
ÍBV harmar mistök

Ivana Mladenovic lék með kvennaliði ÍBV í N1-deild kvenna í vetur og Nemanja Malovic með karlaliði ÍBV í 1. deildinni í vetur án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Báðum var vísað úr landi fyrr í þessum mánuði.
Kvennalið ÍBV verður því án Mladenovic í úrslitakeppni N1-deildar kvenna sem hefst í byrjun apríl en Malovic náði að spila alla leiki með karlaliðinu þar til að það tryggði sér deildarmeistaratitilinn og sæti í N1-deild karla.
Yfirlýsing ÍBV er svohljóðandi:
„ÍBV Íþróttafélag harmar þau mistök sem gerð voru við formlegan frágang mála í
tengslum við tvo erlenda leikmenn félagsins í vetur. Hér var ekki við neinn einn stafsmann ÍBV að sakast heldur skorti nákvæmar verklagsreglur í málum sem þessum. Á þessu verður nú ráðin bót, - verklagsreglur settar og tryggt að þeim verði framfylgt.
Jóhann Pétursson formaður ÍBV - íþróttafélags
Páll Magnússon varaformaður ÍBV - íþróttafélags
Dóra Björk framkvæmdastjóri ÍBV - íþróttafélags"
Tengdar fréttir

Víkingar íhuga að kæra Eyjamenn
Forráðamenn Víkings eru að skoða sín mál eftir að Fréttablaðið greindi frá því morgun að lykilmaður í liði ÍBV sé hér á landi í leyfisleysi.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - ÍBV 24-27 | ÍBV fór upp
Eyjamenn tryggðu sér sigur í 1. deild karla í handbolta og sæti í N1 deild karla á næsta tímabili með öruggum þriggja marka sigri á Stjörnunni, 27-24, í Mýrinni í kvöld. Nemanja Malovic skoraði sex mörk í sínum síðasta leik með ÍBV á tímabilinu.

Leikmaður ÍBV fékk ekki landvistarleyfi
Ivana Mladenovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik með handboltaliði ÍBV hér á landi, þar sem landvistarleyfi hennar er útrunnið.

Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi
Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins.

Verðum að framfylgja lögum
Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun.

Landslög hafa engin áhrif
Nemanja Malovic fer ekki af landi brott fyrr en á þriðjudag. Þangað til spilar hann með ÍBV. Forráðamenn Víkings hafa hug á að leita réttar síns.