Setja 300 milljónir í íslenska leikjaframleiðandann Plain Vanilla 9. apríl 2013 14:30 Íslenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla hefur tryggt sér 2,4 milljónir dala í fjármögnun, jafnvirði tæplega 290 milljóna króna, frá bandarískum og kínverskum fjárfestingarsjóðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Féð verður nýtt til frekari þróunar QuizUp leikjagrunnsins. Hugbúnaðarfyrirtækið Plain Vanilla Corp, framleiðandi QuizUp, tilkynnti í dag að það hefði tryggt sér 2,4 milljónir Bandaríkjadala í aukið fjármagn með hlutafjáraukningu. Fjármögnunina leiða fjórir fjárfestar, þrír bandarískir og einn kínverskur, sem sérhæfa sig í fjárfestingum tengdum netinu og stafrænum miðlum, þeir eru Greycroft Partners, Tencent, IDG ventures and BOLDStart Ventures. Fjárfestar lögðu 1,2 milljónir dala til fyrirtækisins sumarið 2012 og hefur það því alls aukið hlutafé um 3,6 milljónir dala undanfarið ár. Að fjármögnuninni koma einnig fleiri fjárfestar, þ.á.m. CrunchFund, Mesa Global, David Helgason, forstjóri Unity3D og Brandon J. Beck, forstjóri Riot Games. Féð verður nýtt til markaðssóknar og frekari þróunar QuizUp, sem er hugbúnaðargrunnur fyrir gerð spurningaleikja fyrir snjallsíma og önnur smátæki. Með QuizUp geta notendur snjallsíma og tækja sem nota iOS og Android stýrikerfin mæst og keppt sín á milli í spurningarleikjum sem tengjast afmörkuðu áhugasviði, óháð tæki eða staðsetningu í heiminum. Fyrirtækið hefur gefið út fjóra leiki sem byggja á grunninum, þ.á.m. Math QuizUp og Twilight QuizUp, sem gerður var í samstarfi við framleiðendur Twilight kvikmyndanna. Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir leikinn í spilaranum hér fyrir ofan. Frá því að fyrstu QuizUp leikirnir komu út á síðasta ári hefur fjöldi notenda farið fram úr björtustu vonum og skráðu um milljón nýir notendur sig á síðasta ársfjórðungi. „Eftir að við gáfum út fyrstu QuizUp leikina á síðasta ári sáum við hversu ótrúlega sterkum böndum fólk binst leikjunum og ekki síður öðrum notendum. Við áttuðum okkur á að hér væri tækifæri til að skapa algjörlega nýjan samskiptavettvang sem við höfum hug á að þróa áfram," segir Þorsteinn Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla. „QuizUp er vettvangur þar sem fólk sem deilir sömu áhugamálum getur kynnst og átt samskipti hvar sem það er í heiminum." Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar taka Ellie Wheeler frá Greycroft Partners og David Helgason hjá Unity3D sæti í stjórn Plain Vanilla. Fyrirtækið hefur starfstöðvar í San Fracisco og Reykjavík. Að baki því stendur fjölbreyttur hópur teiknara, hreyfihönnuða, tónlistarmanna, grafískra hönnuða og forritara sem hafa brennandi áhuga. Plain Vanilla var stofnað í þeim tilgangi að þróa fallega, notendavæna og skemmtilega ávanabindandi leiki en það hefur áður sent frá sér leikinn The Moogies, sem vakti mikla athygli. Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Íslenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla hefur tryggt sér 2,4 milljónir dala í fjármögnun, jafnvirði tæplega 290 milljóna króna, frá bandarískum og kínverskum fjárfestingarsjóðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Féð verður nýtt til frekari þróunar QuizUp leikjagrunnsins. Hugbúnaðarfyrirtækið Plain Vanilla Corp, framleiðandi QuizUp, tilkynnti í dag að það hefði tryggt sér 2,4 milljónir Bandaríkjadala í aukið fjármagn með hlutafjáraukningu. Fjármögnunina leiða fjórir fjárfestar, þrír bandarískir og einn kínverskur, sem sérhæfa sig í fjárfestingum tengdum netinu og stafrænum miðlum, þeir eru Greycroft Partners, Tencent, IDG ventures and BOLDStart Ventures. Fjárfestar lögðu 1,2 milljónir dala til fyrirtækisins sumarið 2012 og hefur það því alls aukið hlutafé um 3,6 milljónir dala undanfarið ár. Að fjármögnuninni koma einnig fleiri fjárfestar, þ.á.m. CrunchFund, Mesa Global, David Helgason, forstjóri Unity3D og Brandon J. Beck, forstjóri Riot Games. Féð verður nýtt til markaðssóknar og frekari þróunar QuizUp, sem er hugbúnaðargrunnur fyrir gerð spurningaleikja fyrir snjallsíma og önnur smátæki. Með QuizUp geta notendur snjallsíma og tækja sem nota iOS og Android stýrikerfin mæst og keppt sín á milli í spurningarleikjum sem tengjast afmörkuðu áhugasviði, óháð tæki eða staðsetningu í heiminum. Fyrirtækið hefur gefið út fjóra leiki sem byggja á grunninum, þ.á.m. Math QuizUp og Twilight QuizUp, sem gerður var í samstarfi við framleiðendur Twilight kvikmyndanna. Hægt er að sjá stutt kynningarmyndband fyrir leikinn í spilaranum hér fyrir ofan. Frá því að fyrstu QuizUp leikirnir komu út á síðasta ári hefur fjöldi notenda farið fram úr björtustu vonum og skráðu um milljón nýir notendur sig á síðasta ársfjórðungi. „Eftir að við gáfum út fyrstu QuizUp leikina á síðasta ári sáum við hversu ótrúlega sterkum böndum fólk binst leikjunum og ekki síður öðrum notendum. Við áttuðum okkur á að hér væri tækifæri til að skapa algjörlega nýjan samskiptavettvang sem við höfum hug á að þróa áfram," segir Þorsteinn Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla. „QuizUp er vettvangur þar sem fólk sem deilir sömu áhugamálum getur kynnst og átt samskipti hvar sem það er í heiminum." Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar taka Ellie Wheeler frá Greycroft Partners og David Helgason hjá Unity3D sæti í stjórn Plain Vanilla. Fyrirtækið hefur starfstöðvar í San Fracisco og Reykjavík. Að baki því stendur fjölbreyttur hópur teiknara, hreyfihönnuða, tónlistarmanna, grafískra hönnuða og forritara sem hafa brennandi áhuga. Plain Vanilla var stofnað í þeim tilgangi að þróa fallega, notendavæna og skemmtilega ávanabindandi leiki en það hefur áður sent frá sér leikinn The Moogies, sem vakti mikla athygli.
Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira