Stefnir í aðra hrunkosningu Sjálfstæðisflokksins 3. apríl 2013 19:03 Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallups sem birtist í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 22% fylgi, sem er rúmum fjórum prósentum minna en hann mældist með fyrir hálfum mánuði og nokkuð minna en flokkurinn fékk í alþingiskosningunum 2009, þegar hann fékk 23,7%. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að allt bendi til þess að flokkurinn sé að fara í aðra hrunkosningu. Fylgið nú sé á svipuðum nótum og hann fékk eftir hrun og eftir fjögur ár í stjórnarandstöðu hefði enginn trúað að þetta gæti gerst. Gunnar Helgi segir að allt árið í fyrra hafi hlutirnir verið í þokkalegu lagi hjá Sjálfstæðisflokknum á meðan Framsóknarflokkurinn hafi verið í vandræðum en á fyrstu vikum kosningaársins hafi þetta allt í einu snúist við, Framsóknarflokkurinn rauk upp og Sjálfstæðisflokkurinn hrapaði niður. „Eina leiðin til að skýra viðsnúninginn er að trúverðugleikaafstöðurnar á milli flokkanna tveggja hafa breyst. Það sem að gerir það að verkum er annars vegar úrskurður EFTA dómstólsins sem gefur Framsóknarflokknum trúverðugleika og hins vegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem var ekki vel heppnuð samkoma," segir Gunnar Helgi og bætir við að mjög margir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið að hugsa sér til hreyfings og þá hafi Framsóknarflokkurinn verið hinn augljósi næsti kostur. Hann býst við því að formaður flokksins hugsi nú vandlega sinn gang. „Það er óhugsandi annað en að Bjarni Benediktsson verði að hugsa sinn gang ef þetta verða niðurstöður kosninga. Ég held að það komi ekki til greina að hann verði áfram formaður flokksins ef flokkurinn fær 22% atkvæða. Það mun þá flýta þeirri atburðarrás að Hanna Birna væntanlega yrði formaður flokksins," segir Gunnar Helgi. Það er fátt sem flokkurinn getur gert til að bæta stöðu sína fram að kosningum að mati Gunnars Helga. Hinsvegar sé stór hluti kjósenda óákveðinn og ekki hægt að spá fyrir um úrslit kosninga á grundvelli þerira kannana sem eru að birtast núna. Illugi Gunnarsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og leiðtogi í Reykjavíkurkjördæmi norður segir kosningabaráttuna ekki í uppnámi eftir þessa lélegu útkomu úr þjóðarpúlsi Gallup. Vissulega séu þetta vonbrigði en hann sé sannfærður um að skilaboð flokksins um lægri skatta, um að efla atvinnulífið og að hjálpa heimilunum úr þeirra vanda muni ná í gegn. „Mestu máli skipti er að okkar tillögur eru útfærðar, úthugsaðar og raunhæfar og ég er viss um að þjóðin hlusti á það og að fylgi okkar muni aukast á næstu vikum og alveg fram að kosningum," segir Illugi. Kosningar 2013 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallups sem birtist í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 22% fylgi, sem er rúmum fjórum prósentum minna en hann mældist með fyrir hálfum mánuði og nokkuð minna en flokkurinn fékk í alþingiskosningunum 2009, þegar hann fékk 23,7%. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að allt bendi til þess að flokkurinn sé að fara í aðra hrunkosningu. Fylgið nú sé á svipuðum nótum og hann fékk eftir hrun og eftir fjögur ár í stjórnarandstöðu hefði enginn trúað að þetta gæti gerst. Gunnar Helgi segir að allt árið í fyrra hafi hlutirnir verið í þokkalegu lagi hjá Sjálfstæðisflokknum á meðan Framsóknarflokkurinn hafi verið í vandræðum en á fyrstu vikum kosningaársins hafi þetta allt í einu snúist við, Framsóknarflokkurinn rauk upp og Sjálfstæðisflokkurinn hrapaði niður. „Eina leiðin til að skýra viðsnúninginn er að trúverðugleikaafstöðurnar á milli flokkanna tveggja hafa breyst. Það sem að gerir það að verkum er annars vegar úrskurður EFTA dómstólsins sem gefur Framsóknarflokknum trúverðugleika og hins vegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem var ekki vel heppnuð samkoma," segir Gunnar Helgi og bætir við að mjög margir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafi farið að hugsa sér til hreyfings og þá hafi Framsóknarflokkurinn verið hinn augljósi næsti kostur. Hann býst við því að formaður flokksins hugsi nú vandlega sinn gang. „Það er óhugsandi annað en að Bjarni Benediktsson verði að hugsa sinn gang ef þetta verða niðurstöður kosninga. Ég held að það komi ekki til greina að hann verði áfram formaður flokksins ef flokkurinn fær 22% atkvæða. Það mun þá flýta þeirri atburðarrás að Hanna Birna væntanlega yrði formaður flokksins," segir Gunnar Helgi. Það er fátt sem flokkurinn getur gert til að bæta stöðu sína fram að kosningum að mati Gunnars Helga. Hinsvegar sé stór hluti kjósenda óákveðinn og ekki hægt að spá fyrir um úrslit kosninga á grundvelli þerira kannana sem eru að birtast núna. Illugi Gunnarsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og leiðtogi í Reykjavíkurkjördæmi norður segir kosningabaráttuna ekki í uppnámi eftir þessa lélegu útkomu úr þjóðarpúlsi Gallup. Vissulega séu þetta vonbrigði en hann sé sannfærður um að skilaboð flokksins um lægri skatta, um að efla atvinnulífið og að hjálpa heimilunum úr þeirra vanda muni ná í gegn. „Mestu máli skipti er að okkar tillögur eru útfærðar, úthugsaðar og raunhæfar og ég er viss um að þjóðin hlusti á það og að fylgi okkar muni aukast á næstu vikum og alveg fram að kosningum," segir Illugi.
Kosningar 2013 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira