Samhljómur varðandi ýmis mál Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2013 19:13 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki hafa rætt sérstaklega við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um stjórnarmyndun. Leiðtogar flokkanna sex sem náðu inn á þing í kosningum gærdagsins ræddu málin í kvöld við Kristján Má Unnarsson í myndveri Stöðvar 2. Sigmundur segir forseta Íslands hafa boðað sig á fund á morgun og Bjarni tekur í sama streng. „Við höfum ekki hafið neinar stjórnarmyndunarumræður. Það er eðlilegt að menn fari að þreifa fyrir sér og ég hef sagt það oft. að tveggja flokka stjórn finnst mér vera fyrsti valkostur,“ segir Bjarni, og segir að það hljóti að koma til greina að Sjálfstæðisflokkur fái umboð til stjórnarmyndunar. Þá segir Bjarni mikilvægt að stjórnarmyndunarumræður taki stuttan tíma, en Sigmundur segir úrlausnarefnin mjög stór og setur spurningamerki við hve mikið liggi á. Hann segir þó samhljóm varðandi ýmis mál meðal Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.Árni Páll og Katrín eru sammála um að Framsókn eigi að fá umboð til stjórnarmyndunar.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir Framsóknarflokkinn og Bjarta Framtíð ótvíræða sigurvegara kosninganna. Hún telur Sigmund Davíð eiga að fá umboð til stjórnarmyndunar. Það taka þau Árni Páll Árnason hjá Samfylkingunni og Heiða Kristín Helgadóttir hjá Bjartri Framtíð undir. Árni Páll segir öll spilin á hendi þessara Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, en að Samfylkingin muni rækja sínar lýðræðislegu skyldur að því leyti að ef til þeirra verði leitað muni þau taka því.Birgitta segir innviði samfélagsins í molum, en Heiða Kristín segir gott tækifæri í stjórnarandstöðu.Heiða Kristín, er staðgengill Guðmundar Steingrímssonar í þættinum, en hún segir það gott tækifæri fyrir flokkinn að vera hluta af stjórnarandstöðu. Birgitta Jónsdóttir hjá Pírötum segist hafa áhyggjur af því að fólk verði vonsvikið þegar ekki verður hægt að efna þau loforð sem hafa verið sett fram. Hún segir innviði samfélagsins í molum. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur í spilaranum efst í fréttinni. Kosningar 2013 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki hafa rætt sérstaklega við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um stjórnarmyndun. Leiðtogar flokkanna sex sem náðu inn á þing í kosningum gærdagsins ræddu málin í kvöld við Kristján Má Unnarsson í myndveri Stöðvar 2. Sigmundur segir forseta Íslands hafa boðað sig á fund á morgun og Bjarni tekur í sama streng. „Við höfum ekki hafið neinar stjórnarmyndunarumræður. Það er eðlilegt að menn fari að þreifa fyrir sér og ég hef sagt það oft. að tveggja flokka stjórn finnst mér vera fyrsti valkostur,“ segir Bjarni, og segir að það hljóti að koma til greina að Sjálfstæðisflokkur fái umboð til stjórnarmyndunar. Þá segir Bjarni mikilvægt að stjórnarmyndunarumræður taki stuttan tíma, en Sigmundur segir úrlausnarefnin mjög stór og setur spurningamerki við hve mikið liggi á. Hann segir þó samhljóm varðandi ýmis mál meðal Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.Árni Páll og Katrín eru sammála um að Framsókn eigi að fá umboð til stjórnarmyndunar.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir Framsóknarflokkinn og Bjarta Framtíð ótvíræða sigurvegara kosninganna. Hún telur Sigmund Davíð eiga að fá umboð til stjórnarmyndunar. Það taka þau Árni Páll Árnason hjá Samfylkingunni og Heiða Kristín Helgadóttir hjá Bjartri Framtíð undir. Árni Páll segir öll spilin á hendi þessara Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, en að Samfylkingin muni rækja sínar lýðræðislegu skyldur að því leyti að ef til þeirra verði leitað muni þau taka því.Birgitta segir innviði samfélagsins í molum, en Heiða Kristín segir gott tækifæri í stjórnarandstöðu.Heiða Kristín, er staðgengill Guðmundar Steingrímssonar í þættinum, en hún segir það gott tækifæri fyrir flokkinn að vera hluta af stjórnarandstöðu. Birgitta Jónsdóttir hjá Pírötum segist hafa áhyggjur af því að fólk verði vonsvikið þegar ekki verður hægt að efna þau loforð sem hafa verið sett fram. Hún segir innviði samfélagsins í molum. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur í spilaranum efst í fréttinni.
Kosningar 2013 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira