „Árið 2006 í Sviss las ég einhverja krítík um að ég hefði þá verið búinn að spila mjög illa í tæp tvö ár og það er ein besta lesning sem ég hef lesið. Hún vakti mig og ég las þetta bara og hugsaði: „Ertu ekki að grínast hvað hann hefur rétt fyrir sér?" Það var frábært," segir Ólafur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira