

Forráðamenn Víkings eru að skoða sín mál eftir að Fréttablaðið greindi frá því morgun að lykilmaður í liði ÍBV sé hér á landi í leyfisleysi.
Eyjamenn tryggðu sér sigur í 1. deild karla í handbolta og sæti í N1 deild karla á næsta tímabili með öruggum þriggja marka sigri á Stjörnunni, 27-24, í Mýrinni í kvöld. Nemanja Malovic skoraði sex mörk í sínum síðasta leik með ÍBV á tímabilinu.
Ivana Mladenovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik með handboltaliði ÍBV hér á landi, þar sem landvistarleyfi hennar er útrunnið.
Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins.
Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun.
Nemanja Malovic fer ekki af landi brott fyrr en á þriðjudag. Þangað til spilar hann með ÍBV. Forráðamenn Víkings hafa hug á að leita réttar síns.