Reið ung kona Una Hildardóttir skrifar 17. apríl 2013 14:20 Fleiri og fleiri konur, og þá sérstaklega ungar stúlkur, vilja nú til dags ekki bendla sig við femínistahugtakið. Þegar Katy Perry tók við verðlaununum Kona ársins hjá Billboard sagðist hún til dæmis ekki vilja kalla sig femínista en sagðist trúa á styrk kvenna. Sú var tíðin að orðið „femínisti" var notað sem blótsyrði á Íslandi - sem niðrandi orð í svipaðri merkingu og „helvítis tussan þín" eða „hóra". Það er ekkert langt síðan. Um það bil sex mánuðir. Þegar ég gef það til kynna að ég sé feminísti er oft svarað um hæl að ég sé bara reið gella. Í íslenskri götuorðabók væri skýringin á orðinu femínisti eitthvað á þessa leið: reið ung kona sem hatar karlmenn. Samfélagið hefur mótað sýn okkar. Í dag eiga konur erfitt með að vera stoltar af skoðunum sínum og eiga jafnvel í hættu á að lenda í ofsafengnu einelti á netinu og jafnvel í hversdagslífi sínu. Það er ekki auðvelt að vera femínisti í dag. Ég verð að viðurkenna að mér þykir það erfitt. Það er erfitt að fylgjast með umræðum á netmiðlum og fyllast ekki reiði. Sérstaklega ef ég reyni að tjá mig í umræðunni og fæ þá stimpilinn „reiða gellan sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár." Ef heimurinn væri ekki fullur af óréttlæti og niðrandi orðræðu sem beinist að baráttukonum í nútímasamfélagi þá væri ég ekki reið. Ef vandamálið væri ekki staðar væri ekkert til þess að reita mig til reiði. Ef verið væri að tala illa um náinn fjölskyldumeðlim í fréttum og ég færi að tjá mig um það, myndir þú segja um mig: „Hún ætti að skjóta sig í hausinn, enginn myndi sakna hennar."? Ef knattspyrnuliðið mitt félli niður um deild og ég tjáði mig um óréttlætið á netinu myndir þú svara mér með orðum eins og: „Öfgafullir aðdáendur eru illa gefnir."? Hvað þá ef að væri að biðja þig um að styrkja hjálpastarf í Afríku? Gætir þú horft djúpt í augun á mér og sagt við mig: „Ég myndi ekki snerta undirskriftalistann þinn með annars manns tittling á tuttugu metra priki."? Af hverju má ég ekki berjast fyrir jafnrétti kynjanna? Er sú barátta eitthvað öðruvísi en önnur barátta? Ég vil geta barist fyrir mínum hjartans málum án þess að fá dauðahótanir. Ég vil geta borið höfuðið hátt og sagt „ég er femínisti" án þess að fá niðrandi tilsvör eða háðsglósur frá jafnöldrum mínum. Ég er heppin. Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki enn lent í jafnhræðilegum hótunum og margar kynsystur mínar. Það þarf að vekja samfélagið frá þessari hræðilegu martröð sem hefur skapast í gegnum andstöðu við kvenfrelsisbaráttuna. Með því að rísa upp gegn femínisma gerir fólk málstaðinn mikilvægari og kallar enn frekar á kvennabaráttuna. Niðrandi orðræða á netinu og morðhótanir eru vindur í segl kvenfrelsisbaráttunnar. Með því að reyna að berja hana niður sjá níðingar til þess að baráttukonur rísi upp hver á fætur annarri. Við erum sterkar og við stöndum saman í blíðu og stríðu. Ég ætla að halda áfram að vera reið ung kona sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár. Ég hef fundið minn vígvöll, stað þar sem ég get komið hugmyndum mínum í verk og fundið fólk með sömu hugmyndir og stefnu og ég. Ég ætla að vera reið ung kona þangað til að markmiðinu er náð og jafnrétti ríkir í samfélaginu - og vonandi getur fólk einn daginn talað um mig sem baráttukonu. Þess vegna kýs ég VG. Höfundur skipar 11. sæti framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fleiri og fleiri konur, og þá sérstaklega ungar stúlkur, vilja nú til dags ekki bendla sig við femínistahugtakið. Þegar Katy Perry tók við verðlaununum Kona ársins hjá Billboard sagðist hún til dæmis ekki vilja kalla sig femínista en sagðist trúa á styrk kvenna. Sú var tíðin að orðið „femínisti" var notað sem blótsyrði á Íslandi - sem niðrandi orð í svipaðri merkingu og „helvítis tussan þín" eða „hóra". Það er ekkert langt síðan. Um það bil sex mánuðir. Þegar ég gef það til kynna að ég sé feminísti er oft svarað um hæl að ég sé bara reið gella. Í íslenskri götuorðabók væri skýringin á orðinu femínisti eitthvað á þessa leið: reið ung kona sem hatar karlmenn. Samfélagið hefur mótað sýn okkar. Í dag eiga konur erfitt með að vera stoltar af skoðunum sínum og eiga jafnvel í hættu á að lenda í ofsafengnu einelti á netinu og jafnvel í hversdagslífi sínu. Það er ekki auðvelt að vera femínisti í dag. Ég verð að viðurkenna að mér þykir það erfitt. Það er erfitt að fylgjast með umræðum á netmiðlum og fyllast ekki reiði. Sérstaklega ef ég reyni að tjá mig í umræðunni og fæ þá stimpilinn „reiða gellan sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár." Ef heimurinn væri ekki fullur af óréttlæti og niðrandi orðræðu sem beinist að baráttukonum í nútímasamfélagi þá væri ég ekki reið. Ef vandamálið væri ekki staðar væri ekkert til þess að reita mig til reiði. Ef verið væri að tala illa um náinn fjölskyldumeðlim í fréttum og ég færi að tjá mig um það, myndir þú segja um mig: „Hún ætti að skjóta sig í hausinn, enginn myndi sakna hennar."? Ef knattspyrnuliðið mitt félli niður um deild og ég tjáði mig um óréttlætið á netinu myndir þú svara mér með orðum eins og: „Öfgafullir aðdáendur eru illa gefnir."? Hvað þá ef að væri að biðja þig um að styrkja hjálpastarf í Afríku? Gætir þú horft djúpt í augun á mér og sagt við mig: „Ég myndi ekki snerta undirskriftalistann þinn með annars manns tittling á tuttugu metra priki."? Af hverju má ég ekki berjast fyrir jafnrétti kynjanna? Er sú barátta eitthvað öðruvísi en önnur barátta? Ég vil geta barist fyrir mínum hjartans málum án þess að fá dauðahótanir. Ég vil geta borið höfuðið hátt og sagt „ég er femínisti" án þess að fá niðrandi tilsvör eða háðsglósur frá jafnöldrum mínum. Ég er heppin. Ég er heppin vegna þess að ég hef ekki enn lent í jafnhræðilegum hótunum og margar kynsystur mínar. Það þarf að vekja samfélagið frá þessari hræðilegu martröð sem hefur skapast í gegnum andstöðu við kvenfrelsisbaráttuna. Með því að rísa upp gegn femínisma gerir fólk málstaðinn mikilvægari og kallar enn frekar á kvennabaráttuna. Niðrandi orðræða á netinu og morðhótanir eru vindur í segl kvenfrelsisbaráttunnar. Með því að reyna að berja hana niður sjá níðingar til þess að baráttukonur rísi upp hver á fætur annarri. Við erum sterkar og við stöndum saman í blíðu og stríðu. Ég ætla að halda áfram að vera reið ung kona sem hatar karla og hefur ekki fengið að ríða í sjö ár. Ég hef fundið minn vígvöll, stað þar sem ég get komið hugmyndum mínum í verk og fundið fólk með sömu hugmyndir og stefnu og ég. Ég ætla að vera reið ung kona þangað til að markmiðinu er náð og jafnrétti ríkir í samfélaginu - og vonandi getur fólk einn daginn talað um mig sem baráttukonu. Þess vegna kýs ég VG. Höfundur skipar 11. sæti framboðslista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun