Samhljómur varðandi ýmis mál Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2013 19:13 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki hafa rætt sérstaklega við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um stjórnarmyndun. Leiðtogar flokkanna sex sem náðu inn á þing í kosningum gærdagsins ræddu málin í kvöld við Kristján Má Unnarsson í myndveri Stöðvar 2. Sigmundur segir forseta Íslands hafa boðað sig á fund á morgun og Bjarni tekur í sama streng. „Við höfum ekki hafið neinar stjórnarmyndunarumræður. Það er eðlilegt að menn fari að þreifa fyrir sér og ég hef sagt það oft. að tveggja flokka stjórn finnst mér vera fyrsti valkostur,“ segir Bjarni, og segir að það hljóti að koma til greina að Sjálfstæðisflokkur fái umboð til stjórnarmyndunar. Þá segir Bjarni mikilvægt að stjórnarmyndunarumræður taki stuttan tíma, en Sigmundur segir úrlausnarefnin mjög stór og setur spurningamerki við hve mikið liggi á. Hann segir þó samhljóm varðandi ýmis mál meðal Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.Árni Páll og Katrín eru sammála um að Framsókn eigi að fá umboð til stjórnarmyndunar.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir Framsóknarflokkinn og Bjarta Framtíð ótvíræða sigurvegara kosninganna. Hún telur Sigmund Davíð eiga að fá umboð til stjórnarmyndunar. Það taka þau Árni Páll Árnason hjá Samfylkingunni og Heiða Kristín Helgadóttir hjá Bjartri Framtíð undir. Árni Páll segir öll spilin á hendi þessara Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, en að Samfylkingin muni rækja sínar lýðræðislegu skyldur að því leyti að ef til þeirra verði leitað muni þau taka því.Birgitta segir innviði samfélagsins í molum, en Heiða Kristín segir gott tækifæri í stjórnarandstöðu.Heiða Kristín, er staðgengill Guðmundar Steingrímssonar í þættinum, en hún segir það gott tækifæri fyrir flokkinn að vera hluta af stjórnarandstöðu. Birgitta Jónsdóttir hjá Pírötum segist hafa áhyggjur af því að fólk verði vonsvikið þegar ekki verður hægt að efna þau loforð sem hafa verið sett fram. Hún segir innviði samfélagsins í molum. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur í spilaranum efst í fréttinni. Kosningar 2013 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki hafa rætt sérstaklega við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um stjórnarmyndun. Leiðtogar flokkanna sex sem náðu inn á þing í kosningum gærdagsins ræddu málin í kvöld við Kristján Má Unnarsson í myndveri Stöðvar 2. Sigmundur segir forseta Íslands hafa boðað sig á fund á morgun og Bjarni tekur í sama streng. „Við höfum ekki hafið neinar stjórnarmyndunarumræður. Það er eðlilegt að menn fari að þreifa fyrir sér og ég hef sagt það oft. að tveggja flokka stjórn finnst mér vera fyrsti valkostur,“ segir Bjarni, og segir að það hljóti að koma til greina að Sjálfstæðisflokkur fái umboð til stjórnarmyndunar. Þá segir Bjarni mikilvægt að stjórnarmyndunarumræður taki stuttan tíma, en Sigmundur segir úrlausnarefnin mjög stór og setur spurningamerki við hve mikið liggi á. Hann segir þó samhljóm varðandi ýmis mál meðal Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.Árni Páll og Katrín eru sammála um að Framsókn eigi að fá umboð til stjórnarmyndunar.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir Framsóknarflokkinn og Bjarta Framtíð ótvíræða sigurvegara kosninganna. Hún telur Sigmund Davíð eiga að fá umboð til stjórnarmyndunar. Það taka þau Árni Páll Árnason hjá Samfylkingunni og Heiða Kristín Helgadóttir hjá Bjartri Framtíð undir. Árni Páll segir öll spilin á hendi þessara Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, en að Samfylkingin muni rækja sínar lýðræðislegu skyldur að því leyti að ef til þeirra verði leitað muni þau taka því.Birgitta segir innviði samfélagsins í molum, en Heiða Kristín segir gott tækifæri í stjórnarandstöðu.Heiða Kristín, er staðgengill Guðmundar Steingrímssonar í þættinum, en hún segir það gott tækifæri fyrir flokkinn að vera hluta af stjórnarandstöðu. Birgitta Jónsdóttir hjá Pírötum segist hafa áhyggjur af því að fólk verði vonsvikið þegar ekki verður hægt að efna þau loforð sem hafa verið sett fram. Hún segir innviði samfélagsins í molum. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur í spilaranum efst í fréttinni.
Kosningar 2013 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira