Þróttur frá Neskaupsstað hefndi fyrir tapið í bikarúrslitunum er liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna með sigri á HK.
Þróttur vann úrslitarimmuna 3-0 en leikið var í Neskaupsstað í dag. Þar höfðu heimamenn betur, 3-2 (25-18, 25-20, 20-25, 8-25, 15-8).
HK varð á dögunum bikarmeistari kvenna eftir sigur á Þrótturum í úrslitaleik.
Lauren Laquerre var með 20 stig fyrir Þrótt í dag og Hulda Elma Eysteinsdóttir fimmtán. Elsa Sæný Valgeirsdóttir skoraði fimmtán stig fyrir HK og Þórey Haraldsdóttir tólf.
Þróttur Íslandsmeistari í blaki
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti